Sport

Dag­skráin í dag: Fyrsti risaleikur tíma­bilsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manchester United og Arsenal eigast við í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Manchester United og Arsenal eigast við í ensku úrvalsdeildinni í dag. Zohaib Alam - MUFC/Manchester United via Getty Images

Óhætt er að segja að það verði nóg um að vera á sportrásum Sýnar þennan sunnudaginn. Alls verður boðið upp á nítján útsendingar og ber þar hæst að nefna viðureign Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Sýn Sport

15:00 - Bein útsending frá viðureign Manchester United og Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

17:35 - Sunnudagsmessan fer yfir leiki fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

00:00 - Bears og Bills eigast við á undirbúningstímabili NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta.

Sýn Sport 2

12:40 - Chelsea tekur á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

15:25 - Sérstök útsending frá leik Manchester United og Arsenal þar sem fylgst er með helstu tölfræðiþáttum.

Sýn Sport 3

12:40 - Brentford heimsækir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni.

15:25 - Sérstök útsending frá leik Manchester United og Arsenal þar sem fylgst er með völdum leikmönnum.

Sýn Sport 4

10:00 - Bein útsending frá Danish Golf Championship.

20:00 - Bein útsending frá fjórða degi The Standard Portland Classic á LPGA mótaröðinni.

Sýn Sport Ísland

13:50 - Stjarnan tekur á móti Vestra í Bestu-deild karla í knattspyrnu.

16:50 - Afturelding og KA eigast við við Bestu-deild karla í knattspyrnu.

19:00 - FH sækir Íslandsmeistara Breiðabliks heim í Bestu-deild karla í knattspyrnu.

Sýn Sport Ísland 2

13:50 - ÍBV tekur á móti Val í Bestu-deild karla í knattspyrnu.

16:50 - ÍA og Víkingur eigast við við Bestu-deild karla í knattspyrnu.

Sýn Sport Viaplay

10:55 - Ipswich og Southampton eigast við í EFL Championship, ensku B-deildinni.

13:50 - Malmö tekur á móti AIK í sænska boltanum.

17:30 - Blue Jays og Rangers mætast í MLB-deildinni í hafnabolta.

23:00 - Mets og Mariners mætast í MLB-deildinni í hafnabolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×