Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 08:05 Elisabeth Asserson smellir kossi á eiginmanninn Jakob Ingebrigtsen eftir afrek á hlaupabrautinni á Ólympíuleikunum. Instagram/@elisabethassers Gjert Ingebrigtsen, pabbi og fyrrverandi þjálfari norsku hlaupabræðranna sem kærðu hann fyrir ofbeldi, var með skýrar reglur varðandi eiginkonur þeirra og æfingar. Réttarhöld yfir Gjert standa yfir en hann er sakaður um að hafa beitt yngstu dóttur sína, Ingrid, og soninn Jakob líkamlegu og andlegu ofbeldi. Gjert hefur síðustu daga borið vitni og haldið fram sakleysi sínu, eftir að börn hans höfðu áður lýst ofbeldinu. Nettavisen segir frá því að nokkuð hafi verið minnst á eiginkonur hlaupabræðranna þriggja, þeirra Jakobs, Henriks og Filips, í réttarhöldunum. Þær heita Elisabeth Asserson, Liva Børkja og Astrid Mangen og bera nú allar Ingebrigtsen-ættarnafnið. Gjert var spurður út í það hve mikið kærustur sonanna hefðu fengið að vera á heimili hans og Tone, eiginkonu Gjerts, og fór svo í kjölfarið yfir það hvernig þær hefðu mátt umgangast þá í kringum æfingar. „Þegar strákarnir voru í æfingaferðum þá fengu stelpurnar að vera með í byrjun til að hjálpa þeim að aðlagast. En þær fengu ekki að sofa í sama herbergi og þeir á keppnisdegi,“ sagði Gjert. „Það hefur ekkert með stelpurnar að gera. Það hefur með spennuna í líkamanum og testósterónmagnið að gera,“ sagði Gjert. Hann sagði jafnframt að hlaupabræðurnir þrír, sem eru hluti af sjö systkina hópi, hefðu fengið að búa í sínum eigin íbúðum með sínum konum þegar þeir voru í æfingabúðum og að allt hefði það verið ókeypis fyrir þau. Gjert fékk ekki að mæta í brúðkaup Jakobs og Elisabeth árið 2023 og hefur Jakob áður sagt að það hafi verið vegna þess að pabbi hans hafi reynt að eyðileggja sambandið. „Hann vildi meina að hún væri ekki góð fyrir framgang minn á íþróttasviðinu og að það hefði bara hamlandi áhrif fyrir mig að vera með henni,“ sagði Jakob. Pabbinn hafnar þessu. „Við tókum Elisabeth með okkur í ferðalag. Við borguðum flugmiða og hótel til að tryggja að allt væri sem eðlilegast fyrir Jakob þegar það var æskilegt og nauðsynlegt,“ sagði Gjert Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Hlaup Fjölskyldumál Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Réttarhöld yfir Gjert standa yfir en hann er sakaður um að hafa beitt yngstu dóttur sína, Ingrid, og soninn Jakob líkamlegu og andlegu ofbeldi. Gjert hefur síðustu daga borið vitni og haldið fram sakleysi sínu, eftir að börn hans höfðu áður lýst ofbeldinu. Nettavisen segir frá því að nokkuð hafi verið minnst á eiginkonur hlaupabræðranna þriggja, þeirra Jakobs, Henriks og Filips, í réttarhöldunum. Þær heita Elisabeth Asserson, Liva Børkja og Astrid Mangen og bera nú allar Ingebrigtsen-ættarnafnið. Gjert var spurður út í það hve mikið kærustur sonanna hefðu fengið að vera á heimili hans og Tone, eiginkonu Gjerts, og fór svo í kjölfarið yfir það hvernig þær hefðu mátt umgangast þá í kringum æfingar. „Þegar strákarnir voru í æfingaferðum þá fengu stelpurnar að vera með í byrjun til að hjálpa þeim að aðlagast. En þær fengu ekki að sofa í sama herbergi og þeir á keppnisdegi,“ sagði Gjert. „Það hefur ekkert með stelpurnar að gera. Það hefur með spennuna í líkamanum og testósterónmagnið að gera,“ sagði Gjert. Hann sagði jafnframt að hlaupabræðurnir þrír, sem eru hluti af sjö systkina hópi, hefðu fengið að búa í sínum eigin íbúðum með sínum konum þegar þeir voru í æfingabúðum og að allt hefði það verið ókeypis fyrir þau. Gjert fékk ekki að mæta í brúðkaup Jakobs og Elisabeth árið 2023 og hefur Jakob áður sagt að það hafi verið vegna þess að pabbi hans hafi reynt að eyðileggja sambandið. „Hann vildi meina að hún væri ekki góð fyrir framgang minn á íþróttasviðinu og að það hefði bara hamlandi áhrif fyrir mig að vera með henni,“ sagði Jakob. Pabbinn hafnar þessu. „Við tókum Elisabeth með okkur í ferðalag. Við borguðum flugmiða og hótel til að tryggja að allt væri sem eðlilegast fyrir Jakob þegar það var æskilegt og nauðsynlegt,“ sagði Gjert
Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Hlaup Fjölskyldumál Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn