Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 13:02 Kristinn Albertsson, formaður KKÍ, endurvakti goðsögnina um indverska rottuhlaupið. Vísir/sigurjón & getty Indverskt rottuhlaup hefur átt endurkomu í íslenska fjölmiðla þökk sé nýkjörnum formanni KKÍ, Kristni Albertssyni. Eftir að hafa fengið glæsilega kosningu í formannskjöri KKÍ eyddi hann drjúgum tíma í sigurræðu sinni í að ræða hluti sem voru ræddir í matsal ÍSÍ fyrir 30 árum síðan. Þar sagðist Kristinn reglulega hafa hent því framan í handknattleiksforystuna að indverskt rottuhlaup væri vinsælla en handbolti. Það gerði hann til þess að lækka rostann í starfsmönnum HSÍ. „Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú. Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér. Þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup,“ sagði Kristinn í furðulegri ræðu sinni. Ofanritaður er kominn vel á miðjan aldur og man ágætlega eftir þessum skotum á sínum tíma. Þetta var saga sem svo sannarlega festi rætur hér á landi. Saga sem náði líka til þeirra sem fylgjast lítið með íþróttum. Henni var svo hent reglulega framan í handboltaunnendur er þurfti að gera lítið úr íþróttinni. Það má finna þrjár greinar á timarit.is þar sem greinarhöfundar tala um þetta fræga indverska rottuhlaup og gera lítið úr handboltanum í leiðinni. Kristján Hjálmarsson, fyrrum fréttastjóri Fréttablaðsins, reið á vaðið í pistli um barnaefni árið 2001. Þar vitnar hann í þessa frægu vinsældakosningu. Eða eigum við að segja meintu vinsældakosningu. Bókmenntaunnandinn Egill Helgason fór mikinn í pistli á DV árið 2004 þar sem hann vitnar einnig í rottuhlaupið. Egill hneykslast í leiðinni á þjóðinni fyrir áhugann á handboltalandsliðinu. Sá síðasti til að halda goðsögninni gangandi í fjölmiðlum var rokkarinn Biggi í Maus. Það gerði hann í Fréttablaðinu er þjóðin var að missa sig yfir silfri strákanna okkar á ÓL árið 2008. Eftir nokkra yfirlegu á alnetinu er ekki hægt að sjá að það sé til nein íþrótt sem heitir indverskt rottuhlaup. Það má vel vera að einhverjir Indverjar leiki sér að því í frístundum að láta rottur hlaupa en þessi „íþrótt“ er ekki til. Hvað þá síður eru nokkur sönnunargögn um að þessi frægi vinsældalisti íþrótta hafi nokkurn tímann verið til. Þessi listi er goðsögn! Einhver bjó til þessa sögu og fór að dreifa henni. Slúðurþjóðin Ísland virðist hafa gripið hana á lofti með slíkum tilþrifum að enn er talað um þennan meinta lista árið 2025. Í sigurræðu nýkjörins formanns KKÍ. KKÍ HSÍ Handbolti Körfubolti Utan vallar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Eftir að hafa fengið glæsilega kosningu í formannskjöri KKÍ eyddi hann drjúgum tíma í sigurræðu sinni í að ræða hluti sem voru ræddir í matsal ÍSÍ fyrir 30 árum síðan. Þar sagðist Kristinn reglulega hafa hent því framan í handknattleiksforystuna að indverskt rottuhlaup væri vinsælla en handbolti. Það gerði hann til þess að lækka rostann í starfsmönnum HSÍ. „Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú. Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér. Þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup,“ sagði Kristinn í furðulegri ræðu sinni. Ofanritaður er kominn vel á miðjan aldur og man ágætlega eftir þessum skotum á sínum tíma. Þetta var saga sem svo sannarlega festi rætur hér á landi. Saga sem náði líka til þeirra sem fylgjast lítið með íþróttum. Henni var svo hent reglulega framan í handboltaunnendur er þurfti að gera lítið úr íþróttinni. Það má finna þrjár greinar á timarit.is þar sem greinarhöfundar tala um þetta fræga indverska rottuhlaup og gera lítið úr handboltanum í leiðinni. Kristján Hjálmarsson, fyrrum fréttastjóri Fréttablaðsins, reið á vaðið í pistli um barnaefni árið 2001. Þar vitnar hann í þessa frægu vinsældakosningu. Eða eigum við að segja meintu vinsældakosningu. Bókmenntaunnandinn Egill Helgason fór mikinn í pistli á DV árið 2004 þar sem hann vitnar einnig í rottuhlaupið. Egill hneykslast í leiðinni á þjóðinni fyrir áhugann á handboltalandsliðinu. Sá síðasti til að halda goðsögninni gangandi í fjölmiðlum var rokkarinn Biggi í Maus. Það gerði hann í Fréttablaðinu er þjóðin var að missa sig yfir silfri strákanna okkar á ÓL árið 2008. Eftir nokkra yfirlegu á alnetinu er ekki hægt að sjá að það sé til nein íþrótt sem heitir indverskt rottuhlaup. Það má vel vera að einhverjir Indverjar leiki sér að því í frístundum að láta rottur hlaupa en þessi „íþrótt“ er ekki til. Hvað þá síður eru nokkur sönnunargögn um að þessi frægi vinsældalisti íþrótta hafi nokkurn tímann verið til. Þessi listi er goðsögn! Einhver bjó til þessa sögu og fór að dreifa henni. Slúðurþjóðin Ísland virðist hafa gripið hana á lofti með slíkum tilþrifum að enn er talað um þennan meinta lista árið 2025. Í sigurræðu nýkjörins formanns KKÍ.
KKÍ HSÍ Handbolti Körfubolti Utan vallar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira