Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Arnar Skúli Atlason skrifar 28. ágúst 2025 19:50 Víkingskonur hafa heldur betur snúið við blaðinu síðan að Einar Gupnason tók við liðinu. Vísir/Anton Víkingskonur eru komnar upp í efri hlutann í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir að þær sóttu þrjú stig á Krókinn í kvöld. Víkingur vann 5-1 stórsigur á Tindastól og hefur nú unnið tvo leiki í röð og þrjá af síðustu fimm. Þetta var mikilvægur leikur í fallbaráttunni en með sigrinum komst Víkingsliðið upp úr fallsæti og hoppaði upp um þrjú sæti í töflunni. Stólarnir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og sitja nú í staðinn í fallsæti. Víkingur byrjaði betur í leiknum i dag og komumst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar boltinn er sendur inn á teig Tindastóls og Bergdís Sveinsdóttir skallar boltann í stöngina og út í teiginn og var fljótust á boltann í frákastinu og skoraði áður en leikmenn Tindastóls náðu að bregðast við. Víkingur réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik en Tindastóll átti fáa spretti. Aftur dró til tíðinda fyrir Víkinga á 44. mínútu leiksins þegar Emma Steinsen geystist upp hægri vænginn og kom boltanum inn á teiginn þar sem Bergdís lagði boltann fyrir Ashley Jordan Clark sem náði að athafna sig í teignum og kláraði frábærlega í fjærhornið, gjörsamlega óverjandi fyrir markmann Tindastóls. Staðan var sanngjörn í hálfleik 2–0 fyrir gestina. Tindastóll byrjaði af miklum krafti í seinni hálfleik og setti pressu á Víkingana. Sú pressa bar árangur á 53. mínútu þegar Birgitta Rún Finnbogadóttir komst inn í sendingu á miðjunni og keyrði upp völlinn og framhjá varnarmanni Víkings og lagði boltann fallega í stöngina og inn framhjá Evu Ýr Helgadóttir í marki Víkinga. Tindastóll hélt áfram að ráða lögum og lofum í upphafi seinni hálfleiks og voru nálægt því að jafna tvisvar sinnum en tókst það ekki. Það var gegn gangi leiksins þegar Víkingar bættu við þriðja marki sínu á 61. mínútu. Þá vann Shaina Faiena Ashouri boltann á miðjunni og sendi Ashley Clark í gegnum vörnina hjá Stólunum. Markmaðurinn kom á móti og Ashley renndi boltanum til hliðar þar sem varamaðurinn Linda Líf Boama lagði boltann í opið markið og staðan orðinn 1-3. Þetta mark breytti leiknum algjörlega og Víkingar tóku öll völd á vellinum og skynja mátti smá uppgjöf í Tindastól. Víkingar bættu við marki á 80. mínútu þegar Linda Líf keyrði upp hægri vænginn og sendi boltan á Shaina sem í annarri tilraun kom boltanum í hornið fram hjá markmanni Tindastól og gestirnir komnir í 1-4. Seinasti nagli í kistu Tindastóls kom á fimmtu mínútu uppbótatíma þegar hornspyrna Víkinga rataði á hausinn á Lindu Líf sem reis hæst í teignum og stýrði boltanum í netið. Ágætur dómari leiksins flautaði svo til leiks loka stuttu síðar og Víkingar fóru með þægilegan 1-5 sigur á lánlausum heimamönnum í kvöld. Atvikið Klárlega fjórða mark leiksins. Tindastóll voru betra liðið á þegar Víkingar vinna boltann og skora og komast í 3-1. Þá virtist trúin í liði Tindastóls vera búinn. Stjörnur Shaina Faiena Ashouri og Ashley Jordan Clark voru öflugar allan leikinn í liðið Víkings. Það má ekki gleyma innkomu Lindu Lífar sem ógnaði með þvílíkum krafti. Allir leikmenn Víkings fá hrós. Því þær voru miklu betra liðið í dag. Stemning og umgjörð Það var gaman að heyra í stuðningsmönnum Víkings sem lögðu leið sína á Sauðárkróksvöll í dag. Bæði lið voru að hvetja sín lið áfram. Umgjörðin frábær og ekkert hægt að setja út á hana. Dómarar [7] Þetta tókst ágætlega hjá þeim í dag. Ekkert út á þá að setja. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari TindastólsVísir/HAG Halldór Jón: Ég er mjög svekktur Halldór Jón Sigurðsson (Donni) Þjálfari Tindastóls var svekktur eftir stórt tap í leik liðsins í dag. „Ég er mjög svekktur. Þetta var frekar slakur leikur. Víkingur bara góðar. Meiri kraftur í þeim en okkur heilt yfir í leiknum. Mögulega meiri vilji hjá þeim. Kaflar í fyrri hálfleik sem voru í lagi vorum að gefa í þetta og í byrjun seinni líka. Heilt yfir dapur leikur og döpur frammistaða og sanngjarn sigur,“ sagði Halldór Jón. Víkingur var meira tilbúið í Tindastóll í dag og voru yfir á flestum sviðum. „Við þurfum að gera breytingar. leikmenn að spila inn á meiddir og leikmenn að meiðast. Þær geta skipt inn á helvíti ferskum og góðum leikmönnum sem skora og gefa þeim mikinn kraft. Heilt yfir var Víkingsliðið betra í dag og eiga sigurinn fyllilega skilið. Það er mikið áhyggjuefni ef við ætlum ekki að byrja leikina betur heldur en seinustu tvo. Það er algjör óþarfi fyrir okkur að mæta í þessa leiki og byrja af krafti og gefa tvö núll forystu eftir nokkrar mínútur,“ sagði Halldór Jón. Donni er hefur áhyggjur af stöðunni en trúir því að Tindastóll getur snúið þessu við. „Mér finnst þetta búið að vera arfaslakt og svona dauft. Kannski mestar áhyggjur af því. Dauf stemning í gangi. Það er eitthvað sem Tindastóll hefur ekki staðið fyrir. ´Bara aldrei nokkuð tímann. Það finnst mjög lélegt og leiðinleg. Ég er eiginlega leiður yfir því. Þannig ég er að vonast til þess að við getum allavega staðið upp þegar leikurinn byrjar og verið á fullum krafti og gefið í þetta. Við erum með ungar og ferskar stelpur sem eru í hörku góðu standi. Sem eiga að - geta barist meira og hlaupið meira og gefið meira í leikina en mér hefur fundist við hafa verið að gera,“ sagði Halldór Jón. Einar Guðnason, þjálfari Víkings.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Einar: Frábær leikur hjá okkur Einar Guðnason, þjálfari Víkings, var kampakátur eftir stórsigur síns liðs í kvöld. „Bara frábær leikur hjá okkur. Frá fyrstu til seinustu mínútu. Ótrúlega stoltur af baráttunni í liðinu. Kraftinum og samheldninni í liðinu. Allt eins og það á að vera,“ sagði Einar. Víkingur fékk mark á sig í upphafi seinni hálfleik en Einar var ánægður með hvernig svarið þeirra var. „Mér fannst við hafa lært mikið til dæmis síðan á móti Þrótt, Stjörnunni og Breiðablik þá fáum við á okkur mark og þá grípur um sig óðagot ef má segja svoleiðis. En í dag stigum við upp og við keyrðum á þetta eins og þetta hafi verið vítamín sprauta,“ sagði Einar. Víkingur er komið úr fallsæti eftir leik dagsins. „Þetta er geðveikt. Þetta er frábært lið. Eins og ég er búinn að segja nokkrum sinnum. Ótrúlega miklir hæfileikar sem búa í þessu liði. Þetta er bara spurning um hvaða mindset við mætum með út á völlinn,“ sagði Einar. Besta deild kvenna Tindastóll Víkingur Reykjavík
Víkingskonur eru komnar upp í efri hlutann í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir að þær sóttu þrjú stig á Krókinn í kvöld. Víkingur vann 5-1 stórsigur á Tindastól og hefur nú unnið tvo leiki í röð og þrjá af síðustu fimm. Þetta var mikilvægur leikur í fallbaráttunni en með sigrinum komst Víkingsliðið upp úr fallsæti og hoppaði upp um þrjú sæti í töflunni. Stólarnir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og sitja nú í staðinn í fallsæti. Víkingur byrjaði betur í leiknum i dag og komumst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar boltinn er sendur inn á teig Tindastóls og Bergdís Sveinsdóttir skallar boltann í stöngina og út í teiginn og var fljótust á boltann í frákastinu og skoraði áður en leikmenn Tindastóls náðu að bregðast við. Víkingur réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik en Tindastóll átti fáa spretti. Aftur dró til tíðinda fyrir Víkinga á 44. mínútu leiksins þegar Emma Steinsen geystist upp hægri vænginn og kom boltanum inn á teiginn þar sem Bergdís lagði boltann fyrir Ashley Jordan Clark sem náði að athafna sig í teignum og kláraði frábærlega í fjærhornið, gjörsamlega óverjandi fyrir markmann Tindastóls. Staðan var sanngjörn í hálfleik 2–0 fyrir gestina. Tindastóll byrjaði af miklum krafti í seinni hálfleik og setti pressu á Víkingana. Sú pressa bar árangur á 53. mínútu þegar Birgitta Rún Finnbogadóttir komst inn í sendingu á miðjunni og keyrði upp völlinn og framhjá varnarmanni Víkings og lagði boltann fallega í stöngina og inn framhjá Evu Ýr Helgadóttir í marki Víkinga. Tindastóll hélt áfram að ráða lögum og lofum í upphafi seinni hálfleiks og voru nálægt því að jafna tvisvar sinnum en tókst það ekki. Það var gegn gangi leiksins þegar Víkingar bættu við þriðja marki sínu á 61. mínútu. Þá vann Shaina Faiena Ashouri boltann á miðjunni og sendi Ashley Clark í gegnum vörnina hjá Stólunum. Markmaðurinn kom á móti og Ashley renndi boltanum til hliðar þar sem varamaðurinn Linda Líf Boama lagði boltann í opið markið og staðan orðinn 1-3. Þetta mark breytti leiknum algjörlega og Víkingar tóku öll völd á vellinum og skynja mátti smá uppgjöf í Tindastól. Víkingar bættu við marki á 80. mínútu þegar Linda Líf keyrði upp hægri vænginn og sendi boltan á Shaina sem í annarri tilraun kom boltanum í hornið fram hjá markmanni Tindastól og gestirnir komnir í 1-4. Seinasti nagli í kistu Tindastóls kom á fimmtu mínútu uppbótatíma þegar hornspyrna Víkinga rataði á hausinn á Lindu Líf sem reis hæst í teignum og stýrði boltanum í netið. Ágætur dómari leiksins flautaði svo til leiks loka stuttu síðar og Víkingar fóru með þægilegan 1-5 sigur á lánlausum heimamönnum í kvöld. Atvikið Klárlega fjórða mark leiksins. Tindastóll voru betra liðið á þegar Víkingar vinna boltann og skora og komast í 3-1. Þá virtist trúin í liði Tindastóls vera búinn. Stjörnur Shaina Faiena Ashouri og Ashley Jordan Clark voru öflugar allan leikinn í liðið Víkings. Það má ekki gleyma innkomu Lindu Lífar sem ógnaði með þvílíkum krafti. Allir leikmenn Víkings fá hrós. Því þær voru miklu betra liðið í dag. Stemning og umgjörð Það var gaman að heyra í stuðningsmönnum Víkings sem lögðu leið sína á Sauðárkróksvöll í dag. Bæði lið voru að hvetja sín lið áfram. Umgjörðin frábær og ekkert hægt að setja út á hana. Dómarar [7] Þetta tókst ágætlega hjá þeim í dag. Ekkert út á þá að setja. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari TindastólsVísir/HAG Halldór Jón: Ég er mjög svekktur Halldór Jón Sigurðsson (Donni) Þjálfari Tindastóls var svekktur eftir stórt tap í leik liðsins í dag. „Ég er mjög svekktur. Þetta var frekar slakur leikur. Víkingur bara góðar. Meiri kraftur í þeim en okkur heilt yfir í leiknum. Mögulega meiri vilji hjá þeim. Kaflar í fyrri hálfleik sem voru í lagi vorum að gefa í þetta og í byrjun seinni líka. Heilt yfir dapur leikur og döpur frammistaða og sanngjarn sigur,“ sagði Halldór Jón. Víkingur var meira tilbúið í Tindastóll í dag og voru yfir á flestum sviðum. „Við þurfum að gera breytingar. leikmenn að spila inn á meiddir og leikmenn að meiðast. Þær geta skipt inn á helvíti ferskum og góðum leikmönnum sem skora og gefa þeim mikinn kraft. Heilt yfir var Víkingsliðið betra í dag og eiga sigurinn fyllilega skilið. Það er mikið áhyggjuefni ef við ætlum ekki að byrja leikina betur heldur en seinustu tvo. Það er algjör óþarfi fyrir okkur að mæta í þessa leiki og byrja af krafti og gefa tvö núll forystu eftir nokkrar mínútur,“ sagði Halldór Jón. Donni er hefur áhyggjur af stöðunni en trúir því að Tindastóll getur snúið þessu við. „Mér finnst þetta búið að vera arfaslakt og svona dauft. Kannski mestar áhyggjur af því. Dauf stemning í gangi. Það er eitthvað sem Tindastóll hefur ekki staðið fyrir. ´Bara aldrei nokkuð tímann. Það finnst mjög lélegt og leiðinleg. Ég er eiginlega leiður yfir því. Þannig ég er að vonast til þess að við getum allavega staðið upp þegar leikurinn byrjar og verið á fullum krafti og gefið í þetta. Við erum með ungar og ferskar stelpur sem eru í hörku góðu standi. Sem eiga að - geta barist meira og hlaupið meira og gefið meira í leikina en mér hefur fundist við hafa verið að gera,“ sagði Halldór Jón. Einar Guðnason, þjálfari Víkings.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Einar: Frábær leikur hjá okkur Einar Guðnason, þjálfari Víkings, var kampakátur eftir stórsigur síns liðs í kvöld. „Bara frábær leikur hjá okkur. Frá fyrstu til seinustu mínútu. Ótrúlega stoltur af baráttunni í liðinu. Kraftinum og samheldninni í liðinu. Allt eins og það á að vera,“ sagði Einar. Víkingur fékk mark á sig í upphafi seinni hálfleik en Einar var ánægður með hvernig svarið þeirra var. „Mér fannst við hafa lært mikið til dæmis síðan á móti Þrótt, Stjörnunni og Breiðablik þá fáum við á okkur mark og þá grípur um sig óðagot ef má segja svoleiðis. En í dag stigum við upp og við keyrðum á þetta eins og þetta hafi verið vítamín sprauta,“ sagði Einar. Víkingur er komið úr fallsæti eftir leik dagsins. „Þetta er geðveikt. Þetta er frábært lið. Eins og ég er búinn að segja nokkrum sinnum. Ótrúlega miklir hæfileikar sem búa í þessu liði. Þetta er bara spurning um hvaða mindset við mætum með út á völlinn,“ sagði Einar.