Fyrstu peningaverðlaunin á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2025 10:31 Bergrós Björnsdóttir fagnar góðum árangri í einni af greinunum í Finnlandi. @bergrosbjornsdottir Íslenska CrossFit konan Bergrós Björnsdóttir náði flottum árangri á CrossFit móti í Finnlandi um helgina. Bergrós endaði í þriðja sæti á Turku Tuomiopäiva mótinu og vann sér inn þúsund evrur í verðlaunafé. Íslenski hópurinn á mótinu í Finnlandi. Haraldur Holgersson, Steinunn Anna Svansdóttir og Bergrós Björnsdóttir.@eggertolafs Þetta eru fyrstu peningaverðlaunin hjá hinni átján ára Bergrós sem er á fyrsta ári í fullorðinsflokki. Þúsund evrur eru um 142 þúsund íslenskar krónur. Bergrós endaði mótið með 650 stig. Hún var 55 stigum á eftir sigurvegaranum, sem var Belginn Van Arnhem Jasmien. Það munaði síðan aðeins tíu stigum á Bergrós og Eistanum Andra Moistus sem varð önnur. Bergrós varð í fjórða sætinu fyrir lokagreinina en vann sig inn á verðlaunapallinn með því að ná í 85 stig. Hún endaði með 25 stigum meira en heimakonan Ida Kontkanen sem varð fjórða. Bergrós náði ekki að vinna grein en varð önnur í tveimur greinum og meðal fimm efstu í sex af átta greinum. Reynsluleysið sást því ekki í keppninni sjálfri en kom aðeins í ljós á verðlaunapallinum þegar átti að opna og fagna með kampavínflösku. Vonandi bara fyrsta verðlaunaflaskan af mörgum. Ísland átti fleiri keppendur á móti því Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir varð í fimmta sæti með 610 stig eða fjörutíu stigum minna en Bergrós. Steinunn Anna sýndi mikinn andlegan og styrk og þrautseigju með því að klára mótið svona vel því hún meiddist illa á ökkla fjórum vikum fyrir keppni. Haraldur Holgersson varð síðan í fimmta sæti hjá körlunum. Hann fékk 595 stig og var 110 stigum á eftir sigurvegaranum og hundrað stigum frá verðlaunasæti. View this post on Instagram A post shared by Turku Tuomiopäivä (@turkutuomiopaiva) CrossFit Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Fram - Haukar | Hörkuleikur á heimavelli meistaranna Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Sjá meira
Bergrós endaði í þriðja sæti á Turku Tuomiopäiva mótinu og vann sér inn þúsund evrur í verðlaunafé. Íslenski hópurinn á mótinu í Finnlandi. Haraldur Holgersson, Steinunn Anna Svansdóttir og Bergrós Björnsdóttir.@eggertolafs Þetta eru fyrstu peningaverðlaunin hjá hinni átján ára Bergrós sem er á fyrsta ári í fullorðinsflokki. Þúsund evrur eru um 142 þúsund íslenskar krónur. Bergrós endaði mótið með 650 stig. Hún var 55 stigum á eftir sigurvegaranum, sem var Belginn Van Arnhem Jasmien. Það munaði síðan aðeins tíu stigum á Bergrós og Eistanum Andra Moistus sem varð önnur. Bergrós varð í fjórða sætinu fyrir lokagreinina en vann sig inn á verðlaunapallinn með því að ná í 85 stig. Hún endaði með 25 stigum meira en heimakonan Ida Kontkanen sem varð fjórða. Bergrós náði ekki að vinna grein en varð önnur í tveimur greinum og meðal fimm efstu í sex af átta greinum. Reynsluleysið sást því ekki í keppninni sjálfri en kom aðeins í ljós á verðlaunapallinum þegar átti að opna og fagna með kampavínflösku. Vonandi bara fyrsta verðlaunaflaskan af mörgum. Ísland átti fleiri keppendur á móti því Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir varð í fimmta sæti með 610 stig eða fjörutíu stigum minna en Bergrós. Steinunn Anna sýndi mikinn andlegan og styrk og þrautseigju með því að klára mótið svona vel því hún meiddist illa á ökkla fjórum vikum fyrir keppni. Haraldur Holgersson varð síðan í fimmta sæti hjá körlunum. Hann fékk 595 stig og var 110 stigum á eftir sigurvegaranum og hundrað stigum frá verðlaunasæti. View this post on Instagram A post shared by Turku Tuomiopäivä (@turkutuomiopaiva)
CrossFit Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Fram - Haukar | Hörkuleikur á heimavelli meistaranna Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Sjá meira