Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Andri Már Eggertsson skrifar 26. ágúst 2025 19:50 Víkingur - Vestri Besta Deild Karla Sumar 2025 Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingar nýttu sér bikarþynnku Vestra manna og unnu sannfærandi 4-1 sigur á heimavelli. Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir úr fyrsta færi leiksins og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Víkings yrði. Heimamenn unnu á endanum 4-1 sigur. Víkingar heiðruðu bikarmeistara Vestra í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingar brutu ísinn gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vestra eftir aðeins fimm mínútur. Þetta var fyrsta færi leiksins og blaut tuska í andlitið á Ísfirðingum. Nikolaj Hansen vann boltann úr öftustu línu Vestra á Valdimar Þór Ingimundarson sem renndi boltanum á Hansen sem komst einn í gegn og skoraði. Það var hart barist í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Heimamenn bættu við öðru marki átta mínútum síðar. Viktor Örlygur Andrason renndi boltanum inn fyrir vörn Vestra og á Valdimar sem var ekki í neinum vandræðum með að koma boltanum framhjá Guy Smit. Ólíkt bikarúrslitaleiknum var varnarleikur Vestra í molum. Nikolaj Hansen skoraði tvö mörk í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir annað mark Víkings fengu gestirnir tvö fín færi til þess að minnka muninn í fyrri hálfleik en nýttu þau ekki. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik. Á 62. mínútu kom þriðja mark Víkings. Valdimar Þór átti fyrirgjöf inn í teig sem fór af Morten Ohlsen Hansen, leikmanni Vestra, og beint á Nikolaj Hansen sem skoraði af stuttu færi. Það var gleði í Víkinni í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Varamaðurinn Birkir Eydal minnkaði muninn fyrir Vestra með laglegu marki þar sem hann fékk skoppandi bolta inn í teig og átti þrumuskot þar sem boltinn fór í slána og inn. Víkingar voru þó ekki lengi að bæta við fjórða markinu. Daníel Hafsteinsson átti hornspyrnu og heppnin var með Helga Guðjónssyni í liði þar sem boltinn fór af bakinu á honum og lak í markið. Víkingar fögnuðu með sínu fólkiVísir/Pawel Cieslikiewicz Niðurstaðan 4-1 sigur Víkings. Atvik leiksins Nikolaj Hansen kom Víkingi yfir úr fyrsta færi heimamanna á fimmtu mínútu. Það sást snemma hvernig leikurinn var að fara að spilast og eftir að hafa lent undir gerðu gestirnir sig aldrei líklega til árangurs. Stjörnur og skúrkar Valdimar Þór Ingimundarson, leikmaður Víkings, var besti maður vallarins í kvöld. Valdimar lagði upp fyrsta markið og skoraði annað mark Víkinga. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Varnarleikur Vestra var eins og gatasigti. Víkingar komust oft mjög auðveldlega inn fyrir vörn gestanna og Víkingar hafa oft þurft að hafa meira fyrir fjórum mörkum heldur en þeir gerðu í kvöld. Dómarinn Helgi Mikael Jónasson dæmdi leik kvöldsins. Það reyndi lítið á Helga í kvöld sem komst vel frá sínu og hann hafði lítil áhfri á úrslit leiksins. Stemning og umgjörð Stemningin í Traðarlandinu var fín í kvöld. Stuðningsmenn Vestra voru margir sennilega ennþá í spennufalli eftir sigur í bikarúrslitum síðasta föstudag og mega nota bikarþynnku sem afsökun líkt og leikmenn liðsins. „Ætlum að vera á toppnum þegar deildin er búin“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var ánægður með 4-1 sigur gegn Vestra. „Spilamennskan var góð í kvöld. Við nýttum færin vel sem við fengum og vorum ánægðir með hvernig við stýrðum leiknum og við færðum boltann hratt. Það var margt í okkar leik sem virkaði vel og menn voru klárir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Sölvi ánægður með frammistöðu Víkings í kvöld. Víkingur byrjaði leikinn vel og komst snemma yfir og heimamenn bættu síðan við öðru marki skömmu seinna sem gerði út um leikinn. „Þú vilt ekki lenda undir á móti Vestra því það er erfitt að skora á þá. Við náðum svo sannarlega að brjóta þá í kvöld og hefðum átt að skora fleiri mörk. Það var vel gert hjá okkur.“ Sölvi viðurkenndi að aðstæður voru erfiðar fyrir Vestra í ljósi þess að liðið varð bikarmeistari síðasta föstudag. „Þetta var erfitt fyrir Vestra. Það er tilfinningaleg þynnka sem liðið er að ganga í gegnum núna. Það eru stórar stundir í þeirra sögu og við þekkjum þetta Víkingar og það er hægara sagt en gert að gíra sig í næstu leiki á eftir þegar maður er búinn að vinna bikar.“ Aðspurður út í framhaldið gaf Sölvi lítið fyrir að Víkingur hafi farið í efsta sæti deildarinnar um stutta stund en eru í öðru sæti eftir umferðina. „Við ætlum að vera á toppnum þegar deildin er búin. Það er stórleikur gegn Breiðabliki næst og við þurfum að vera með góða frammistöðu og ná í góð úrslit þar,“ sagði Sölvi að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Vestri
Víkingar nýttu sér bikarþynnku Vestra manna og unnu sannfærandi 4-1 sigur á heimavelli. Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir úr fyrsta færi leiksins og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Víkings yrði. Heimamenn unnu á endanum 4-1 sigur. Víkingar heiðruðu bikarmeistara Vestra í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingar brutu ísinn gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vestra eftir aðeins fimm mínútur. Þetta var fyrsta færi leiksins og blaut tuska í andlitið á Ísfirðingum. Nikolaj Hansen vann boltann úr öftustu línu Vestra á Valdimar Þór Ingimundarson sem renndi boltanum á Hansen sem komst einn í gegn og skoraði. Það var hart barist í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Heimamenn bættu við öðru marki átta mínútum síðar. Viktor Örlygur Andrason renndi boltanum inn fyrir vörn Vestra og á Valdimar sem var ekki í neinum vandræðum með að koma boltanum framhjá Guy Smit. Ólíkt bikarúrslitaleiknum var varnarleikur Vestra í molum. Nikolaj Hansen skoraði tvö mörk í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir annað mark Víkings fengu gestirnir tvö fín færi til þess að minnka muninn í fyrri hálfleik en nýttu þau ekki. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik. Á 62. mínútu kom þriðja mark Víkings. Valdimar Þór átti fyrirgjöf inn í teig sem fór af Morten Ohlsen Hansen, leikmanni Vestra, og beint á Nikolaj Hansen sem skoraði af stuttu færi. Það var gleði í Víkinni í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Varamaðurinn Birkir Eydal minnkaði muninn fyrir Vestra með laglegu marki þar sem hann fékk skoppandi bolta inn í teig og átti þrumuskot þar sem boltinn fór í slána og inn. Víkingar voru þó ekki lengi að bæta við fjórða markinu. Daníel Hafsteinsson átti hornspyrnu og heppnin var með Helga Guðjónssyni í liði þar sem boltinn fór af bakinu á honum og lak í markið. Víkingar fögnuðu með sínu fólkiVísir/Pawel Cieslikiewicz Niðurstaðan 4-1 sigur Víkings. Atvik leiksins Nikolaj Hansen kom Víkingi yfir úr fyrsta færi heimamanna á fimmtu mínútu. Það sást snemma hvernig leikurinn var að fara að spilast og eftir að hafa lent undir gerðu gestirnir sig aldrei líklega til árangurs. Stjörnur og skúrkar Valdimar Þór Ingimundarson, leikmaður Víkings, var besti maður vallarins í kvöld. Valdimar lagði upp fyrsta markið og skoraði annað mark Víkinga. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Varnarleikur Vestra var eins og gatasigti. Víkingar komust oft mjög auðveldlega inn fyrir vörn gestanna og Víkingar hafa oft þurft að hafa meira fyrir fjórum mörkum heldur en þeir gerðu í kvöld. Dómarinn Helgi Mikael Jónasson dæmdi leik kvöldsins. Það reyndi lítið á Helga í kvöld sem komst vel frá sínu og hann hafði lítil áhfri á úrslit leiksins. Stemning og umgjörð Stemningin í Traðarlandinu var fín í kvöld. Stuðningsmenn Vestra voru margir sennilega ennþá í spennufalli eftir sigur í bikarúrslitum síðasta föstudag og mega nota bikarþynnku sem afsökun líkt og leikmenn liðsins. „Ætlum að vera á toppnum þegar deildin er búin“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var ánægður með 4-1 sigur gegn Vestra. „Spilamennskan var góð í kvöld. Við nýttum færin vel sem við fengum og vorum ánægðir með hvernig við stýrðum leiknum og við færðum boltann hratt. Það var margt í okkar leik sem virkaði vel og menn voru klárir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Sölvi ánægður með frammistöðu Víkings í kvöld. Víkingur byrjaði leikinn vel og komst snemma yfir og heimamenn bættu síðan við öðru marki skömmu seinna sem gerði út um leikinn. „Þú vilt ekki lenda undir á móti Vestra því það er erfitt að skora á þá. Við náðum svo sannarlega að brjóta þá í kvöld og hefðum átt að skora fleiri mörk. Það var vel gert hjá okkur.“ Sölvi viðurkenndi að aðstæður voru erfiðar fyrir Vestra í ljósi þess að liðið varð bikarmeistari síðasta föstudag. „Þetta var erfitt fyrir Vestra. Það er tilfinningaleg þynnka sem liðið er að ganga í gegnum núna. Það eru stórar stundir í þeirra sögu og við þekkjum þetta Víkingar og það er hægara sagt en gert að gíra sig í næstu leiki á eftir þegar maður er búinn að vinna bikar.“ Aðspurður út í framhaldið gaf Sölvi lítið fyrir að Víkingur hafi farið í efsta sæti deildarinnar um stutta stund en eru í öðru sæti eftir umferðina. „Við ætlum að vera á toppnum þegar deildin er búin. Það er stórleikur gegn Breiðabliki næst og við þurfum að vera með góða frammistöðu og ná í góð úrslit þar,“ sagði Sölvi að lokum.
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn