Fyrstu peningaverðlaunin á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2025 10:31 Bergrós Björnsdóttir fagnar góðum árangri í einni af greinunum í Finnlandi. @bergrosbjornsdottir Íslenska CrossFit konan Bergrós Björnsdóttir náði flottum árangri á CrossFit móti í Finnlandi um helgina. Bergrós endaði í þriðja sæti á Turku Tuomiopäiva mótinu og vann sér inn þúsund evrur í verðlaunafé. Íslenski hópurinn á mótinu í Finnlandi. Haraldur Holgersson, Steinunn Anna Svansdóttir og Bergrós Björnsdóttir.@eggertolafs Þetta eru fyrstu peningaverðlaunin hjá hinni átján ára Bergrós sem er á fyrsta ári í fullorðinsflokki. Þúsund evrur eru um 142 þúsund íslenskar krónur. Bergrós endaði mótið með 650 stig. Hún var 55 stigum á eftir sigurvegaranum, sem var Belginn Van Arnhem Jasmien. Það munaði síðan aðeins tíu stigum á Bergrós og Eistanum Andra Moistus sem varð önnur. Bergrós varð í fjórða sætinu fyrir lokagreinina en vann sig inn á verðlaunapallinn með því að ná í 85 stig. Hún endaði með 25 stigum meira en heimakonan Ida Kontkanen sem varð fjórða. Bergrós náði ekki að vinna grein en varð önnur í tveimur greinum og meðal fimm efstu í sex af átta greinum. Reynsluleysið sást því ekki í keppninni sjálfri en kom aðeins í ljós á verðlaunapallinum þegar átti að opna og fagna með kampavínflösku. Vonandi bara fyrsta verðlaunaflaskan af mörgum. Ísland átti fleiri keppendur á móti því Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir varð í fimmta sæti með 610 stig eða fjörutíu stigum minna en Bergrós. Steinunn Anna sýndi mikinn andlegan og styrk og þrautseigju með því að klára mótið svona vel því hún meiddist illa á ökkla fjórum vikum fyrir keppni. Haraldur Holgersson varð síðan í fimmta sæti hjá körlunum. Hann fékk 595 stig og var 110 stigum á eftir sigurvegaranum og hundrað stigum frá verðlaunasæti. View this post on Instagram A post shared by Turku Tuomiopäivä (@turkutuomiopaiva) CrossFit Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Sjá meira
Bergrós endaði í þriðja sæti á Turku Tuomiopäiva mótinu og vann sér inn þúsund evrur í verðlaunafé. Íslenski hópurinn á mótinu í Finnlandi. Haraldur Holgersson, Steinunn Anna Svansdóttir og Bergrós Björnsdóttir.@eggertolafs Þetta eru fyrstu peningaverðlaunin hjá hinni átján ára Bergrós sem er á fyrsta ári í fullorðinsflokki. Þúsund evrur eru um 142 þúsund íslenskar krónur. Bergrós endaði mótið með 650 stig. Hún var 55 stigum á eftir sigurvegaranum, sem var Belginn Van Arnhem Jasmien. Það munaði síðan aðeins tíu stigum á Bergrós og Eistanum Andra Moistus sem varð önnur. Bergrós varð í fjórða sætinu fyrir lokagreinina en vann sig inn á verðlaunapallinn með því að ná í 85 stig. Hún endaði með 25 stigum meira en heimakonan Ida Kontkanen sem varð fjórða. Bergrós náði ekki að vinna grein en varð önnur í tveimur greinum og meðal fimm efstu í sex af átta greinum. Reynsluleysið sást því ekki í keppninni sjálfri en kom aðeins í ljós á verðlaunapallinum þegar átti að opna og fagna með kampavínflösku. Vonandi bara fyrsta verðlaunaflaskan af mörgum. Ísland átti fleiri keppendur á móti því Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir varð í fimmta sæti með 610 stig eða fjörutíu stigum minna en Bergrós. Steinunn Anna sýndi mikinn andlegan og styrk og þrautseigju með því að klára mótið svona vel því hún meiddist illa á ökkla fjórum vikum fyrir keppni. Haraldur Holgersson varð síðan í fimmta sæti hjá körlunum. Hann fékk 595 stig og var 110 stigum á eftir sigurvegaranum og hundrað stigum frá verðlaunasæti. View this post on Instagram A post shared by Turku Tuomiopäivä (@turkutuomiopaiva)
CrossFit Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Sjá meira