„Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. maí 2025 11:01 Ange Postecoglou stóð við stóru orðin sem hann lét falla í upphafi tímabils. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir það verða vonbrigði ef hann fær ekki að halda áfram þjálfun liðsins og byggja á árangrinum sem náðist í gærkvöldi. Evrópudeildartitillinn gæti nýst sem góður stökkpallur, þrátt fyrir tuttugu töp á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. „Hvað sem gerist, gerist. Við erum enn að reyna að byggja upp liðið. Ég hugsa hlutina til lengri tíma og vil byggja upp lið sem getur náð árangri á næstu fjórum, fimm, sex árum. Ég er þjálfari liðsins, en ákvörðunin er ekki í mínum höndum“ sagði Ange í viðtali við TNT eftir leik. "I don't feel like I've completed a job here" 👀Europa League winning manager Ange Postecoglou discusses the feeling of winning a major European trophy, his Spurs squad, and his immediate future with the club.🎙️ @lynseyhipgrave1 | 📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/LzBwQZYrYo— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 21, 2025 Ange sagðist vilja vera áfram hjá félaginu, honum fyndist verkinu ekki lokið, þrátt fyrir að hafa tryggt Tottenham fyrsta stóra titilinn síðan 2008. „Þegar ég tók við starfinu hafði ég aðeins eitt í huga, að vinna eitthvað. Við erum búnir að því og núna getum við byggt á því.“ Tottenham átti vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni og situr í sautjánda sætinu fyrir lokaumferðina. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ange hjá félaginu, en hann segir engan fund um sína framtíð á dagskrá Daniels Levy, stjórnarformanns félagsins. „Ég verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram, en það er ekki gagnrýni. Ég skil að það sé erfitt fyrir félagið að byggja á hugmyndafræði eins manns… Ég man þegar ég skrifaði undir þá sagði Daniel: Við reyndum að sækja sigurvegara [eins og Antonio Conte og Jose Mourinho], það gekk ekki en nú erum við með Ange, og félagi (e. mate), ég er sigurvegari.“ Ange hefur uppfyllt loforð sem hann gaf í upphafi tímabils, þegar hann sagðist alltaf vinna eitthvað á öðru tímabilinu sem stjóri. Fleira kom fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan, meðal annars talaði hann vel um leikmannahóp Tottenham og sagði ungu strákana sem „klifu fjallið“ í gærkvöldi vera tilbúna til að afreka enn stærri hluti. Þá segir hann fólk einbeita sér of mikið að skammtímaárangri. „Fólk sér tuttugu töp hjá okkur í deildinni, en missir af stærra samhenginu, því sem við erum að reyna að byggja. Kvöldið í kvöld gæti verið frábær stökkpallur fyrir þetta lið.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Sjá meira
„Hvað sem gerist, gerist. Við erum enn að reyna að byggja upp liðið. Ég hugsa hlutina til lengri tíma og vil byggja upp lið sem getur náð árangri á næstu fjórum, fimm, sex árum. Ég er þjálfari liðsins, en ákvörðunin er ekki í mínum höndum“ sagði Ange í viðtali við TNT eftir leik. "I don't feel like I've completed a job here" 👀Europa League winning manager Ange Postecoglou discusses the feeling of winning a major European trophy, his Spurs squad, and his immediate future with the club.🎙️ @lynseyhipgrave1 | 📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/LzBwQZYrYo— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 21, 2025 Ange sagðist vilja vera áfram hjá félaginu, honum fyndist verkinu ekki lokið, þrátt fyrir að hafa tryggt Tottenham fyrsta stóra titilinn síðan 2008. „Þegar ég tók við starfinu hafði ég aðeins eitt í huga, að vinna eitthvað. Við erum búnir að því og núna getum við byggt á því.“ Tottenham átti vonbrigðatímabil í ensku úrvalsdeildinni og situr í sautjánda sætinu fyrir lokaumferðina. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ange hjá félaginu, en hann segir engan fund um sína framtíð á dagskrá Daniels Levy, stjórnarformanns félagsins. „Ég verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram, en það er ekki gagnrýni. Ég skil að það sé erfitt fyrir félagið að byggja á hugmyndafræði eins manns… Ég man þegar ég skrifaði undir þá sagði Daniel: Við reyndum að sækja sigurvegara [eins og Antonio Conte og Jose Mourinho], það gekk ekki en nú erum við með Ange, og félagi (e. mate), ég er sigurvegari.“ Ange hefur uppfyllt loforð sem hann gaf í upphafi tímabils, þegar hann sagðist alltaf vinna eitthvað á öðru tímabilinu sem stjóri. Fleira kom fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan, meðal annars talaði hann vel um leikmannahóp Tottenham og sagði ungu strákana sem „klifu fjallið“ í gærkvöldi vera tilbúna til að afreka enn stærri hluti. Þá segir hann fólk einbeita sér of mikið að skammtímaárangri. „Fólk sér tuttugu töp hjá okkur í deildinni, en missir af stærra samhenginu, því sem við erum að reyna að byggja. Kvöldið í kvöld gæti verið frábær stökkpallur fyrir þetta lið.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Sjá meira