Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. maí 2025 07:00 Fimm eru í framboði til forseta ÍSÍ, stöðu sem núverandi stjórn vill gera að launuðu starfi. Í fyrsta sinn síðan 2006 verður forseti ÍSÍ ekki sjálfkjörinn og aldrei hafa jafn mörg framboð borist til embættisins, sem núverandi stjórn ÍSÍ stefnir á að gera að launuðu starfi. Lárus Blöndal sækist ekki eftir endurkjöri í ár en hann tók við forsetaembættinu árið 2013, þegar Ólafur Rafnsson féll frá fyrir aldur fram. Ólafur vann tveggja frambjóðenda kosningar árið 2006 en síðan þá hafa forsetar ÍSÍ verið sjálfkjörnir með lófaklappi. Nú verður því í fyrsta sinn í tæp tuttugu ár kosið um forseta ÍSÍ og framboðin hafa aldrei verið fleiri. Í mars síðastliðnum ákvað stjórn ÍSÍ að gera ráð fyrir launagreiðslum til forseta í þeirri fjárhagsáætlun sem lögð verður fyrir Íþróttaþingið, sem fer fram 16. og 17. maí næstkomandi. Forseti hefur hingað til gegnt hlutverkinu í sjálfboðastarfi en áætlað er að um sé að ræða vinnuframlag sem jafngildir a.m.k. 50 prósent starfshlutfalli. Laun tækju mið af þingfararkaupi, sem er rúm ein og hálf milljón króna á mánuði. Íþróttaþingið tekur endanlega ákvörðun um hvernig málum verður háttað en í fjárhagsáætluninni sem núverandi stjórn mun leggja fram fær forseti greitt fyrir sín störf. Framboðin fimm munu berjast um alls 146 atkvæði. Þingfulltrúar skiptast að mestu í tvo 72 manna hópa. Annar frá sérsamböndunum. Allt frá því minnsta, Keilusambandinu KLÍ sem fær einn fulltrúa, og yfir í það stærsta, Knattspyrnusambandið KSÍ sem fær sex fulltrúa. Hinn hópurinn er skipaður íþróttahéruðunum en þar er Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK með 16 fulltrúa og Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR með 19 fulltrúa í yfirburðarstöðu miðað við nítján sambönd sem eiga aðeins einn fulltrúa. Við þessa tvo hópa bætast svo tveir fulltrúar úr íþróttamannanefnd ÍSÍ. Sjá einnig: Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Frambjóðendurnir þurftu að skila inn stuðningsyfirlýsingu frá bæði héraðs- og sérsambandi. Valdimar Leó Friðriksson, meðstjórnandi í núverandi stjórn ÍSÍ og Olga Bjarnadóttir, annar varaforseti, voru bæði studd af minni samböndum sem þau hafa starfað náið með. Magnús Ragnarsson, var studdur af ÍBR, stærsta héraðssambandinu. Brynjar Karl Sigurðsson, frambjóðandi sem hefur farið háðulegum orðum um núverandi stjórn og býður sig fram gegn ríkjandi öflum sem hann líkir við mafíustarfsemi, var studdur af stærsta sérsambandinu, KSÍ. Sjá einnig: Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Brynjar hefur sjálfur hrifist af Willum Þór Þórssyni, ráðherra í ríkisstjórninni sem féll undir lok síðasta árs en hækkaði fjárframlög til afreksíþrótta rétt fyrir kosningar. Willum féll hins vegar af þingi og er í leit að nýju starfi, sem hefur hingað til verið sjálfboðastarf en núverandi stjórn ÍSÍ stefnir á að gera að launuðu starfi. Fjallað var um forsetakosningar ÍSÍ í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. ÍSÍ Tengdar fréttir Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Eftir að hafa verið forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í tólf ár hefur Lárus Blöndal ákveðið að stíga til hliðar. 26. febrúar 2025 19:54 Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Magnús Ragnarsson, formaður Tennissambands Íslands, hefur nú bæst í hóp þeirra sem sækjast eftir því að verða næsti forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. 25. apríl 2025 14:16 Valdimar verður með í forsetaslagnum Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hefur tilkynnt framboð til forseta ÍSÍ. 25. apríl 2025 10:25 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Sjá meira
Lárus Blöndal sækist ekki eftir endurkjöri í ár en hann tók við forsetaembættinu árið 2013, þegar Ólafur Rafnsson féll frá fyrir aldur fram. Ólafur vann tveggja frambjóðenda kosningar árið 2006 en síðan þá hafa forsetar ÍSÍ verið sjálfkjörnir með lófaklappi. Nú verður því í fyrsta sinn í tæp tuttugu ár kosið um forseta ÍSÍ og framboðin hafa aldrei verið fleiri. Í mars síðastliðnum ákvað stjórn ÍSÍ að gera ráð fyrir launagreiðslum til forseta í þeirri fjárhagsáætlun sem lögð verður fyrir Íþróttaþingið, sem fer fram 16. og 17. maí næstkomandi. Forseti hefur hingað til gegnt hlutverkinu í sjálfboðastarfi en áætlað er að um sé að ræða vinnuframlag sem jafngildir a.m.k. 50 prósent starfshlutfalli. Laun tækju mið af þingfararkaupi, sem er rúm ein og hálf milljón króna á mánuði. Íþróttaþingið tekur endanlega ákvörðun um hvernig málum verður háttað en í fjárhagsáætluninni sem núverandi stjórn mun leggja fram fær forseti greitt fyrir sín störf. Framboðin fimm munu berjast um alls 146 atkvæði. Þingfulltrúar skiptast að mestu í tvo 72 manna hópa. Annar frá sérsamböndunum. Allt frá því minnsta, Keilusambandinu KLÍ sem fær einn fulltrúa, og yfir í það stærsta, Knattspyrnusambandið KSÍ sem fær sex fulltrúa. Hinn hópurinn er skipaður íþróttahéruðunum en þar er Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK með 16 fulltrúa og Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR með 19 fulltrúa í yfirburðarstöðu miðað við nítján sambönd sem eiga aðeins einn fulltrúa. Við þessa tvo hópa bætast svo tveir fulltrúar úr íþróttamannanefnd ÍSÍ. Sjá einnig: Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Frambjóðendurnir þurftu að skila inn stuðningsyfirlýsingu frá bæði héraðs- og sérsambandi. Valdimar Leó Friðriksson, meðstjórnandi í núverandi stjórn ÍSÍ og Olga Bjarnadóttir, annar varaforseti, voru bæði studd af minni samböndum sem þau hafa starfað náið með. Magnús Ragnarsson, var studdur af ÍBR, stærsta héraðssambandinu. Brynjar Karl Sigurðsson, frambjóðandi sem hefur farið háðulegum orðum um núverandi stjórn og býður sig fram gegn ríkjandi öflum sem hann líkir við mafíustarfsemi, var studdur af stærsta sérsambandinu, KSÍ. Sjá einnig: Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Brynjar hefur sjálfur hrifist af Willum Þór Þórssyni, ráðherra í ríkisstjórninni sem féll undir lok síðasta árs en hækkaði fjárframlög til afreksíþrótta rétt fyrir kosningar. Willum féll hins vegar af þingi og er í leit að nýju starfi, sem hefur hingað til verið sjálfboðastarf en núverandi stjórn ÍSÍ stefnir á að gera að launuðu starfi. Fjallað var um forsetakosningar ÍSÍ í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Framboðin fimm munu berjast um alls 146 atkvæði. Þingfulltrúar skiptast að mestu í tvo 72 manna hópa. Annar frá sérsamböndunum. Allt frá því minnsta, Keilusambandinu KLÍ sem fær einn fulltrúa, og yfir í það stærsta, Knattspyrnusambandið KSÍ sem fær sex fulltrúa. Hinn hópurinn er skipaður íþróttahéruðunum en þar er Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK með 16 fulltrúa og Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR með 19 fulltrúa í yfirburðarstöðu miðað við nítján sambönd sem eiga aðeins einn fulltrúa. Við þessa tvo hópa bætast svo tveir fulltrúar úr íþróttamannanefnd ÍSÍ.
ÍSÍ Tengdar fréttir Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Eftir að hafa verið forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í tólf ár hefur Lárus Blöndal ákveðið að stíga til hliðar. 26. febrúar 2025 19:54 Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Magnús Ragnarsson, formaður Tennissambands Íslands, hefur nú bæst í hóp þeirra sem sækjast eftir því að verða næsti forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. 25. apríl 2025 14:16 Valdimar verður með í forsetaslagnum Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hefur tilkynnt framboð til forseta ÍSÍ. 25. apríl 2025 10:25 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Sjá meira
Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Eftir að hafa verið forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í tólf ár hefur Lárus Blöndal ákveðið að stíga til hliðar. 26. febrúar 2025 19:54
Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Magnús Ragnarsson, formaður Tennissambands Íslands, hefur nú bæst í hóp þeirra sem sækjast eftir því að verða næsti forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. 25. apríl 2025 14:16
Valdimar verður með í forsetaslagnum Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hefur tilkynnt framboð til forseta ÍSÍ. 25. apríl 2025 10:25
„Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04
Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31
Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02