Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 12:21 Frá blaðamannafundi sem fór fram um helgina Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, er hér fyrir miðju. Við hlið hans eru þeir Tore O. Sanvik, varnarmálaráðherra, og Eirik Kristoffersen, yfirmaður herafla Noregs. EPA/RODRIGO FREITAS Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. 136 milljarðar norskra króna samsvara um 1,7 billjón króna (1.700.000.000.000). Samningurinn var opinberaður á blaðamannafundi um síðustu helgi. Þar sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, að öryggisástand Noregs hefði ekki verið eins alvarlegt frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Samningurinn snerist um að tryggja öryggi Noregs, samkvæmt frétt NRK. Norskir embættismenn hafa að undanförnu varað við því að ríkinu stafi mikil ógn frá Rússlandi. Sjá einnig: Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Type-26 freigátur, sem eru einnig kallaðar Global Combat Ship, eru sérstaklega hannaðar til að elta uppi og granda kafbátum en sérstök áhersla var lögð á það, þegar Norðmenn voru að kanna hvaða skip þeir ættu að kaupa. Einnig kom til greina að kaupa skip frá Frakklandi, Þýskalandi eða Bandaríkjunum. Skipin eru framleidd í nokkrum útgáfum en hér að neðan má sjá kynningarmyndband frá breska fyrirtækinu BEA Systems um getu Type-26 og í hvaða verkefni hægt er að nota þau. Umfangsmiklar fjárfestingar Støre sagðist á blaðamannafundinum vera sannfærður um að tekin hefði verið rétt ákvörðun um kaupin á skipunum og sagði samninginn marka tímamót í samvinnu Noregs og Bretlands í varnarmálum. Með þessu myndi hernaðargeta Noregs og Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum aukast til muna. Ísland á í varnarsamstarfi með báðum ríkjum innan NATO og á vettvangi sem nefnist Joint Expeditionary Forces. Það er varnarsamstarf ríkja í Norður-Evrópu og Eystrasalti og er lögð sérstök áhersla á Norðurslóðir og Eystrasaltið. Freigáturnar nýju eiga að leysa af hólmi fjórar freigátur sem Norðmenn gera nú út, sem eru af gerðinni Fridtjof Nansen. Ekki liggur fyrir hvenær Norðmenn eiga að fá fyrstu freigáturnar en sú fyrsta verður í fyrsta lagi afhent eftir 2030, samkvæmt frétt Barents Observer. Norðmenn hafa farið í umfangsmiklar fjárfestingar í hergögnum á undanförnum árum. Fyrir tveimur árum gerðu þeir samning um kaup á 54 Leopard 2 skriðdrekum frá Þýskalandi, fyrir um 19,7 milljarða norskra króna (um 250 milljarða króna). Í fyrra sömdu Norðmenn svo, samkvæmt NRK, um að kaupa 54 herþotur á næstu árum og áratugum en þeir samningar eru metinn á 349 milljarða norskra króna (um 4,3 billjónir króna). Ein af gerðum Type-26 freigátanna. Norðmenn ætla að kaupa fimm slíkar af Bretum.BEA Systems Aukin spenna milli Norðmanna og Rússa Undanfarna mánuði hafa Rússar beint spjótum sínum að Noregi og meðal annars sakað þá um hervæðingu Svalbarða. Rússar eru sömuleiðis að auka hernaðargetu þeirra á norðurslóðum. Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var nýverið sjósett eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Það verður líklega nýtt flaggskip norðurflota Rússlands á næstunni. Rússar segja að Nakhimov verði öflugasta herskip þeirra en það ku vera búið fjölmörgum túbum eða skotstæðum fyrir eldflaugar og flugskeyti af ýmsum gerðum, en það er meira en á nokkru öðru herskipi eða kafbáti í heiminu, svo vitað sé. Þá tilkynnti Vladimír Pútin, forseti Rússland, tilkynnti fyrr á þessu ári að hann ætlaði að fjölga rússneskum hermönnum á norðurslóðum, á sama tíma og hann sakaði aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu á svæðinu. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir. Noregur Bretland Hernaður Norðurslóðir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
136 milljarðar norskra króna samsvara um 1,7 billjón króna (1.700.000.000.000). Samningurinn var opinberaður á blaðamannafundi um síðustu helgi. Þar sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, að öryggisástand Noregs hefði ekki verið eins alvarlegt frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Samningurinn snerist um að tryggja öryggi Noregs, samkvæmt frétt NRK. Norskir embættismenn hafa að undanförnu varað við því að ríkinu stafi mikil ógn frá Rússlandi. Sjá einnig: Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Type-26 freigátur, sem eru einnig kallaðar Global Combat Ship, eru sérstaklega hannaðar til að elta uppi og granda kafbátum en sérstök áhersla var lögð á það, þegar Norðmenn voru að kanna hvaða skip þeir ættu að kaupa. Einnig kom til greina að kaupa skip frá Frakklandi, Þýskalandi eða Bandaríkjunum. Skipin eru framleidd í nokkrum útgáfum en hér að neðan má sjá kynningarmyndband frá breska fyrirtækinu BEA Systems um getu Type-26 og í hvaða verkefni hægt er að nota þau. Umfangsmiklar fjárfestingar Støre sagðist á blaðamannafundinum vera sannfærður um að tekin hefði verið rétt ákvörðun um kaupin á skipunum og sagði samninginn marka tímamót í samvinnu Noregs og Bretlands í varnarmálum. Með þessu myndi hernaðargeta Noregs og Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum aukast til muna. Ísland á í varnarsamstarfi með báðum ríkjum innan NATO og á vettvangi sem nefnist Joint Expeditionary Forces. Það er varnarsamstarf ríkja í Norður-Evrópu og Eystrasalti og er lögð sérstök áhersla á Norðurslóðir og Eystrasaltið. Freigáturnar nýju eiga að leysa af hólmi fjórar freigátur sem Norðmenn gera nú út, sem eru af gerðinni Fridtjof Nansen. Ekki liggur fyrir hvenær Norðmenn eiga að fá fyrstu freigáturnar en sú fyrsta verður í fyrsta lagi afhent eftir 2030, samkvæmt frétt Barents Observer. Norðmenn hafa farið í umfangsmiklar fjárfestingar í hergögnum á undanförnum árum. Fyrir tveimur árum gerðu þeir samning um kaup á 54 Leopard 2 skriðdrekum frá Þýskalandi, fyrir um 19,7 milljarða norskra króna (um 250 milljarða króna). Í fyrra sömdu Norðmenn svo, samkvæmt NRK, um að kaupa 54 herþotur á næstu árum og áratugum en þeir samningar eru metinn á 349 milljarða norskra króna (um 4,3 billjónir króna). Ein af gerðum Type-26 freigátanna. Norðmenn ætla að kaupa fimm slíkar af Bretum.BEA Systems Aukin spenna milli Norðmanna og Rússa Undanfarna mánuði hafa Rússar beint spjótum sínum að Noregi og meðal annars sakað þá um hervæðingu Svalbarða. Rússar eru sömuleiðis að auka hernaðargetu þeirra á norðurslóðum. Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var nýverið sjósett eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Það verður líklega nýtt flaggskip norðurflota Rússlands á næstunni. Rússar segja að Nakhimov verði öflugasta herskip þeirra en það ku vera búið fjölmörgum túbum eða skotstæðum fyrir eldflaugar og flugskeyti af ýmsum gerðum, en það er meira en á nokkru öðru herskipi eða kafbáti í heiminu, svo vitað sé. Þá tilkynnti Vladimír Pútin, forseti Rússland, tilkynnti fyrr á þessu ári að hann ætlaði að fjölga rússneskum hermönnum á norðurslóðum, á sama tíma og hann sakaði aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu á svæðinu. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir.
Noregur Bretland Hernaður Norðurslóðir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira