Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2025 13:13 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir geta brugðið til beggja vona á fundi dagsins. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að fundur Volodomírs Selenskí Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag geti reynst þeim fyrrnefnda erfiður, að mati stjórnmálafræðings. Að loknum fundi þeirra tveggja munu Evrópuleiðtogar slást í hópinn, en þeir standa þétt við bak Selenskís. Trump birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði Selenskí hafa í hendi sér að binda enda á innrásarstríð Rússa. Þar að auki sagði hann engan möguleika á að Úkraína gæti fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu, en Úkraína hefur kallað eftir öryggistryggingum þegar samið verður um vopnahlé og frið. Selenskí birti stuttu síðar eigin færslu, þar sem hann þakkaði Trump fyrir boðið til Washington, og sagði Rússa verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu sjálfir. Forsetarnir tveir munu fyrst funda tveir saman, áður en þó nokkur fjöldi Evrópuleiðtoga mun bætast í hópinn. Ómöguleg krafa Stjórnmálafræðingur segir mega eiga von á erfiðum fundi fyrir Selenskí og aðra Evrópuleiðtoga. „Ef að satt reynist, að Trump sé að taka undir kröfur Pútíns um að Úkraína láti landsvæði af hendi sem Rússar hafa ekki tekið yfir þegar. Það eru kröfur sem er ekki hægt að verða við,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Mögulega sé krafan sett fram af hálfu Rússa til þess eins að sprengja upp viðræðurnar, svo ekki komist á friður. „En það stærsta sem gæti komið út úr þessu er að menn nái einhverri lendingu með það að Úkraína láti það vera að ganga í Nató, sem er mjög langsótt því Bandaríkjamenn eru alfarið á móti því, en fái í staðinn öryggistryggingu frá Bandaríkjunum, sem fæli í sér að það væri bandarísk friðargæslusveit á sléttum Úkraínu, sem tryggði það að Rússar héldu ekki árásum sínum áfram.“ Standa þétt við bak Úkraínumanna Viðvera Evrópuleiðtoga í Washington sé mikilvæg, sér í lagi í ljósi hálfgerðrar fyrirsátar sem Selenskí varð fyrir þegar hann heimsótti Hvíta húsið í febrúar, og var húðskammaður af Trump og varaforsetanum JD Vance. „Og líka hafa þeir verið að krefjast þess að eiga sæti við ákvarðanatökuborðið. Það er nokkuð góður árangur hjá Evrópuþjóðum að hafa náð að þétta raðirnar og tala einni röddu. Og ekki bara það, heldur er algjör samhljómur með stefnu úkraínskra stjórnvalda og öðrum ríkjum í Evrópu. Það styrkir stöðu Úkraínu verulega í samningaviðræðum við Trump og Pútín,“ segir Baldur. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fleiri fréttir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Sjá meira
Trump birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði Selenskí hafa í hendi sér að binda enda á innrásarstríð Rússa. Þar að auki sagði hann engan möguleika á að Úkraína gæti fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu, en Úkraína hefur kallað eftir öryggistryggingum þegar samið verður um vopnahlé og frið. Selenskí birti stuttu síðar eigin færslu, þar sem hann þakkaði Trump fyrir boðið til Washington, og sagði Rússa verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu sjálfir. Forsetarnir tveir munu fyrst funda tveir saman, áður en þó nokkur fjöldi Evrópuleiðtoga mun bætast í hópinn. Ómöguleg krafa Stjórnmálafræðingur segir mega eiga von á erfiðum fundi fyrir Selenskí og aðra Evrópuleiðtoga. „Ef að satt reynist, að Trump sé að taka undir kröfur Pútíns um að Úkraína láti landsvæði af hendi sem Rússar hafa ekki tekið yfir þegar. Það eru kröfur sem er ekki hægt að verða við,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Mögulega sé krafan sett fram af hálfu Rússa til þess eins að sprengja upp viðræðurnar, svo ekki komist á friður. „En það stærsta sem gæti komið út úr þessu er að menn nái einhverri lendingu með það að Úkraína láti það vera að ganga í Nató, sem er mjög langsótt því Bandaríkjamenn eru alfarið á móti því, en fái í staðinn öryggistryggingu frá Bandaríkjunum, sem fæli í sér að það væri bandarísk friðargæslusveit á sléttum Úkraínu, sem tryggði það að Rússar héldu ekki árásum sínum áfram.“ Standa þétt við bak Úkraínumanna Viðvera Evrópuleiðtoga í Washington sé mikilvæg, sér í lagi í ljósi hálfgerðrar fyrirsátar sem Selenskí varð fyrir þegar hann heimsótti Hvíta húsið í febrúar, og var húðskammaður af Trump og varaforsetanum JD Vance. „Og líka hafa þeir verið að krefjast þess að eiga sæti við ákvarðanatökuborðið. Það er nokkuð góður árangur hjá Evrópuþjóðum að hafa náð að þétta raðirnar og tala einni röddu. Og ekki bara það, heldur er algjör samhljómur með stefnu úkraínskra stjórnvalda og öðrum ríkjum í Evrópu. Það styrkir stöðu Úkraínu verulega í samningaviðræðum við Trump og Pútín,“ segir Baldur.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fleiri fréttir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Sjá meira