Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 10:32 Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari ungmenna á síðasta ári og er hér á verðlaunapallinum með löndu sinni Guðnýju Björk Stefánsdóttur. Lyftingasamband Íslands Miklar væntingar eru gerðar til íslensku lyftingarkonunnar Eyglóar Fanndal Sturludóttiur þegar hún keppir á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu í dag. Eygló Fanndal kemur inn í keppnina með besta árangurinn af öllum keppendum í 71 kílóa flokknum og er því sigurstranglegust fyrir fyrstu lyftu. Hún myndi skrifa nýjan kafla í sögu íslenska lyftinga með því að komast á verðlaunapallinn hvað þá með því að vinna gullið. „Ég er mjög spennt að stíga á stóra sviðið á morgun, að sjá hvað ég get gert. Þannig ég er full tilhlökkunar,“ sagði Eygló Fanndal í viðtali við Ríkissjónvarpið sem mun sýna beint frá keppni hennar í dag. Eygló er skráð inn á mótið með 245 kíló í samanlögðu en keppendur reyna sig bæði í snörun og jafnhendingu. Næstu konur á eftir henni eru Suizanna Valodzka og Zarina Gusalova sem eru skráðar inn mað 240 kíló í samanlögðu. Þær eru Rússar en mega ekki þó keppa fyrir þjóð sína heldur keppa báðar sem hlutlausir keppendur á þessu móti. Eygló veit vel af pressunni enda ekki á hverjum degi sem Evrópukeppni í ólympískum lyftingum er sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. „Það er líka smá pressa og eftirvænting en ég er að reyna að halda mér rólegri og reyni að nýta það sem góða orku,“ sagði Eygló. „Ég vil bara þakka öllum heima fyrir stuðninginn. Þetta er búið að vera ótrúlega gott í hjartað. Vonandi geri ég íslensku þjóðina stolta á morgun [í dag],“ sagði Eygló í fyrrnefndu viðtali við RÚV. Lyftingar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Eygló Fanndal kemur inn í keppnina með besta árangurinn af öllum keppendum í 71 kílóa flokknum og er því sigurstranglegust fyrir fyrstu lyftu. Hún myndi skrifa nýjan kafla í sögu íslenska lyftinga með því að komast á verðlaunapallinn hvað þá með því að vinna gullið. „Ég er mjög spennt að stíga á stóra sviðið á morgun, að sjá hvað ég get gert. Þannig ég er full tilhlökkunar,“ sagði Eygló Fanndal í viðtali við Ríkissjónvarpið sem mun sýna beint frá keppni hennar í dag. Eygló er skráð inn á mótið með 245 kíló í samanlögðu en keppendur reyna sig bæði í snörun og jafnhendingu. Næstu konur á eftir henni eru Suizanna Valodzka og Zarina Gusalova sem eru skráðar inn mað 240 kíló í samanlögðu. Þær eru Rússar en mega ekki þó keppa fyrir þjóð sína heldur keppa báðar sem hlutlausir keppendur á þessu móti. Eygló veit vel af pressunni enda ekki á hverjum degi sem Evrópukeppni í ólympískum lyftingum er sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. „Það er líka smá pressa og eftirvænting en ég er að reyna að halda mér rólegri og reyni að nýta það sem góða orku,“ sagði Eygló. „Ég vil bara þakka öllum heima fyrir stuðninginn. Þetta er búið að vera ótrúlega gott í hjartað. Vonandi geri ég íslensku þjóðina stolta á morgun [í dag],“ sagði Eygló í fyrrnefndu viðtali við RÚV.
Lyftingar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn