„Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. ágúst 2025 20:46 Davíð Smára Lamude var svekktur eftir 4-1 tap gegn Víkingi Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur vann 4-1 sigur gegn Vestra á heimavelli. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var svekktur út í frammistöðu Vestra en viðurkenndi að sigur í bikarúrslitum síðasta föstudag hafi spilað inn í. „Það sáu það allir að Vestra liðið var ólíkt sjálfum sér. Víkingar voru ekkert sérstakir og við gáfum þeim ódýr mörk og þar við situr. Það er auðvelt að benda á bikarþynnkuna en það er líka mjög eðlilegt þegar maður horfir á úrslit leiksins og við höfum ekki verið að tapa svona stórt í mjög langan tíma. Það voru fáir dagar á milli leikja sem er staðreynd en svona er þetta og við tökum því,“ sagði Davíð í viðtali eftir leik. Aðspurður út í hvort annað mark Víkinga hefði átt að standa sagði Davíð að það hafi verið algjört aukaatriði. „Það skipti engu máli í því sem gerðist hér í dag. Við töpuðum þessum leik við komumst aðeins inn í leikinn eftir markið sem við skoruðum en Víkingur skoraði strax í kjölfarið sem drap okkur alveg. Leikmennirnir voru bara að bíða eftir að leikurinn væri búinn sem ég vil ekki sjá.“ Vestri var 2-0 undir í hálfleik og útlitið svart. Davíð sagðist hafa reynt að styðja sína menn og blása í þá trú farandi inn í síðari hálfleik. „Maður reynir að sýna stuðning þegar maður finnur að leikmenn eru ekki á deginum sínum og það var algjörlega þannig. Við reyndum að breyta liðinu í hálfleik og fá orku. Við fengum þrjú færi og skoruðum frábært mark sem við tökum út úr þessu. Birkir Eydal er að koma úr mjög erfiðum meiðslum og það var gaman að sjá hann í dag.“ Næsti leikur Vestra er gegn KR á sunnudaginn og Davíð vonaðist til þess að þessi leikur færi í ruslið og hans menn myndu spila töluvert betur í næsta leik. „Við munum gera allt í okkar valdi til þess að þessi leikur sé kominn í ruslið og það verður að vera þannig. Við tókum fund inn í klefa núna og í ruslið með þetta og áfram gakk. Við erum með óbragð í munninum eftir að við spiluðum við KR síðast,“ sagði Davíð Smári að lokum sem vildi ekki fara nánar út í síðasta leik Vestra gegn KR. Vestri Besta deild karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira
„Það sáu það allir að Vestra liðið var ólíkt sjálfum sér. Víkingar voru ekkert sérstakir og við gáfum þeim ódýr mörk og þar við situr. Það er auðvelt að benda á bikarþynnkuna en það er líka mjög eðlilegt þegar maður horfir á úrslit leiksins og við höfum ekki verið að tapa svona stórt í mjög langan tíma. Það voru fáir dagar á milli leikja sem er staðreynd en svona er þetta og við tökum því,“ sagði Davíð í viðtali eftir leik. Aðspurður út í hvort annað mark Víkinga hefði átt að standa sagði Davíð að það hafi verið algjört aukaatriði. „Það skipti engu máli í því sem gerðist hér í dag. Við töpuðum þessum leik við komumst aðeins inn í leikinn eftir markið sem við skoruðum en Víkingur skoraði strax í kjölfarið sem drap okkur alveg. Leikmennirnir voru bara að bíða eftir að leikurinn væri búinn sem ég vil ekki sjá.“ Vestri var 2-0 undir í hálfleik og útlitið svart. Davíð sagðist hafa reynt að styðja sína menn og blása í þá trú farandi inn í síðari hálfleik. „Maður reynir að sýna stuðning þegar maður finnur að leikmenn eru ekki á deginum sínum og það var algjörlega þannig. Við reyndum að breyta liðinu í hálfleik og fá orku. Við fengum þrjú færi og skoruðum frábært mark sem við tökum út úr þessu. Birkir Eydal er að koma úr mjög erfiðum meiðslum og það var gaman að sjá hann í dag.“ Næsti leikur Vestra er gegn KR á sunnudaginn og Davíð vonaðist til þess að þessi leikur færi í ruslið og hans menn myndu spila töluvert betur í næsta leik. „Við munum gera allt í okkar valdi til þess að þessi leikur sé kominn í ruslið og það verður að vera þannig. Við tókum fund inn í klefa núna og í ruslið með þetta og áfram gakk. Við erum með óbragð í munninum eftir að við spiluðum við KR síðast,“ sagði Davíð Smári að lokum sem vildi ekki fara nánar út í síðasta leik Vestra gegn KR.
Vestri Besta deild karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira