Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 11:48 Robert Shwartzman fagnar ráspólnum með Prema-liðinu á Indianapolis-brautinni í gær. AP/Michael Conroy Ísraelsk-rússneski ökuþórinn og nýliðinn Robert Shwartzman kom öllum að óvörum þegar hann náði ráspól fyrir Indianapolis 500-kappaksturinn í tímatökum í gær. Þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem Prema-lið hans tekur þátt í þessum stærsta kappakstri í heimi. Fáir áttu von á að Shwartzman og Prema blönduðu sér í baráttuna um ráspólinn jafnvel eftir að hann var á meðal tólf fljótustu ökumannanna af 34 sem komust áfram í annarri umferð tímatakanna í gær. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór hraðast þeirra sex fljótustu sem kepptust um ráspólinn í þriðju og síðustu umferðinni. Meðalhraði Shwartzman yfir fjóra hringi var 374,639 kílómetrar á klukkustund (232,790 mílur á klukkustund). Hann er á sínu fyrsta tímabili í Indycar-mótaröðinni og hafði aldrei áður ekið á sporöskjubraut (e. oval) áður en æfingar hófust á Indianapolis-brautinni í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 42 ár sem nýliði nær ráspól fyrir Indy 500 og fyrsta skipti í 41 ár frá því að lið nær þeim árangri í frumraun sinni í keppninni. Shwartzman ólst upp hjá Ferrari og stefndi á feril í Formúlu 1. Hann var varaökumaður liðsins frá 2021 þar til í lok síðasta tímabils. Þá söðlaði hann um að gekk til liðs við Prema, annað ítalskt lið, sem hóf þátttöku í Indycar-mótaröðinni í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur fram að þessu starfað í Evrópu, þar á meðal í Formúlu 2. Upphaflega keppti Shwartzman undir fána Rússlands en eftir að innrásin í Úkraínu hófst tók hann upp þann ísraelska. Hann verður fyrsti Ísraelinn sem keppir í Indy 500. Sterkasta liðið dæmt úr leik Tímatakan var dramatísk fyrir fleiri sakir. Enginn af þremur bílum Penske-liðsins, eins þess sterkasta í mótaröðinni og í Indianapolis sérstaklega, komst áfram í lokaumferð tímatakanna. Nýsjálendingurinn Scott McLaughlin lenti í hörðum árekstri í æfingum fyrir tímatökurnar og tók ekki þátt í gær en liðsfélagar hans, Josef Newgarden og Will Power voru báðir dæmdir úr leik eftir að keppnisstjórn ákvað að óleyfilegar breytingar hefðu verið gerðar á bílum þeirra rétt áður en tímatökurnar hófust. Newgarden vann keppnina í fyrra og árið á undan. Penske-ökumennirnir þrír ræstu saman úr fyrstu röð í kappakstrinum í fyrra. Þeir ræsa úr 10., 11. og 12. sæti í ár og eru enn taldir þeir sigurstranglegustu. Takuma Sato, japanski fyrrum F1-ökuþórinn, ræsir annar í kappakstrinum og Mexíkóinn Pato O'ward þriðji. Indy 500-kappaksturinn fer fram sunnudaginn 25. maí. Hann er stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er yfir einn dag í heimi en búist er við fleiri en þrjú hundruð þúsund manns á keppnisdegi. Akstursíþróttir Bandaríkin Ísrael Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira
Fáir áttu von á að Shwartzman og Prema blönduðu sér í baráttuna um ráspólinn jafnvel eftir að hann var á meðal tólf fljótustu ökumannanna af 34 sem komust áfram í annarri umferð tímatakanna í gær. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór hraðast þeirra sex fljótustu sem kepptust um ráspólinn í þriðju og síðustu umferðinni. Meðalhraði Shwartzman yfir fjóra hringi var 374,639 kílómetrar á klukkustund (232,790 mílur á klukkustund). Hann er á sínu fyrsta tímabili í Indycar-mótaröðinni og hafði aldrei áður ekið á sporöskjubraut (e. oval) áður en æfingar hófust á Indianapolis-brautinni í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 42 ár sem nýliði nær ráspól fyrir Indy 500 og fyrsta skipti í 41 ár frá því að lið nær þeim árangri í frumraun sinni í keppninni. Shwartzman ólst upp hjá Ferrari og stefndi á feril í Formúlu 1. Hann var varaökumaður liðsins frá 2021 þar til í lok síðasta tímabils. Þá söðlaði hann um að gekk til liðs við Prema, annað ítalskt lið, sem hóf þátttöku í Indycar-mótaröðinni í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur fram að þessu starfað í Evrópu, þar á meðal í Formúlu 2. Upphaflega keppti Shwartzman undir fána Rússlands en eftir að innrásin í Úkraínu hófst tók hann upp þann ísraelska. Hann verður fyrsti Ísraelinn sem keppir í Indy 500. Sterkasta liðið dæmt úr leik Tímatakan var dramatísk fyrir fleiri sakir. Enginn af þremur bílum Penske-liðsins, eins þess sterkasta í mótaröðinni og í Indianapolis sérstaklega, komst áfram í lokaumferð tímatakanna. Nýsjálendingurinn Scott McLaughlin lenti í hörðum árekstri í æfingum fyrir tímatökurnar og tók ekki þátt í gær en liðsfélagar hans, Josef Newgarden og Will Power voru báðir dæmdir úr leik eftir að keppnisstjórn ákvað að óleyfilegar breytingar hefðu verið gerðar á bílum þeirra rétt áður en tímatökurnar hófust. Newgarden vann keppnina í fyrra og árið á undan. Penske-ökumennirnir þrír ræstu saman úr fyrstu röð í kappakstrinum í fyrra. Þeir ræsa úr 10., 11. og 12. sæti í ár og eru enn taldir þeir sigurstranglegustu. Takuma Sato, japanski fyrrum F1-ökuþórinn, ræsir annar í kappakstrinum og Mexíkóinn Pato O'ward þriðji. Indy 500-kappaksturinn fer fram sunnudaginn 25. maí. Hann er stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er yfir einn dag í heimi en búist er við fleiri en þrjú hundruð þúsund manns á keppnisdegi.
Akstursíþróttir Bandaríkin Ísrael Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira