Fyrstu peningaverðlaunin á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2025 10:31 Bergrós Björnsdóttir fagnar góðum árangri í einni af greinunum í Finnlandi. @bergrosbjornsdottir Íslenska CrossFit konan Bergrós Björnsdóttir náði flottum árangri á CrossFit móti í Finnlandi um helgina. Bergrós endaði í þriðja sæti á Turku Tuomiopäiva mótinu og vann sér inn þúsund evrur í verðlaunafé. Íslenski hópurinn á mótinu í Finnlandi. Haraldur Holgersson, Steinunn Anna Svansdóttir og Bergrós Björnsdóttir.@eggertolafs Þetta eru fyrstu peningaverðlaunin hjá hinni átján ára Bergrós sem er á fyrsta ári í fullorðinsflokki. Þúsund evrur eru um 142 þúsund íslenskar krónur. Bergrós endaði mótið með 650 stig. Hún var 55 stigum á eftir sigurvegaranum, sem var Belginn Van Arnhem Jasmien. Það munaði síðan aðeins tíu stigum á Bergrós og Eistanum Andra Moistus sem varð önnur. Bergrós varð í fjórða sætinu fyrir lokagreinina en vann sig inn á verðlaunapallinn með því að ná í 85 stig. Hún endaði með 25 stigum meira en heimakonan Ida Kontkanen sem varð fjórða. Bergrós náði ekki að vinna grein en varð önnur í tveimur greinum og meðal fimm efstu í sex af átta greinum. Reynsluleysið sást því ekki í keppninni sjálfri en kom aðeins í ljós á verðlaunapallinum þegar átti að opna og fagna með kampavínflösku. Vonandi bara fyrsta verðlaunaflaskan af mörgum. Ísland átti fleiri keppendur á móti því Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir varð í fimmta sæti með 610 stig eða fjörutíu stigum minna en Bergrós. Steinunn Anna sýndi mikinn andlegan og styrk og þrautseigju með því að klára mótið svona vel því hún meiddist illa á ökkla fjórum vikum fyrir keppni. Haraldur Holgersson varð síðan í fimmta sæti hjá körlunum. Hann fékk 595 stig og var 110 stigum á eftir sigurvegaranum og hundrað stigum frá verðlaunasæti. View this post on Instagram A post shared by Turku Tuomiopäivä (@turkutuomiopaiva) CrossFit Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Sjá meira
Bergrós endaði í þriðja sæti á Turku Tuomiopäiva mótinu og vann sér inn þúsund evrur í verðlaunafé. Íslenski hópurinn á mótinu í Finnlandi. Haraldur Holgersson, Steinunn Anna Svansdóttir og Bergrós Björnsdóttir.@eggertolafs Þetta eru fyrstu peningaverðlaunin hjá hinni átján ára Bergrós sem er á fyrsta ári í fullorðinsflokki. Þúsund evrur eru um 142 þúsund íslenskar krónur. Bergrós endaði mótið með 650 stig. Hún var 55 stigum á eftir sigurvegaranum, sem var Belginn Van Arnhem Jasmien. Það munaði síðan aðeins tíu stigum á Bergrós og Eistanum Andra Moistus sem varð önnur. Bergrós varð í fjórða sætinu fyrir lokagreinina en vann sig inn á verðlaunapallinn með því að ná í 85 stig. Hún endaði með 25 stigum meira en heimakonan Ida Kontkanen sem varð fjórða. Bergrós náði ekki að vinna grein en varð önnur í tveimur greinum og meðal fimm efstu í sex af átta greinum. Reynsluleysið sást því ekki í keppninni sjálfri en kom aðeins í ljós á verðlaunapallinum þegar átti að opna og fagna með kampavínflösku. Vonandi bara fyrsta verðlaunaflaskan af mörgum. Ísland átti fleiri keppendur á móti því Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir varð í fimmta sæti með 610 stig eða fjörutíu stigum minna en Bergrós. Steinunn Anna sýndi mikinn andlegan og styrk og þrautseigju með því að klára mótið svona vel því hún meiddist illa á ökkla fjórum vikum fyrir keppni. Haraldur Holgersson varð síðan í fimmta sæti hjá körlunum. Hann fékk 595 stig og var 110 stigum á eftir sigurvegaranum og hundrað stigum frá verðlaunasæti. View this post on Instagram A post shared by Turku Tuomiopäivä (@turkutuomiopaiva)
CrossFit Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti