Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2025 16:32 Kári Jónsson átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum í leikslok. vísir/hulda margrét Það er komið á ferðalokum á EM í körfubolta. Lokaleikurinn var hreinasta hörmung og ekki í neinum takti við annað sem boðið var upp á heilt yfir á þessu móti. Skömmu fyrir leik sagði ég við Val Pál félaga minn að ég hefði slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Það var gír á Frökkunum í upphitun og ég óttaðist að okkar menn væru bensínlausir. Það reyndist því miður vera rétt. Tónninn var settur strax í byrjun. Franska vélin með allt í botni en okkar menn á hælunum og virtust ekki hafa mikla trú á verkefninu. Þeir virkuðu hræddir. Það var ekki spilaður neinn varnarleikur og menn virtust oft á tíðum ekki hafa mikla trú á skotunum sínum. Hvar var óttaleysið og íslenska orkan? Hún var búin. Fyrsti leikhlutinn var hrein martröð. Staðan eftir hann var 36-9 og leik lokið. Svo sannarlega flenging á franska vísu. Strákarnir hafa mikið talað um að þeir hafi sannað að þeir eigi heima á stóra sviðinu. Það hafa þeir sýnt í hinum leikjunum en þeir eiga ekkert í svona rosalegt lið. Þetta voru menn á móti börnum. Til að taka aðeins hanskann upp fyrir okkar menn þá hittu Frakkarnir úr gjörsamlega öllum skotum. Algjörlega óþolandi. Þetta er frábært körfuboltalið en Guð minn góður hvað þessir menn nenna að tuða. Ljóður á þessu frábæra liði. Niðurstaðan liggur fyrir. Fimm leikir og fimm töp. Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist enn. Er maður horfir heilt yfir mótið spyr maður sig óneitanlega að því hvort glasið sé galtómt eða hálffullt? Liðið stóð í mörgum góðum liðum og hefði átt að vinna leik. Sú staða hefur ekki komið upp áður. Liðið átti að vinna leikinn gegn Belgíu og það er enn sárt að rifja upp hvernig strákunum tókst að kasta honum frá sér. Vonbrigðin í Pólverjaleiknum gleymast síðan aldrei. Leikhús fáranleikans í Spodek og tækifærið hrifsað af okkar mönnum. Það má því tala um ákveðin framfaraskref hjá liðinu en þau skref áttu að vera stærri á þessu móti. Í því liggja vonbrigðin fyrst og fremst. Það er sárt að fara ekki með að minnsta kosti einn sigur heim í töskunni. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31 Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39 „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Skömmu fyrir leik sagði ég við Val Pál félaga minn að ég hefði slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Það var gír á Frökkunum í upphitun og ég óttaðist að okkar menn væru bensínlausir. Það reyndist því miður vera rétt. Tónninn var settur strax í byrjun. Franska vélin með allt í botni en okkar menn á hælunum og virtust ekki hafa mikla trú á verkefninu. Þeir virkuðu hræddir. Það var ekki spilaður neinn varnarleikur og menn virtust oft á tíðum ekki hafa mikla trú á skotunum sínum. Hvar var óttaleysið og íslenska orkan? Hún var búin. Fyrsti leikhlutinn var hrein martröð. Staðan eftir hann var 36-9 og leik lokið. Svo sannarlega flenging á franska vísu. Strákarnir hafa mikið talað um að þeir hafi sannað að þeir eigi heima á stóra sviðinu. Það hafa þeir sýnt í hinum leikjunum en þeir eiga ekkert í svona rosalegt lið. Þetta voru menn á móti börnum. Til að taka aðeins hanskann upp fyrir okkar menn þá hittu Frakkarnir úr gjörsamlega öllum skotum. Algjörlega óþolandi. Þetta er frábært körfuboltalið en Guð minn góður hvað þessir menn nenna að tuða. Ljóður á þessu frábæra liði. Niðurstaðan liggur fyrir. Fimm leikir og fimm töp. Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist enn. Er maður horfir heilt yfir mótið spyr maður sig óneitanlega að því hvort glasið sé galtómt eða hálffullt? Liðið stóð í mörgum góðum liðum og hefði átt að vinna leik. Sú staða hefur ekki komið upp áður. Liðið átti að vinna leikinn gegn Belgíu og það er enn sárt að rifja upp hvernig strákunum tókst að kasta honum frá sér. Vonbrigðin í Pólverjaleiknum gleymast síðan aldrei. Leikhús fáranleikans í Spodek og tækifærið hrifsað af okkar mönnum. Það má því tala um ákveðin framfaraskref hjá liðinu en þau skref áttu að vera stærri á þessu móti. Í því liggja vonbrigðin fyrst og fremst. Það er sárt að fara ekki með að minnsta kosti einn sigur heim í töskunni.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31 Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39 „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
„Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31
Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39
„Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19