Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 19. júní 2025 19:01 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um. Stjórnvöld mega aldrei reisa stjórnsýslulegar hindranir að ósekju. Verkefni okkar er að setja skýrar og fyrirsjáanlegar reglur og tryggja snurðulausa framkvæmd þeirra. Þannig verjum við atvinnufrelsið og ýtum við undir vöxt og verðmætasköpun. Þann 6. júní síðastliðinn gerði ég breytingu á reglugerð um hollustuhætti og bætti inn ákvæði um að breyting á handhafa starfsleyfis krefjist ekki auglýsingar ef engar breytingar hafa orðið á starfsleyfisskilyrðum. Slíkt ákvæði var áður í reglugerð en hafði verið fellt brott í tíð fyrri ríkisstjórnar með tilheyrandi óþægindum fyrir rekstraraðila. Nú er ákvæðið aftur komið inn. Í dag steig ég stærra skref og undirritaði reglugerð þar sem starfsleyfisskyldu samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er létt af veitingastöðum. Framvegis verður slíkur atvinnurekstur einungis skráningarskyldur og fyrir vikið fellur krafan um fjögurra vikna auglýsingu og umsagnartíma brott. Ég tel að það hafi verið vanhugsað að setja slíka kvöð á veitingastaði. Nú heyrir hún sögunni til. Þessar einföldu reglugerðarbreytingar eru það sem við getum gert strax í mínu ráðuneyti til þess að létta á stjórnsýslu- og reglubyrði fyrirtækja í veitingarekstri og vinda hratt ofan af íþyngjandi kröfum sem ekki eiga sér málefnalegan grundvöll. Kjarni málsins er sá að viðeigandi reglur og viðeigandi kröfur verða að gilda um hverja tegund atvinnurekstrar fyrir sig. Frekari breytingar á regluverkinu eru til skoðunar og jafnframt vinnum við að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem lagðar verða fram í frumvarpi á næsta löggjafarþingi. Þá er ljóst að stjórnvöld þurfa að tryggja skilvirka framkvæmd reglna um skráningarskyldan atvinnurekstur og huga sérstaklega að samspili þeirra reglna og lagabálka sem um starfsemina gilda. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vinnur þessa dagana að því með Umhverfis- og orkustofnun og heilbrigðiseftirlitssvæðum að tryggja skjóta og farsæla innleiðingu á þeim breytingum sem nú taka gildi. Með léttingu regluverks erum við ekki að slaka á kröfum um heilbrigði, umhverfi eða öryggi heldur að útrýma óþarfa töfum í stjórnkerfinu og stíga skref í átt að sveigjanlegra regluverki fyrir fólk og fyrirtæki. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um. Stjórnvöld mega aldrei reisa stjórnsýslulegar hindranir að ósekju. Verkefni okkar er að setja skýrar og fyrirsjáanlegar reglur og tryggja snurðulausa framkvæmd þeirra. Þannig verjum við atvinnufrelsið og ýtum við undir vöxt og verðmætasköpun. Þann 6. júní síðastliðinn gerði ég breytingu á reglugerð um hollustuhætti og bætti inn ákvæði um að breyting á handhafa starfsleyfis krefjist ekki auglýsingar ef engar breytingar hafa orðið á starfsleyfisskilyrðum. Slíkt ákvæði var áður í reglugerð en hafði verið fellt brott í tíð fyrri ríkisstjórnar með tilheyrandi óþægindum fyrir rekstraraðila. Nú er ákvæðið aftur komið inn. Í dag steig ég stærra skref og undirritaði reglugerð þar sem starfsleyfisskyldu samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er létt af veitingastöðum. Framvegis verður slíkur atvinnurekstur einungis skráningarskyldur og fyrir vikið fellur krafan um fjögurra vikna auglýsingu og umsagnartíma brott. Ég tel að það hafi verið vanhugsað að setja slíka kvöð á veitingastaði. Nú heyrir hún sögunni til. Þessar einföldu reglugerðarbreytingar eru það sem við getum gert strax í mínu ráðuneyti til þess að létta á stjórnsýslu- og reglubyrði fyrirtækja í veitingarekstri og vinda hratt ofan af íþyngjandi kröfum sem ekki eiga sér málefnalegan grundvöll. Kjarni málsins er sá að viðeigandi reglur og viðeigandi kröfur verða að gilda um hverja tegund atvinnurekstrar fyrir sig. Frekari breytingar á regluverkinu eru til skoðunar og jafnframt vinnum við að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem lagðar verða fram í frumvarpi á næsta löggjafarþingi. Þá er ljóst að stjórnvöld þurfa að tryggja skilvirka framkvæmd reglna um skráningarskyldan atvinnurekstur og huga sérstaklega að samspili þeirra reglna og lagabálka sem um starfsemina gilda. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vinnur þessa dagana að því með Umhverfis- og orkustofnun og heilbrigðiseftirlitssvæðum að tryggja skjóta og farsæla innleiðingu á þeim breytingum sem nú taka gildi. Með léttingu regluverks erum við ekki að slaka á kröfum um heilbrigði, umhverfi eða öryggi heldur að útrýma óþarfa töfum í stjórnkerfinu og stíga skref í átt að sveigjanlegra regluverki fyrir fólk og fyrirtæki. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun