Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar 4. apríl 2025 09:33 Núverandi lög um almannatryggingar tóku gildi í ársbyrjun 2017. Markmið þeirrar lagasetningar var að einfalda almannatryggingakerfið með því að sameina bótaflokka. Þannig var ellilífeyrir, sem hér eftir verður nefndur grunnlífeyrir, tekjutrygging og framfærsluuppbót sett í einn bótaflokk. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram haustið 2016 voru öll frítekjumörk felld niður og allar tekjur skertar um 45 %, hvort sem um var að ræða lífeyrissjóðatekjur, launatekjur eða vaxtatekjur. Nefnd sú sem vann að þessari lagasmíð var fjölmenn og einkum skipuð aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum stjórnmálaflokka. Í þessari fjölmennu nefnd átti Landsamband eldri borgara aðeins einn fulltrúa sem telja verður sérkennilegt þar sem lögin fjölluðu eingöngu um málefni eldri borgara þar sem að Öryrkjabandalag Íslands dró sig úr nefndarstörfum. Fjölmennasta og þróttmesta félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni FEB, mótmælti harðlega þessum tillögum, sem að mati félagsins miðuðu í þá átt að gera Tryggingastofnun að eins konar fátæktarstofnun. Þess má geta að umrætt frumvarp og þar með lögin virtust bera keim af sérstakri vanþekkingu og hroðvirkni. Ekki verður séð að upplýsinga hafi verið aflað um almannatryggingar annars staðar, sérstaklega á Norðurlöndunum, en réttindagrunnur almennra lífeyrissjóðs verkafólks hér á landi var einmitt sniðinn að ATP kerfinu í Danmörku. Ekki voru skoðaðar tekjuskerðingar í löndum OECD ríkjanna, sem full þörf hefði verið að gera. Ein afdrifaríkustu mistökin voru þau að meðhöndla lífeyrissjóðagreiðslurnar með sama hætti og aðrar tekjur. Allt fram að hruni fjármálamarkaða 2008 skertu lífeyrissjóðatekjur ekki grunnlífeyri almannatrygginga. Það var hins vegar gert tímabundið eftir hrun, en leiðrétt svo aftur. Þúsundir eftirlaunaþega misstu hins vegar grunnlífeyrinn í ársbyrjun 2017.Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir um almannatryggingar: „frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna.“ . Hækkun frítekjumarka um hænufet er ekki lausn. Allt frá því að tekjutryggingin var tekin upp árið 1971 hefur það verið endalaus barátta verkalýðshreyfingarinnar að hækka frítekjumörkin. Með einu pennastriki voru síðan frítekjumörkin nær því alveg felld niður árið 2017. Sú þróun að hækka frítekjumark launa en skilja eftir frítekjumark lífeyrissjóðatekna er í hæsta lagi óeðlileg og ósanngjörn. Ef menn vilja tjasla eitthvað upp á almannatryggingakerfið væri fyrsta skrefið að hækka svo um munar frítekjumark lífeyrissjóðatekna. Hitt er svo annað mál og ætti að vera megin krafa Landsambands eldri borgara að fram fari heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu. Ríkisstjórnin ætti nú þegar að skipa sérstaka verkefnastjórn sem hefði það að megin verkefni að koma á réttlátu ellilífeyriskerfi. Sú verkefnastjórn á ekki að vera fjölmenn, en aðal atriðið er að hún verði skipuð kunnáttumönnum. Búum til réttlátt og sanngjarnt almannatryggingakerfi sem þarf ekki marga mánuði til að undirbúa. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Núverandi lög um almannatryggingar tóku gildi í ársbyrjun 2017. Markmið þeirrar lagasetningar var að einfalda almannatryggingakerfið með því að sameina bótaflokka. Þannig var ellilífeyrir, sem hér eftir verður nefndur grunnlífeyrir, tekjutrygging og framfærsluuppbót sett í einn bótaflokk. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram haustið 2016 voru öll frítekjumörk felld niður og allar tekjur skertar um 45 %, hvort sem um var að ræða lífeyrissjóðatekjur, launatekjur eða vaxtatekjur. Nefnd sú sem vann að þessari lagasmíð var fjölmenn og einkum skipuð aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum stjórnmálaflokka. Í þessari fjölmennu nefnd átti Landsamband eldri borgara aðeins einn fulltrúa sem telja verður sérkennilegt þar sem lögin fjölluðu eingöngu um málefni eldri borgara þar sem að Öryrkjabandalag Íslands dró sig úr nefndarstörfum. Fjölmennasta og þróttmesta félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni FEB, mótmælti harðlega þessum tillögum, sem að mati félagsins miðuðu í þá átt að gera Tryggingastofnun að eins konar fátæktarstofnun. Þess má geta að umrætt frumvarp og þar með lögin virtust bera keim af sérstakri vanþekkingu og hroðvirkni. Ekki verður séð að upplýsinga hafi verið aflað um almannatryggingar annars staðar, sérstaklega á Norðurlöndunum, en réttindagrunnur almennra lífeyrissjóðs verkafólks hér á landi var einmitt sniðinn að ATP kerfinu í Danmörku. Ekki voru skoðaðar tekjuskerðingar í löndum OECD ríkjanna, sem full þörf hefði verið að gera. Ein afdrifaríkustu mistökin voru þau að meðhöndla lífeyrissjóðagreiðslurnar með sama hætti og aðrar tekjur. Allt fram að hruni fjármálamarkaða 2008 skertu lífeyrissjóðatekjur ekki grunnlífeyri almannatrygginga. Það var hins vegar gert tímabundið eftir hrun, en leiðrétt svo aftur. Þúsundir eftirlaunaþega misstu hins vegar grunnlífeyrinn í ársbyrjun 2017.Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir um almannatryggingar: „frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna.“ . Hækkun frítekjumarka um hænufet er ekki lausn. Allt frá því að tekjutryggingin var tekin upp árið 1971 hefur það verið endalaus barátta verkalýðshreyfingarinnar að hækka frítekjumörkin. Með einu pennastriki voru síðan frítekjumörkin nær því alveg felld niður árið 2017. Sú þróun að hækka frítekjumark launa en skilja eftir frítekjumark lífeyrissjóðatekna er í hæsta lagi óeðlileg og ósanngjörn. Ef menn vilja tjasla eitthvað upp á almannatryggingakerfið væri fyrsta skrefið að hækka svo um munar frítekjumark lífeyrissjóðatekna. Hitt er svo annað mál og ætti að vera megin krafa Landsambands eldri borgara að fram fari heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu. Ríkisstjórnin ætti nú þegar að skipa sérstaka verkefnastjórn sem hefði það að megin verkefni að koma á réttlátu ellilífeyriskerfi. Sú verkefnastjórn á ekki að vera fjölmenn, en aðal atriðið er að hún verði skipuð kunnáttumönnum. Búum til réttlátt og sanngjarnt almannatryggingakerfi sem þarf ekki marga mánuði til að undirbúa. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar