Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2025 16:32 Kári Jónsson átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum í leikslok. vísir/hulda margrét Það er komið á ferðalokum á EM í körfubolta. Lokaleikurinn var hreinasta hörmung og ekki í neinum takti við annað sem boðið var upp á heilt yfir á þessu móti. Skömmu fyrir leik sagði ég við Val Pál félaga minn að ég hefði slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Það var gír á Frökkunum í upphitun og ég óttaðist að okkar menn væru bensínlausir. Það reyndist því miður vera rétt. Tónninn var settur strax í byrjun. Franska vélin með allt í botni en okkar menn á hælunum og virtust ekki hafa mikla trú á verkefninu. Þeir virkuðu hræddir. Það var ekki spilaður neinn varnarleikur og menn virtust oft á tíðum ekki hafa mikla trú á skotunum sínum. Hvar var óttaleysið og íslenska orkan? Hún var búin. Fyrsti leikhlutinn var hrein martröð. Staðan eftir hann var 36-9 og leik lokið. Svo sannarlega flenging á franska vísu. Strákarnir hafa mikið talað um að þeir hafi sannað að þeir eigi heima á stóra sviðinu. Það hafa þeir sýnt í hinum leikjunum en þeir eiga ekkert í svona rosalegt lið. Þetta voru menn á móti börnum. Til að taka aðeins hanskann upp fyrir okkar menn þá hittu Frakkarnir úr gjörsamlega öllum skotum. Algjörlega óþolandi. Þetta er frábært körfuboltalið en Guð minn góður hvað þessir menn nenna að tuða. Ljóður á þessu frábæra liði. Niðurstaðan liggur fyrir. Fimm leikir og fimm töp. Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist enn. Er maður horfir heilt yfir mótið spyr maður sig óneitanlega að því hvort glasið sé galtómt eða hálffullt? Liðið stóð í mörgum góðum liðum og hefði átt að vinna leik. Sú staða hefur ekki komið upp áður. Liðið átti að vinna leikinn gegn Belgíu og það er enn sárt að rifja upp hvernig strákunum tókst að kasta honum frá sér. Vonbrigðin í Pólverjaleiknum gleymast síðan aldrei. Leikhús fáranleikans í Spodek og tækifærið hrifsað af okkar mönnum. Það má því tala um ákveðin framfaraskref hjá liðinu en þau skref áttu að vera stærri á þessu móti. Í því liggja vonbrigðin fyrst og fremst. Það er sárt að fara ekki með að minnsta kosti einn sigur heim í töskunni. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31 Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39 „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Skömmu fyrir leik sagði ég við Val Pál félaga minn að ég hefði slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Það var gír á Frökkunum í upphitun og ég óttaðist að okkar menn væru bensínlausir. Það reyndist því miður vera rétt. Tónninn var settur strax í byrjun. Franska vélin með allt í botni en okkar menn á hælunum og virtust ekki hafa mikla trú á verkefninu. Þeir virkuðu hræddir. Það var ekki spilaður neinn varnarleikur og menn virtust oft á tíðum ekki hafa mikla trú á skotunum sínum. Hvar var óttaleysið og íslenska orkan? Hún var búin. Fyrsti leikhlutinn var hrein martröð. Staðan eftir hann var 36-9 og leik lokið. Svo sannarlega flenging á franska vísu. Strákarnir hafa mikið talað um að þeir hafi sannað að þeir eigi heima á stóra sviðinu. Það hafa þeir sýnt í hinum leikjunum en þeir eiga ekkert í svona rosalegt lið. Þetta voru menn á móti börnum. Til að taka aðeins hanskann upp fyrir okkar menn þá hittu Frakkarnir úr gjörsamlega öllum skotum. Algjörlega óþolandi. Þetta er frábært körfuboltalið en Guð minn góður hvað þessir menn nenna að tuða. Ljóður á þessu frábæra liði. Niðurstaðan liggur fyrir. Fimm leikir og fimm töp. Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist enn. Er maður horfir heilt yfir mótið spyr maður sig óneitanlega að því hvort glasið sé galtómt eða hálffullt? Liðið stóð í mörgum góðum liðum og hefði átt að vinna leik. Sú staða hefur ekki komið upp áður. Liðið átti að vinna leikinn gegn Belgíu og það er enn sárt að rifja upp hvernig strákunum tókst að kasta honum frá sér. Vonbrigðin í Pólverjaleiknum gleymast síðan aldrei. Leikhús fáranleikans í Spodek og tækifærið hrifsað af okkar mönnum. Það má því tala um ákveðin framfaraskref hjá liðinu en þau skref áttu að vera stærri á þessu móti. Í því liggja vonbrigðin fyrst og fremst. Það er sárt að fara ekki með að minnsta kosti einn sigur heim í töskunni.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31 Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39 „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
„Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31
Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39
„Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19