Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson skrifar 16. apríl 2024 14:32 Um mitt sumar í fyrra eyðilagði þáverandi matvælaráðherra fyrirhugaða hvalveiðivertíð með fádæma valdníðslu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðherrans sem rýrði tekjumöguleika fólks og fyrirtækja. Niðurstaða Umboðsmanns var að framganga ráðherra hefði ekki staðist lög. Stærstur var skaði Hvals hf. og verkafólks á Akranesi og í nágrenni. Hvalur hf hefur síðan leitað leiða til að fá viðræður við stjórnvöld um tjón sitt og um áframhaldandi hvalveiðar. Fram hefur komið að engin svör hafa fengist við málaleitun fyrirtækisins um viðræður um tjón þess vegna framgöngu fyrrverandi matvælaráðherra. Hundrað dagar eru liðnir án þess að erindi Hvals hf. hafi verið virt svars. Málshraðaregla Stjórnsýslulaga er greinilega ekki í hávegum höfð í matvælaráðuneyti. Þrátt fyrir langlundargeð stjórnenda Hvals hf. virðist ýmislegt benda til þess að ákvörðun ráðherra frá því í fyrra verði að endingu tekin til meðferðar hjá dómstólum þar sem matvælaráðherrann fyrrverandi hefur verið tíður gestur. Ráðherranum hefur nú verið komið í skjól í öðru ráðuneyti þar sem hún fær tækifæri til áframhaldandi lögbrota á þriðja vettvangi. Minnt skal á að umræddur ráðherra fór í blóra við skipulagslög fyrr á ferlinum án afleiðinga á ráðherradóm sbr. dóm Hæstaréttar 579/2010. Því hefur verið haldið fram að enginn markaður sé fyrir afurðir af hvölum. Þetta er rangt og má sjá hið rétta í útflutningstölum Hagstofu Íslands. Því hefur einnig verið haldið ranglega fram að þær hvalategundir sem veiddar eru við Íslandsstrendur séu í útrýmingarhættu. Því fer fjarri. Langreyðar við Ísland teljast í tugum þúsunda en leyfðar veiðar hafa numið að hámarki 160 dýrum á ári. Ekki hefur náðst að veiða þann fjölda. Einhverjir halda því fram að hvalveiðar hafi slæm áhrif á straum ferðamanna til Íslands. Reynslan hefur sýnt allt annað. Ferðamönnum hefur farið fjölgandi eftir að Covid ástandinu linnti. Nú má sjá biðraðir útlendinga á hverjum degi við veitingahús í Reykjavík sem bjóða upp á hvalkjöt á matseðli. Enn heggur ríkisstjórnin, nýframlengd líkt og víxill, í sama knérunn með því að draga lappirnar í leyfisveitingu vegna áframhaldandi hvalveiða á þessu ári og til framtíðar. Dráttur á svörum veldur því að hvalveiðar ársins 2024 eru í fullkomnu uppnámi. Dýr er skammær forsætisráðherrastóll Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Hvalveiðar Miðflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um mitt sumar í fyrra eyðilagði þáverandi matvælaráðherra fyrirhugaða hvalveiðivertíð með fádæma valdníðslu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðherrans sem rýrði tekjumöguleika fólks og fyrirtækja. Niðurstaða Umboðsmanns var að framganga ráðherra hefði ekki staðist lög. Stærstur var skaði Hvals hf. og verkafólks á Akranesi og í nágrenni. Hvalur hf hefur síðan leitað leiða til að fá viðræður við stjórnvöld um tjón sitt og um áframhaldandi hvalveiðar. Fram hefur komið að engin svör hafa fengist við málaleitun fyrirtækisins um viðræður um tjón þess vegna framgöngu fyrrverandi matvælaráðherra. Hundrað dagar eru liðnir án þess að erindi Hvals hf. hafi verið virt svars. Málshraðaregla Stjórnsýslulaga er greinilega ekki í hávegum höfð í matvælaráðuneyti. Þrátt fyrir langlundargeð stjórnenda Hvals hf. virðist ýmislegt benda til þess að ákvörðun ráðherra frá því í fyrra verði að endingu tekin til meðferðar hjá dómstólum þar sem matvælaráðherrann fyrrverandi hefur verið tíður gestur. Ráðherranum hefur nú verið komið í skjól í öðru ráðuneyti þar sem hún fær tækifæri til áframhaldandi lögbrota á þriðja vettvangi. Minnt skal á að umræddur ráðherra fór í blóra við skipulagslög fyrr á ferlinum án afleiðinga á ráðherradóm sbr. dóm Hæstaréttar 579/2010. Því hefur verið haldið fram að enginn markaður sé fyrir afurðir af hvölum. Þetta er rangt og má sjá hið rétta í útflutningstölum Hagstofu Íslands. Því hefur einnig verið haldið ranglega fram að þær hvalategundir sem veiddar eru við Íslandsstrendur séu í útrýmingarhættu. Því fer fjarri. Langreyðar við Ísland teljast í tugum þúsunda en leyfðar veiðar hafa numið að hámarki 160 dýrum á ári. Ekki hefur náðst að veiða þann fjölda. Einhverjir halda því fram að hvalveiðar hafi slæm áhrif á straum ferðamanna til Íslands. Reynslan hefur sýnt allt annað. Ferðamönnum hefur farið fjölgandi eftir að Covid ástandinu linnti. Nú má sjá biðraðir útlendinga á hverjum degi við veitingahús í Reykjavík sem bjóða upp á hvalkjöt á matseðli. Enn heggur ríkisstjórnin, nýframlengd líkt og víxill, í sama knérunn með því að draga lappirnar í leyfisveitingu vegna áframhaldandi hvalveiða á þessu ári og til framtíðar. Dráttur á svörum veldur því að hvalveiðar ársins 2024 eru í fullkomnu uppnámi. Dýr er skammær forsætisráðherrastóll Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun