Annar leikarinn sem styttir sér aldur eftir ölvunarakstur Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. ágúst 2025 11:45 Bæði Song Young-kyu og Kim Sae-Ron styttu sér bæði aldur eftir að hafa hlotið gríðarlega gagnrýni í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Getty Suður-kóreski leikarinn Song Young-kyu fannst látinn í bíl sínum eftir sjálfsvíg á mánudag. Song er annar leikarinn í Suður-Kóreu sem hefur stytt sér aldur á árinu eftir að hafa lent í fjölmiðlafári vegna ölvunaraksturs. Suður-kóreskir fjölmiðlar greina frá andlátinu. Hinn 55 ára Song Young-kyu fannst látinn að morgni mánudags inni í bíl í Cheoin-gu-hverfi í borginni Yongin sem er á stórborgarsvæði höfuðborgarinnar Seoul. Lögregla segir engan grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Song hóf leiklistarferill sinn á sviði árið 1994, færði sig yfir í bíó og sjónvarp árið 2010 og hefur síðan þá leikið í fjölda sjónvarpssería. Young-kyu var landsþekktur innan Suður-Kóreu og lék meðal annars í tekjuhæstu kóresku mynd allra tíma, grínmyndinni Extreme Job. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Fjölmiðlaumfjöllun og hatrömm samfélagsmiðlaumræða Fyrr í sumar ók Song ölvaður undir stýri í borginni og var í kjölfarið sviptur ökuréttindum. Í kjölfarið hætti Song í uppsetningu á „Shakespeare in Love“ og voru hlutverk hans í tveimur sjónvarpsþáttaseríum, The Defects og The Winning Try, jafnframt minnkuð. Skyndilegt andlát Song er viðbót í stærri umræðu um geðheilbrigði í Suður-Kóreu og áhrif fjölmiðlaumfjöllunar á fólk í sviðsljósinu. Hin 24 ára Kim Sae-ron stytti sér aldur eftir að leiklistarferill hrundi í kjölfar þess að hún var tekin fyrir ölvunarakstur árið 2022. Í tilfellum beggja leikara varð mikil fjölmiðlaumfjöllun í kringum brotin og í kjölfarið hatrömm samfélagsmiðlaumræða. Talið er að því hafi fylgt mikil skömm fyrir leikarana tvo. Suður-Kórea Geðheilbrigði Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Sjá meira
Suður-kóreskir fjölmiðlar greina frá andlátinu. Hinn 55 ára Song Young-kyu fannst látinn að morgni mánudags inni í bíl í Cheoin-gu-hverfi í borginni Yongin sem er á stórborgarsvæði höfuðborgarinnar Seoul. Lögregla segir engan grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Song hóf leiklistarferill sinn á sviði árið 1994, færði sig yfir í bíó og sjónvarp árið 2010 og hefur síðan þá leikið í fjölda sjónvarpssería. Young-kyu var landsþekktur innan Suður-Kóreu og lék meðal annars í tekjuhæstu kóresku mynd allra tíma, grínmyndinni Extreme Job. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Fjölmiðlaumfjöllun og hatrömm samfélagsmiðlaumræða Fyrr í sumar ók Song ölvaður undir stýri í borginni og var í kjölfarið sviptur ökuréttindum. Í kjölfarið hætti Song í uppsetningu á „Shakespeare in Love“ og voru hlutverk hans í tveimur sjónvarpsþáttaseríum, The Defects og The Winning Try, jafnframt minnkuð. Skyndilegt andlát Song er viðbót í stærri umræðu um geðheilbrigði í Suður-Kóreu og áhrif fjölmiðlaumfjöllunar á fólk í sviðsljósinu. Hin 24 ára Kim Sae-ron stytti sér aldur eftir að leiklistarferill hrundi í kjölfar þess að hún var tekin fyrir ölvunarakstur árið 2022. Í tilfellum beggja leikara varð mikil fjölmiðlaumfjöllun í kringum brotin og í kjölfarið hatrömm samfélagsmiðlaumræða. Talið er að því hafi fylgt mikil skömm fyrir leikarana tvo.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fó lki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og símann hjá Pieta-samtökunum, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Suður-Kórea Geðheilbrigði Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Sjá meira