Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 08:05 Elisabeth Asserson smellir kossi á eiginmanninn Jakob Ingebrigtsen eftir afrek á hlaupabrautinni á Ólympíuleikunum. Instagram/@elisabethassers Gjert Ingebrigtsen, pabbi og fyrrverandi þjálfari norsku hlaupabræðranna sem kærðu hann fyrir ofbeldi, var með skýrar reglur varðandi eiginkonur þeirra og æfingar. Réttarhöld yfir Gjert standa yfir en hann er sakaður um að hafa beitt yngstu dóttur sína, Ingrid, og soninn Jakob líkamlegu og andlegu ofbeldi. Gjert hefur síðustu daga borið vitni og haldið fram sakleysi sínu, eftir að börn hans höfðu áður lýst ofbeldinu. Nettavisen segir frá því að nokkuð hafi verið minnst á eiginkonur hlaupabræðranna þriggja, þeirra Jakobs, Henriks og Filips, í réttarhöldunum. Þær heita Elisabeth Asserson, Liva Børkja og Astrid Mangen og bera nú allar Ingebrigtsen-ættarnafnið. Gjert var spurður út í það hve mikið kærustur sonanna hefðu fengið að vera á heimili hans og Tone, eiginkonu Gjerts, og fór svo í kjölfarið yfir það hvernig þær hefðu mátt umgangast þá í kringum æfingar. „Þegar strákarnir voru í æfingaferðum þá fengu stelpurnar að vera með í byrjun til að hjálpa þeim að aðlagast. En þær fengu ekki að sofa í sama herbergi og þeir á keppnisdegi,“ sagði Gjert. „Það hefur ekkert með stelpurnar að gera. Það hefur með spennuna í líkamanum og testósterónmagnið að gera,“ sagði Gjert. Hann sagði jafnframt að hlaupabræðurnir þrír, sem eru hluti af sjö systkina hópi, hefðu fengið að búa í sínum eigin íbúðum með sínum konum þegar þeir voru í æfingabúðum og að allt hefði það verið ókeypis fyrir þau. Gjert fékk ekki að mæta í brúðkaup Jakobs og Elisabeth árið 2023 og hefur Jakob áður sagt að það hafi verið vegna þess að pabbi hans hafi reynt að eyðileggja sambandið. „Hann vildi meina að hún væri ekki góð fyrir framgang minn á íþróttasviðinu og að það hefði bara hamlandi áhrif fyrir mig að vera með henni,“ sagði Jakob. Pabbinn hafnar þessu. „Við tókum Elisabeth með okkur í ferðalag. Við borguðum flugmiða og hótel til að tryggja að allt væri sem eðlilegast fyrir Jakob þegar það var æskilegt og nauðsynlegt,“ sagði Gjert Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Hlaup Fjölskyldumál Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjá meira
Réttarhöld yfir Gjert standa yfir en hann er sakaður um að hafa beitt yngstu dóttur sína, Ingrid, og soninn Jakob líkamlegu og andlegu ofbeldi. Gjert hefur síðustu daga borið vitni og haldið fram sakleysi sínu, eftir að börn hans höfðu áður lýst ofbeldinu. Nettavisen segir frá því að nokkuð hafi verið minnst á eiginkonur hlaupabræðranna þriggja, þeirra Jakobs, Henriks og Filips, í réttarhöldunum. Þær heita Elisabeth Asserson, Liva Børkja og Astrid Mangen og bera nú allar Ingebrigtsen-ættarnafnið. Gjert var spurður út í það hve mikið kærustur sonanna hefðu fengið að vera á heimili hans og Tone, eiginkonu Gjerts, og fór svo í kjölfarið yfir það hvernig þær hefðu mátt umgangast þá í kringum æfingar. „Þegar strákarnir voru í æfingaferðum þá fengu stelpurnar að vera með í byrjun til að hjálpa þeim að aðlagast. En þær fengu ekki að sofa í sama herbergi og þeir á keppnisdegi,“ sagði Gjert. „Það hefur ekkert með stelpurnar að gera. Það hefur með spennuna í líkamanum og testósterónmagnið að gera,“ sagði Gjert. Hann sagði jafnframt að hlaupabræðurnir þrír, sem eru hluti af sjö systkina hópi, hefðu fengið að búa í sínum eigin íbúðum með sínum konum þegar þeir voru í æfingabúðum og að allt hefði það verið ókeypis fyrir þau. Gjert fékk ekki að mæta í brúðkaup Jakobs og Elisabeth árið 2023 og hefur Jakob áður sagt að það hafi verið vegna þess að pabbi hans hafi reynt að eyðileggja sambandið. „Hann vildi meina að hún væri ekki góð fyrir framgang minn á íþróttasviðinu og að það hefði bara hamlandi áhrif fyrir mig að vera með henni,“ sagði Jakob. Pabbinn hafnar þessu. „Við tókum Elisabeth með okkur í ferðalag. Við borguðum flugmiða og hótel til að tryggja að allt væri sem eðlilegast fyrir Jakob þegar það var æskilegt og nauðsynlegt,“ sagði Gjert
Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Hlaup Fjölskyldumál Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjá meira