„Þetta var allt eftir handriti“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. júní 2025 16:24 Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Fram vann 3-1 sigur gegn Stjörnunni í Úlfarsárdal. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn. Sömu sögu má segja um leikmenn Fram sem skvettu vatni á Óskar í tilefni sigursins. „Við kláruðum færin okkar vel. Við byrjuðum vel og eftir að við komumst yfir tók Stjarnan öll völd á leiknum en varnarleikurinn var öflugur og við náðum síðan að skora annað mark loksins þegar að við fengum færi. Síðan kom þriðja markið og þá datt botninn úr þessu en þær klóruðu í bakkann. Varnarleikurinn og hvernig við kláruðum færin okkar varð til þess að við unnum þennan leik,“ sagði Óskar Smári eftir leik. Óskar Smári var ánægður með Elaina Carmen La Macchia, markvörð Fram, sem varði vel í fyrri hálfleik og svo kom annað mark frá heimakonum rétt fyrir hálfleik. „Það var ótrúlega mikilvægt að fá þetta annað mark og mér leið ekki vel einu marki yfir. Mér fannst þær alltaf líklegar til þess að skora í stöðunni 1-0 þær eru með gæði fram á við en allt sem kom á markið varði Elaina enda frábær markmaður svo bætti Murielle Tiernan við öðru marki og ég hélt að boltinn hefði ekki farið inn en boltinn lak inn og þetta var sérstakt mark.“ „Þetta voru einu tvö færin okkar í fyrri hálfleik. Við nýttum færin okkar vel og komumst á lagið með það. Varnarleikurinn var einnig góður og þetta tvennt skóp sigurinn í dag.“ Klippa: Óskar Smári fær vatnsgusu Eftir að Fram skoraði þriðja markið féll liðið til baka og fór að verja markið sem var hluti af leikskipulagi Óskars. „Við töluðum um það að ef við myndum ná þriðja markinu þá myndum við falla til baka sem við gerðum og þetta var allt eftir handriti.“ Fram er á miklu flugi og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. Aðspurður út í hversu langt Fram getur farið helltu leikmenn Fram vatni yfir Óskar Smára sem hafði gaman af. „Við getum farið á Hlíðarenda og unnið Val á sunnudaginn og það er það næsta sem við getum gert svo höldum við áfram eftir það,“ sagði Óskar Smári að lokum rennandi blautur. Fram Besta deild kvenna Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Sjá meira
„Við kláruðum færin okkar vel. Við byrjuðum vel og eftir að við komumst yfir tók Stjarnan öll völd á leiknum en varnarleikurinn var öflugur og við náðum síðan að skora annað mark loksins þegar að við fengum færi. Síðan kom þriðja markið og þá datt botninn úr þessu en þær klóruðu í bakkann. Varnarleikurinn og hvernig við kláruðum færin okkar varð til þess að við unnum þennan leik,“ sagði Óskar Smári eftir leik. Óskar Smári var ánægður með Elaina Carmen La Macchia, markvörð Fram, sem varði vel í fyrri hálfleik og svo kom annað mark frá heimakonum rétt fyrir hálfleik. „Það var ótrúlega mikilvægt að fá þetta annað mark og mér leið ekki vel einu marki yfir. Mér fannst þær alltaf líklegar til þess að skora í stöðunni 1-0 þær eru með gæði fram á við en allt sem kom á markið varði Elaina enda frábær markmaður svo bætti Murielle Tiernan við öðru marki og ég hélt að boltinn hefði ekki farið inn en boltinn lak inn og þetta var sérstakt mark.“ „Þetta voru einu tvö færin okkar í fyrri hálfleik. Við nýttum færin okkar vel og komumst á lagið með það. Varnarleikurinn var einnig góður og þetta tvennt skóp sigurinn í dag.“ Klippa: Óskar Smári fær vatnsgusu Eftir að Fram skoraði þriðja markið féll liðið til baka og fór að verja markið sem var hluti af leikskipulagi Óskars. „Við töluðum um það að ef við myndum ná þriðja markinu þá myndum við falla til baka sem við gerðum og þetta var allt eftir handriti.“ Fram er á miklu flugi og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. Aðspurður út í hversu langt Fram getur farið helltu leikmenn Fram vatni yfir Óskar Smára sem hafði gaman af. „Við getum farið á Hlíðarenda og unnið Val á sunnudaginn og það er það næsta sem við getum gert svo höldum við áfram eftir það,“ sagði Óskar Smári að lokum rennandi blautur.
Fram Besta deild kvenna Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Sjá meira