Sport

Reykja­víkur­mara­þonið í beinni á Vísi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Keppendur við ráslínuna í byrjun hlaups í fyrra.
Keppendur við ráslínuna í byrjun hlaups í fyrra. Vísir/Viktor Freyr

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 41. sinn á laugardag en aldrei hafa fleiri þátttakendur verið skráðir til leiks Hlaupið verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Vísi.

Fleiri en sextán þúsund hafa skráð sig í hlaupið, sem er skráningarmet, en fyrra met var 15.552 árið 2014. Fjögur þúsund hafa skráð sig í hálfmaraþon sem er nú fullbókað og er búist við að seljist upp í tíu kílómetra hlaupið. 

Þá hafa safnast yfir 208 milljónir til góðgerðarmála og því enn möguleiki á að 250 milljón króna metið frá því í fyrra verði slegið.

Veðurfræðingur spáir hægum vind á laugardagsmorgun en bæta mun í þegar líður á morguninn. Hitinn muni ná upp í fjórtán til fimmtán stig þegar best láti og sýnir spáin að þurrt verði allan daginn og ágætlega milt um kvöldið.

Vísir verður í beinni frá hlaupinu eins og áður segir en lýsendur verða Ingvar Örn „Byssan“ Ákason og Birna „MC Bibba“ Másdóttir.

Von er á mörgum öflugum hlaupurum. Þar á meðal keppir Andrea Kolbeinsdóttir í hálfmaraþoni kvenna en hún hefur tvisvar unnið hálfmaraþonið og á annan hraðasta tímann í sögu þess og Arnar Pétursson, sem hefur margoft unnið maraþonið, keppir í hálfmaraþoni í ár.


Tengdar fréttir

Svona verður dagskráin á Menningarnótt

Afmælishátíð Reykjavíkurborgar, Menningarnótt, verður haldin hátíðleg nú á laugardaginn. Gestir hátíðarinnar geta sótt um fjögur hundruð viðburði líkt og lúðrablástur, vöfflukaffi, söngsýningar, listsýningar og tónlistaratriði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×