Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Jón Þór Stefánsson skrifar 13. ágúst 2025 15:18 Héraðsdómur Reykjaness tók málið fyrir. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness vísaði á dögunum frá máli þar sem fjórmenningar voru ákærðir fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Málinu var vísað frá vegna tengsla lögreglumanns, sem var aðalrannsakandi málsins, við einstakling sem varð fyrir annarri þessara tveggja meintu árása. Annars vegar voru tveir fjórmenningana ákærðir fyrir að ráðast á mann við ótilgreinda verslun í febrúar 2023. Öðrum þeirra var gefið að sök að slá manninn með ítrekuðum höggum í höfuðið meðan hann reyndi að komast undan. Hinn var þá sagður hafa lyft manninum upp og kastað honum í jörðina og þar á eftir hafi sá fyrrnefndi sparkað í höfuð hans meðan hann lá í jörðinni. Hins vegar voru þrír þessara fjögurra sakborninga ákærðir fyrir að ráðast á annan mann á bílastæði í júlí þetta sama ár. Samkvæmt ákæru var sá sem varð fyrir árásinni í fremra farþegasæti bíls þegar hann hafi verið sleginn mörgum höggum í höfuð, meðal annars með glerflösku. Urðu áskynja þess að þeir væru tengdir Í úrskurði héraðsdóms segir að aðalmeðferð málsins hafi farið fram í lok júlí og staðið yfir í þrjá daga. Fyrstu tvo dagana hafi skýrslur verið teknar af öllum sakborningunum og öllum vitnum nema einu. Eftir annan daginn hafi verjandi eins sakborningsins ritað dómnum og öðrum sakflytjendum bréf þar sem hann sagði að verjendur hefðu orðið þess áskynja að aðalrannsakari málsins, sem hefði yfirheyrt sakborningana og vitni málsins, væri tengdur manninum sem mun hafa orðið fyrir síðari árásinni. Það hefur verið afmáð úr úrskurði héraðsdóms hvernig lögregluþjónninn og brotaþolinn tengjast nákvæmlega, en þó kemur fram að í laganna skilningi þeir séu skyldir að „öðrum lið til hliðar“. Það nær yfir nokkur víðtæk, en þó náin fjölskyldutengsl. Óheimilt að rannsaka málið Í kjölfarið fóru verjendurnir fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Saksóknari sagði í kjölfarið að hann hefði fengið þær upplýsingar frá umræddum lögregluþjóni að hann hefði upplýst yfirmann sinn um tengslin og þá sagðist hann jafnframt ekki hafa tekið skýrslu af manninum sem hann tengdist. Dómurinn tók undir með sakborningunum að lögregluþjóninum hefði verið óheimilt fyrir lögregluþjóninn að rannsaka meinta líkamsárás, jafnvel þó hann hafi upplýst yfirmann sinn um tengslin. Hann ákvað því að vísa seinni ákærunni frá dómi, og líka þeirri fyrri vegna mikilla tengsla málanna tveggja. Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Annars vegar voru tveir fjórmenningana ákærðir fyrir að ráðast á mann við ótilgreinda verslun í febrúar 2023. Öðrum þeirra var gefið að sök að slá manninn með ítrekuðum höggum í höfuðið meðan hann reyndi að komast undan. Hinn var þá sagður hafa lyft manninum upp og kastað honum í jörðina og þar á eftir hafi sá fyrrnefndi sparkað í höfuð hans meðan hann lá í jörðinni. Hins vegar voru þrír þessara fjögurra sakborninga ákærðir fyrir að ráðast á annan mann á bílastæði í júlí þetta sama ár. Samkvæmt ákæru var sá sem varð fyrir árásinni í fremra farþegasæti bíls þegar hann hafi verið sleginn mörgum höggum í höfuð, meðal annars með glerflösku. Urðu áskynja þess að þeir væru tengdir Í úrskurði héraðsdóms segir að aðalmeðferð málsins hafi farið fram í lok júlí og staðið yfir í þrjá daga. Fyrstu tvo dagana hafi skýrslur verið teknar af öllum sakborningunum og öllum vitnum nema einu. Eftir annan daginn hafi verjandi eins sakborningsins ritað dómnum og öðrum sakflytjendum bréf þar sem hann sagði að verjendur hefðu orðið þess áskynja að aðalrannsakari málsins, sem hefði yfirheyrt sakborningana og vitni málsins, væri tengdur manninum sem mun hafa orðið fyrir síðari árásinni. Það hefur verið afmáð úr úrskurði héraðsdóms hvernig lögregluþjónninn og brotaþolinn tengjast nákvæmlega, en þó kemur fram að í laganna skilningi þeir séu skyldir að „öðrum lið til hliðar“. Það nær yfir nokkur víðtæk, en þó náin fjölskyldutengsl. Óheimilt að rannsaka málið Í kjölfarið fóru verjendurnir fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Saksóknari sagði í kjölfarið að hann hefði fengið þær upplýsingar frá umræddum lögregluþjóni að hann hefði upplýst yfirmann sinn um tengslin og þá sagðist hann jafnframt ekki hafa tekið skýrslu af manninum sem hann tengdist. Dómurinn tók undir með sakborningunum að lögregluþjóninum hefði verið óheimilt fyrir lögregluþjóninn að rannsaka meinta líkamsárás, jafnvel þó hann hafi upplýst yfirmann sinn um tengslin. Hann ákvað því að vísa seinni ákærunni frá dómi, og líka þeirri fyrri vegna mikilla tengsla málanna tveggja.
Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira