Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2025 13:15 ÍBV vann dramatískan sigur í Þjóðhátíðarleiknum gegn KR. vísir ÍBV tók á móti KR og fagnaði dramatískum 2-1 sigri í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. Jafnt var alveg fram að lokamínútu venjulegs leiktíma en fyrirliði ÍBV sá til þess að þeir geti fagnað grimmt í Herjólfsdalnum í kvöld. Vicente Valor skoraði mark ÍBV úr vítaspyrnu, gegn sínum gömlu félögum, eftir að Finnur Tómas braut á Sverri Páli í vítateignum. Amin Cosic skoraði svo jöfnunarmark KR, sitt fyrsta fyrir félagið, eftir góðan undirbúning Arons Sigurðarsonar. ÍBV var hættulegri aðilinn í seinni hálfleik og stöngin bjargaði KR í tvígang áður en Alex Freyr setti sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma. Eyjamenn fóru því með sigur af hólmi og munu eflaust fagna vel í Herjólfsdalnum í kvöld á meðan KR heldur heim í Herjólfi. ÍBV stekkur upp í sjöunda sætið með þessum sigri en pakkinn er þéttur í neðri hluta deildarinnar og stutt er í næsta lið fyrir ofan og neðan. KR situr áfram í ellefta, næstneðsta sæti deildarinnar. Eins og sjá má voru Eyjamenn ekki lengi að svolgra sigrinum niður með einum svellköldum.skjáskot Atvik leiksins Dauðafærið sem Oliver Heiðarsson fékk á 76. mínútu var eitt af stærstu atvikum leiksins. Hann var kominn einn á móti Halldóri Snæ, markverði KR, en skotið hans fór framhjá markinu. Stjörnur og skúrkar Hermann Þór Ragnarsson og Oliver Heiðarsson fengu góð færi sem þeir hefðu mátt nýta betur. Hetja ÍBV, Alex Freyr Hilmarsson tryggði sigurinn á lokamínútunni. Halldór Snær, markvörður KR átti nokkrar glæsilegar vörslur og héldu KR inni í leiknum. Stemning og umgjörð Full stúka í vonskuveðri í Vestmannaeyjum en stemningin var virkilega góð og vel heyrðist í stuðningsmönnum. Dómarar Twana Khalid Ahmed var á flautunni, ekkert út á hann að setja í leiknum í dag. Besta deild karla ÍBV KR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin. 2. ágúst 2025 16:49 „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ „Vá, þessi dagur hefur allt“ sagði fyrirliði og hetja ÍBV með hásri röddu. Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn KR í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. 2. ágúst 2025 16:13
ÍBV tók á móti KR og fagnaði dramatískum 2-1 sigri í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. Jafnt var alveg fram að lokamínútu venjulegs leiktíma en fyrirliði ÍBV sá til þess að þeir geti fagnað grimmt í Herjólfsdalnum í kvöld. Vicente Valor skoraði mark ÍBV úr vítaspyrnu, gegn sínum gömlu félögum, eftir að Finnur Tómas braut á Sverri Páli í vítateignum. Amin Cosic skoraði svo jöfnunarmark KR, sitt fyrsta fyrir félagið, eftir góðan undirbúning Arons Sigurðarsonar. ÍBV var hættulegri aðilinn í seinni hálfleik og stöngin bjargaði KR í tvígang áður en Alex Freyr setti sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma. Eyjamenn fóru því með sigur af hólmi og munu eflaust fagna vel í Herjólfsdalnum í kvöld á meðan KR heldur heim í Herjólfi. ÍBV stekkur upp í sjöunda sætið með þessum sigri en pakkinn er þéttur í neðri hluta deildarinnar og stutt er í næsta lið fyrir ofan og neðan. KR situr áfram í ellefta, næstneðsta sæti deildarinnar. Eins og sjá má voru Eyjamenn ekki lengi að svolgra sigrinum niður með einum svellköldum.skjáskot Atvik leiksins Dauðafærið sem Oliver Heiðarsson fékk á 76. mínútu var eitt af stærstu atvikum leiksins. Hann var kominn einn á móti Halldóri Snæ, markverði KR, en skotið hans fór framhjá markinu. Stjörnur og skúrkar Hermann Þór Ragnarsson og Oliver Heiðarsson fengu góð færi sem þeir hefðu mátt nýta betur. Hetja ÍBV, Alex Freyr Hilmarsson tryggði sigurinn á lokamínútunni. Halldór Snær, markvörður KR átti nokkrar glæsilegar vörslur og héldu KR inni í leiknum. Stemning og umgjörð Full stúka í vonskuveðri í Vestmannaeyjum en stemningin var virkilega góð og vel heyrðist í stuðningsmönnum. Dómarar Twana Khalid Ahmed var á flautunni, ekkert út á hann að setja í leiknum í dag.
Besta deild karla ÍBV KR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin. 2. ágúst 2025 16:49 „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ „Vá, þessi dagur hefur allt“ sagði fyrirliði og hetja ÍBV með hásri röddu. Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn KR í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. 2. ágúst 2025 16:13
„Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin. 2. ágúst 2025 16:49
„Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ „Vá, þessi dagur hefur allt“ sagði fyrirliði og hetja ÍBV með hásri röddu. Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn KR í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. 2. ágúst 2025 16:13