Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Arnar Skúli Atlason skrifar 31. ágúst 2025 15:58 Eyjamenn fagna fyrr í sumar ÍBV Knattspyrna Facebook ÍBV vann ÍA 2-0 í dag á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn var í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Það var greinilega mikið undir í dag í leik og sást það á spilamennskunni í fyrri hálfleik. Mikil barátta einkenndi leikinn og kom það niður á gæðunum. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik og lítið var um opin færi. Flestar sendingar enduðu í fanginu á markmönnum liðana. Svipað var uppi á teningnum í upphafi seinni hálfleiks eða allt fram að 66. mínútu þegar Oliver Heiðarsson keyrði upp hægri vænginn og fyrirgjöf hans rataði beint á kollinn á Þorvald Breka Baxter. Þorvaldur reis hæst í teignum og stangaði boltann í netið. Skagamenn ku upp úr skotgröfunum eftir þetta og byrjuðu að setja pressu á heimamenn og fengu þeir dauðafæri á 80. mínútu þegar Gísli Laxdal slapp í gegn eftir að hafa komist inn í lélega sendingu frá varnarmanni ÍBV. Hann þrumaði boltanum á markið en Marcel Zapytowski varði frábærlega í markinu. Í uppbótatíma geystist Hermann Þór Ragnarsson upp völlinn og komst inn á vítateig. Þar var hann felldur af Marko Vardic. Sverrir Páll Hjaltested steig á punktinn, skoraði af miklu öryggi og tryggði ÍBV sanngjarnan sigur. Eyajmenn stökkva upp í sjötta sætið eftir þennan sigur. ÍA er hins vegar enn á botninum með sextán stig og útlitið orðið nokkuð dökkt fyrir þá. Atvikið Gísli Laxdal fékk besta færi leiksins á 80. mínútu þar sem hann hefði getað jafnað leikinn. Í staðinn skoraði ÍA ekki í dag og ÍBV bætti við marki í uppbótatíma. Ef Gísli hefði skorað hefðu úrslitin geta orðið önnur. Stjörnur ÍBV voru sterkari aðilinn í dag. Þorlákur Breki Baxter, Hermann Þór Ragnarsson og Alex Freyr Hilmarsson voru mest áberandi hjá Eyjamönnum en heilt yfir góð liðsframmistaða Stemning og umgjörð Sól, vindur og kátir Eyjamenn. Ekki hægt að bjóða upp á meira á fallegum sunnudegi. Dómarar [8] Góðir í dag. Flott lína hjá honum og ekkert út á tríóið heilt yfir í dag. Besta deild karla ÍBV ÍA
ÍBV vann ÍA 2-0 í dag á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn var í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Það var greinilega mikið undir í dag í leik og sást það á spilamennskunni í fyrri hálfleik. Mikil barátta einkenndi leikinn og kom það niður á gæðunum. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik og lítið var um opin færi. Flestar sendingar enduðu í fanginu á markmönnum liðana. Svipað var uppi á teningnum í upphafi seinni hálfleiks eða allt fram að 66. mínútu þegar Oliver Heiðarsson keyrði upp hægri vænginn og fyrirgjöf hans rataði beint á kollinn á Þorvald Breka Baxter. Þorvaldur reis hæst í teignum og stangaði boltann í netið. Skagamenn ku upp úr skotgröfunum eftir þetta og byrjuðu að setja pressu á heimamenn og fengu þeir dauðafæri á 80. mínútu þegar Gísli Laxdal slapp í gegn eftir að hafa komist inn í lélega sendingu frá varnarmanni ÍBV. Hann þrumaði boltanum á markið en Marcel Zapytowski varði frábærlega í markinu. Í uppbótatíma geystist Hermann Þór Ragnarsson upp völlinn og komst inn á vítateig. Þar var hann felldur af Marko Vardic. Sverrir Páll Hjaltested steig á punktinn, skoraði af miklu öryggi og tryggði ÍBV sanngjarnan sigur. Eyajmenn stökkva upp í sjötta sætið eftir þennan sigur. ÍA er hins vegar enn á botninum með sextán stig og útlitið orðið nokkuð dökkt fyrir þá. Atvikið Gísli Laxdal fékk besta færi leiksins á 80. mínútu þar sem hann hefði getað jafnað leikinn. Í staðinn skoraði ÍA ekki í dag og ÍBV bætti við marki í uppbótatíma. Ef Gísli hefði skorað hefðu úrslitin geta orðið önnur. Stjörnur ÍBV voru sterkari aðilinn í dag. Þorlákur Breki Baxter, Hermann Þór Ragnarsson og Alex Freyr Hilmarsson voru mest áberandi hjá Eyjamönnum en heilt yfir góð liðsframmistaða Stemning og umgjörð Sól, vindur og kátir Eyjamenn. Ekki hægt að bjóða upp á meira á fallegum sunnudegi. Dómarar [8] Góðir í dag. Flott lína hjá honum og ekkert út á tríóið heilt yfir í dag.
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki