Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson skrifar 16. apríl 2024 14:32 Um mitt sumar í fyrra eyðilagði þáverandi matvælaráðherra fyrirhugaða hvalveiðivertíð með fádæma valdníðslu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðherrans sem rýrði tekjumöguleika fólks og fyrirtækja. Niðurstaða Umboðsmanns var að framganga ráðherra hefði ekki staðist lög. Stærstur var skaði Hvals hf. og verkafólks á Akranesi og í nágrenni. Hvalur hf hefur síðan leitað leiða til að fá viðræður við stjórnvöld um tjón sitt og um áframhaldandi hvalveiðar. Fram hefur komið að engin svör hafa fengist við málaleitun fyrirtækisins um viðræður um tjón þess vegna framgöngu fyrrverandi matvælaráðherra. Hundrað dagar eru liðnir án þess að erindi Hvals hf. hafi verið virt svars. Málshraðaregla Stjórnsýslulaga er greinilega ekki í hávegum höfð í matvælaráðuneyti. Þrátt fyrir langlundargeð stjórnenda Hvals hf. virðist ýmislegt benda til þess að ákvörðun ráðherra frá því í fyrra verði að endingu tekin til meðferðar hjá dómstólum þar sem matvælaráðherrann fyrrverandi hefur verið tíður gestur. Ráðherranum hefur nú verið komið í skjól í öðru ráðuneyti þar sem hún fær tækifæri til áframhaldandi lögbrota á þriðja vettvangi. Minnt skal á að umræddur ráðherra fór í blóra við skipulagslög fyrr á ferlinum án afleiðinga á ráðherradóm sbr. dóm Hæstaréttar 579/2010. Því hefur verið haldið fram að enginn markaður sé fyrir afurðir af hvölum. Þetta er rangt og má sjá hið rétta í útflutningstölum Hagstofu Íslands. Því hefur einnig verið haldið ranglega fram að þær hvalategundir sem veiddar eru við Íslandsstrendur séu í útrýmingarhættu. Því fer fjarri. Langreyðar við Ísland teljast í tugum þúsunda en leyfðar veiðar hafa numið að hámarki 160 dýrum á ári. Ekki hefur náðst að veiða þann fjölda. Einhverjir halda því fram að hvalveiðar hafi slæm áhrif á straum ferðamanna til Íslands. Reynslan hefur sýnt allt annað. Ferðamönnum hefur farið fjölgandi eftir að Covid ástandinu linnti. Nú má sjá biðraðir útlendinga á hverjum degi við veitingahús í Reykjavík sem bjóða upp á hvalkjöt á matseðli. Enn heggur ríkisstjórnin, nýframlengd líkt og víxill, í sama knérunn með því að draga lappirnar í leyfisveitingu vegna áframhaldandi hvalveiða á þessu ári og til framtíðar. Dráttur á svörum veldur því að hvalveiðar ársins 2024 eru í fullkomnu uppnámi. Dýr er skammær forsætisráðherrastóll Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Hvalveiðar Miðflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Um mitt sumar í fyrra eyðilagði þáverandi matvælaráðherra fyrirhugaða hvalveiðivertíð með fádæma valdníðslu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðherrans sem rýrði tekjumöguleika fólks og fyrirtækja. Niðurstaða Umboðsmanns var að framganga ráðherra hefði ekki staðist lög. Stærstur var skaði Hvals hf. og verkafólks á Akranesi og í nágrenni. Hvalur hf hefur síðan leitað leiða til að fá viðræður við stjórnvöld um tjón sitt og um áframhaldandi hvalveiðar. Fram hefur komið að engin svör hafa fengist við málaleitun fyrirtækisins um viðræður um tjón þess vegna framgöngu fyrrverandi matvælaráðherra. Hundrað dagar eru liðnir án þess að erindi Hvals hf. hafi verið virt svars. Málshraðaregla Stjórnsýslulaga er greinilega ekki í hávegum höfð í matvælaráðuneyti. Þrátt fyrir langlundargeð stjórnenda Hvals hf. virðist ýmislegt benda til þess að ákvörðun ráðherra frá því í fyrra verði að endingu tekin til meðferðar hjá dómstólum þar sem matvælaráðherrann fyrrverandi hefur verið tíður gestur. Ráðherranum hefur nú verið komið í skjól í öðru ráðuneyti þar sem hún fær tækifæri til áframhaldandi lögbrota á þriðja vettvangi. Minnt skal á að umræddur ráðherra fór í blóra við skipulagslög fyrr á ferlinum án afleiðinga á ráðherradóm sbr. dóm Hæstaréttar 579/2010. Því hefur verið haldið fram að enginn markaður sé fyrir afurðir af hvölum. Þetta er rangt og má sjá hið rétta í útflutningstölum Hagstofu Íslands. Því hefur einnig verið haldið ranglega fram að þær hvalategundir sem veiddar eru við Íslandsstrendur séu í útrýmingarhættu. Því fer fjarri. Langreyðar við Ísland teljast í tugum þúsunda en leyfðar veiðar hafa numið að hámarki 160 dýrum á ári. Ekki hefur náðst að veiða þann fjölda. Einhverjir halda því fram að hvalveiðar hafi slæm áhrif á straum ferðamanna til Íslands. Reynslan hefur sýnt allt annað. Ferðamönnum hefur farið fjölgandi eftir að Covid ástandinu linnti. Nú má sjá biðraðir útlendinga á hverjum degi við veitingahús í Reykjavík sem bjóða upp á hvalkjöt á matseðli. Enn heggur ríkisstjórnin, nýframlengd líkt og víxill, í sama knérunn með því að draga lappirnar í leyfisveitingu vegna áframhaldandi hvalveiða á þessu ári og til framtíðar. Dráttur á svörum veldur því að hvalveiðar ársins 2024 eru í fullkomnu uppnámi. Dýr er skammær forsætisráðherrastóll Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun