Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2025 15:03 Craig Pedersen faðmar Ægi Þór Steinarsson eftir leikinn gegn Frakklandi. vísir/hulda margrét Kanadamaðurinn Craig Pedersen hefur áhuga á að halda þjálfun íslenska karlalandsliðsins í körfubolta áfram. Hann hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Ísland tapaði með fjörutíu stiga mun fyrir Frakklandi, 114-74, í lokaleik sínum í D-riðli á Evrópumótinu í dag. Íslendingar töpuðu öllum fimm leikjum sínum á mótinu og hefur ekki enn unnið leik á EM, í fimmtán tilraunum. „Það er erfitt að þetta hafi endað svona. En þetta hefur verið frábært mót og við spiluðum fjóra mjög sterka leiki, tvo þar sem við áttum möguleika á að vinna og tvo þar sem við létum andstæðinginn svitna undir lokin. Það er erfitt að enda á þessum nótum en þetta sýnir líka styrk Frakka og íþróttamennskuna sem þeir búa yfir. Ef þú hikar taka þeir allt frá þér,“ sagði Craig í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Katowice í dag. „Við bjuggum okkur til ágætis skotfæri strax en þegar þau rötuðu ekki rétta leið tóku þeir völdin og þetta vatt upp á sig. En við tókum okkur saman í andlitinu og spiluðum ágæta síðustu þrjá leikhluta.“ Engin eftirsjá Markmið íslenska liðsins var að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti en það náðist ekki. „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og við höfum talað mikið um að við hefðum átt að gera þetta og hitt. Þegar ég horfi til baka á jöfnu leikina gerðum við réttu hlutina. Við sköpuðum okkur skotfæri og bjuggum til tækifæri en þetta féll bara ekki með okkur,“ sagði Craig. Klippa: Viðtal við Craig Pedersen „Það er engin eftirsjá hjá mér jafnvel þótt ég hafi hugsað mikið um þetta. Þegar þú tapar jöfnum leikjum hugsarðu að sjálfsögðu hvað þú hefðir getað gert öðruvísi en þegar öllu er á botninn hvolft verðurðu að gera það sem þú telur vera rétt. Ef það virkar ekki er ekkert öruggt að eitthvað annað hefði virkað. En við spiluðum fjóra mjög góða leiki gegn fjórum mjög góðum og reyndum liðum og ég er gríðarlega stoltur af leikmönnunum og framlagi þeirra. Stuðningurinn er líka stórkostlegur. Það fer ekki framhjá neinum og allir tala um það og það er frábært að vera hluti af þessu.“ Craig hrósaði liðsandanum hjá Íslandi og samstöðu leikmannanna. „Leikmennirnir standa saman. Þeir ná vel saman, berjast saman og takast á við bæði góðu og slæmu tímana. Það er styrkur liðsins og hefur alltaf verið. Þetta hefur verið mjög tilfinningaríkt, öll síðasta vika, en það er hluti af þessu og stundum eru góðu tímarnir betri þegar þú gengur í gegnum mótlæti,“ sagði Craig. Þakklátur fyrir stuðninginn Eftir leikinn gegn Frakklandi söng íslenska liðið „Ferðalok“ með stuðningsmönnunum sem Craig hrósaði í hástert. „Þar voru miklar tilfinningar. Það sýnir að stuðningsmennirnir gáfust ekki upp á liðinu. Þeir studdu okkur áfram þrátt fyrir að vera værum fjörutíu stigum undir. Önnur lið taka eftir þessu og geta ekki trúað þessu. Þetta er aðdáundarvert og ég er lánsamur að vera hluti af þessu,“ sagði Craig. Hann hefur stýrt íslenska landsliðinu frá 2014 og komið því á þrjú Evrópumót. Hann vill komast á það fjórða. „Ég vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn. Ég er hrifinn af markmiðinu að komast á EM en ég hef reynt að hugsa ekki um framtíðina því það er mikilvægara að hafa einbeitinguna á þessu móti. Hannes [S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ] og við munum tala saman og við sjáum hvað gerist. Ég vil reyna við annað Evrópumót,“ sagði Craig að endingu. Viðtalið við Craig má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Ísland tapaði með fjörutíu stiga mun fyrir Frakklandi, 114-74, í lokaleik sínum í D-riðli á Evrópumótinu í dag. Íslendingar töpuðu öllum fimm leikjum sínum á mótinu og hefur ekki enn unnið leik á EM, í fimmtán tilraunum. „Það er erfitt að þetta hafi endað svona. En þetta hefur verið frábært mót og við spiluðum fjóra mjög sterka leiki, tvo þar sem við áttum möguleika á að vinna og tvo þar sem við létum andstæðinginn svitna undir lokin. Það er erfitt að enda á þessum nótum en þetta sýnir líka styrk Frakka og íþróttamennskuna sem þeir búa yfir. Ef þú hikar taka þeir allt frá þér,“ sagði Craig í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Katowice í dag. „Við bjuggum okkur til ágætis skotfæri strax en þegar þau rötuðu ekki rétta leið tóku þeir völdin og þetta vatt upp á sig. En við tókum okkur saman í andlitinu og spiluðum ágæta síðustu þrjá leikhluta.“ Engin eftirsjá Markmið íslenska liðsins var að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti en það náðist ekki. „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og við höfum talað mikið um að við hefðum átt að gera þetta og hitt. Þegar ég horfi til baka á jöfnu leikina gerðum við réttu hlutina. Við sköpuðum okkur skotfæri og bjuggum til tækifæri en þetta féll bara ekki með okkur,“ sagði Craig. Klippa: Viðtal við Craig Pedersen „Það er engin eftirsjá hjá mér jafnvel þótt ég hafi hugsað mikið um þetta. Þegar þú tapar jöfnum leikjum hugsarðu að sjálfsögðu hvað þú hefðir getað gert öðruvísi en þegar öllu er á botninn hvolft verðurðu að gera það sem þú telur vera rétt. Ef það virkar ekki er ekkert öruggt að eitthvað annað hefði virkað. En við spiluðum fjóra mjög góða leiki gegn fjórum mjög góðum og reyndum liðum og ég er gríðarlega stoltur af leikmönnunum og framlagi þeirra. Stuðningurinn er líka stórkostlegur. Það fer ekki framhjá neinum og allir tala um það og það er frábært að vera hluti af þessu.“ Craig hrósaði liðsandanum hjá Íslandi og samstöðu leikmannanna. „Leikmennirnir standa saman. Þeir ná vel saman, berjast saman og takast á við bæði góðu og slæmu tímana. Það er styrkur liðsins og hefur alltaf verið. Þetta hefur verið mjög tilfinningaríkt, öll síðasta vika, en það er hluti af þessu og stundum eru góðu tímarnir betri þegar þú gengur í gegnum mótlæti,“ sagði Craig. Þakklátur fyrir stuðninginn Eftir leikinn gegn Frakklandi söng íslenska liðið „Ferðalok“ með stuðningsmönnunum sem Craig hrósaði í hástert. „Þar voru miklar tilfinningar. Það sýnir að stuðningsmennirnir gáfust ekki upp á liðinu. Þeir studdu okkur áfram þrátt fyrir að vera værum fjörutíu stigum undir. Önnur lið taka eftir þessu og geta ekki trúað þessu. Þetta er aðdáundarvert og ég er lánsamur að vera hluti af þessu,“ sagði Craig. Hann hefur stýrt íslenska landsliðinu frá 2014 og komið því á þrjú Evrópumót. Hann vill komast á það fjórða. „Ég vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn. Ég er hrifinn af markmiðinu að komast á EM en ég hef reynt að hugsa ekki um framtíðina því það er mikilvægara að hafa einbeitinguna á þessu móti. Hannes [S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ] og við munum tala saman og við sjáum hvað gerist. Ég vil reyna við annað Evrópumót,“ sagði Craig að endingu. Viðtalið við Craig má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira