Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 19. júní 2025 19:01 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um. Stjórnvöld mega aldrei reisa stjórnsýslulegar hindranir að ósekju. Verkefni okkar er að setja skýrar og fyrirsjáanlegar reglur og tryggja snurðulausa framkvæmd þeirra. Þannig verjum við atvinnufrelsið og ýtum við undir vöxt og verðmætasköpun. Þann 6. júní síðastliðinn gerði ég breytingu á reglugerð um hollustuhætti og bætti inn ákvæði um að breyting á handhafa starfsleyfis krefjist ekki auglýsingar ef engar breytingar hafa orðið á starfsleyfisskilyrðum. Slíkt ákvæði var áður í reglugerð en hafði verið fellt brott í tíð fyrri ríkisstjórnar með tilheyrandi óþægindum fyrir rekstraraðila. Nú er ákvæðið aftur komið inn. Í dag steig ég stærra skref og undirritaði reglugerð þar sem starfsleyfisskyldu samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er létt af veitingastöðum. Framvegis verður slíkur atvinnurekstur einungis skráningarskyldur og fyrir vikið fellur krafan um fjögurra vikna auglýsingu og umsagnartíma brott. Ég tel að það hafi verið vanhugsað að setja slíka kvöð á veitingastaði. Nú heyrir hún sögunni til. Þessar einföldu reglugerðarbreytingar eru það sem við getum gert strax í mínu ráðuneyti til þess að létta á stjórnsýslu- og reglubyrði fyrirtækja í veitingarekstri og vinda hratt ofan af íþyngjandi kröfum sem ekki eiga sér málefnalegan grundvöll. Kjarni málsins er sá að viðeigandi reglur og viðeigandi kröfur verða að gilda um hverja tegund atvinnurekstrar fyrir sig. Frekari breytingar á regluverkinu eru til skoðunar og jafnframt vinnum við að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem lagðar verða fram í frumvarpi á næsta löggjafarþingi. Þá er ljóst að stjórnvöld þurfa að tryggja skilvirka framkvæmd reglna um skráningarskyldan atvinnurekstur og huga sérstaklega að samspili þeirra reglna og lagabálka sem um starfsemina gilda. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vinnur þessa dagana að því með Umhverfis- og orkustofnun og heilbrigðiseftirlitssvæðum að tryggja skjóta og farsæla innleiðingu á þeim breytingum sem nú taka gildi. Með léttingu regluverks erum við ekki að slaka á kröfum um heilbrigði, umhverfi eða öryggi heldur að útrýma óþarfa töfum í stjórnkerfinu og stíga skref í átt að sveigjanlegra regluverki fyrir fólk og fyrirtæki. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um. Stjórnvöld mega aldrei reisa stjórnsýslulegar hindranir að ósekju. Verkefni okkar er að setja skýrar og fyrirsjáanlegar reglur og tryggja snurðulausa framkvæmd þeirra. Þannig verjum við atvinnufrelsið og ýtum við undir vöxt og verðmætasköpun. Þann 6. júní síðastliðinn gerði ég breytingu á reglugerð um hollustuhætti og bætti inn ákvæði um að breyting á handhafa starfsleyfis krefjist ekki auglýsingar ef engar breytingar hafa orðið á starfsleyfisskilyrðum. Slíkt ákvæði var áður í reglugerð en hafði verið fellt brott í tíð fyrri ríkisstjórnar með tilheyrandi óþægindum fyrir rekstraraðila. Nú er ákvæðið aftur komið inn. Í dag steig ég stærra skref og undirritaði reglugerð þar sem starfsleyfisskyldu samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er létt af veitingastöðum. Framvegis verður slíkur atvinnurekstur einungis skráningarskyldur og fyrir vikið fellur krafan um fjögurra vikna auglýsingu og umsagnartíma brott. Ég tel að það hafi verið vanhugsað að setja slíka kvöð á veitingastaði. Nú heyrir hún sögunni til. Þessar einföldu reglugerðarbreytingar eru það sem við getum gert strax í mínu ráðuneyti til þess að létta á stjórnsýslu- og reglubyrði fyrirtækja í veitingarekstri og vinda hratt ofan af íþyngjandi kröfum sem ekki eiga sér málefnalegan grundvöll. Kjarni málsins er sá að viðeigandi reglur og viðeigandi kröfur verða að gilda um hverja tegund atvinnurekstrar fyrir sig. Frekari breytingar á regluverkinu eru til skoðunar og jafnframt vinnum við að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem lagðar verða fram í frumvarpi á næsta löggjafarþingi. Þá er ljóst að stjórnvöld þurfa að tryggja skilvirka framkvæmd reglna um skráningarskyldan atvinnurekstur og huga sérstaklega að samspili þeirra reglna og lagabálka sem um starfsemina gilda. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vinnur þessa dagana að því með Umhverfis- og orkustofnun og heilbrigðiseftirlitssvæðum að tryggja skjóta og farsæla innleiðingu á þeim breytingum sem nú taka gildi. Með léttingu regluverks erum við ekki að slaka á kröfum um heilbrigði, umhverfi eða öryggi heldur að útrýma óþarfa töfum í stjórnkerfinu og stíga skref í átt að sveigjanlegra regluverki fyrir fólk og fyrirtæki. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun