Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar 9. mars 2025 20:32 Undanfarið hefur mikið gengið á í fjölmiðlum hérlendis varðandi tollflokkun osta sem fluttir eru til landsins. Mörg orð úr ýmsum áttum hafa verið látin falla og oft á tíðum hefur sannleikurinn verið látinn víkja fyrir skoðunum og hagsmunum skrifara eða hagsmunaaðila að baki skrifunum. Undirritaður á það til að lesa fréttir og greinar sem skrifaðar eru um málefni íslenskrar matvælaframleiðslu, væntingar og áskoranir sem að greininni steðja. Á vegi mínum varð kraftmikill ritstjórnarpistill í Viðskiptablaðinu þar sem fram á ritvöllinn geystist andlitslaus pistlahöfundur undir dulnefninu Týr. Nafn pistla og greina eru oftast lýsandi fyrir innihald þeirra, en í þessu tilfelli var þó farin sú leið að snúa innihaldinu á hvolf, en fyrirsögnin gerð til að vekja upp hughrif hjá lesendum sem hentuðu fyrirframgefinni niðurstöðu skáldsins. Umræddur ritstjórnarpistill var nefndur “Sérhagsmunir Hönnu Katrínar” og ber hann öll merki pantaðra skrifa frá hagsmunaaðilum í innflutningi. Þannig er látið að því liggja að stjórnmálaflokkurinn Viðreisn sé fremur hlynntur innlendri framleiðslu en hagsmunum innflytjenda landbúnaðarvara þegar allir vita að því er öfugt farið. Hverjir aðrir en Viðreisn settu það fremst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar að breyta tollflokkun mjólkurosts með örlitlu af íblandaðri pálmaolíu í þeim tilgangi að engir tollar yrðu lagðir á við innflutning þeirra? Auðvitað er fráleitt að 10% af innihaldi vöru breyti raunverulegu innihaldi og heiti hennar í þeim eina tilgangi að komast hjá umsömdum og eðlilegum tollum. Mjólkurostur með 10% íblandaðri pálmaolíu er ekki jurtaostur frekar en að lambalæri í jurtaolíukryddlegi sé jurtalæri. Ef svo væri gæti næsta krafan verið sú að allt kjöt af grasbítum yrði kallað jurtakjöt vegna þeirrar staðreyndar að grasbítar éta jú fyrst og fremst gras. Það þarf ekki hámenntaðan ritstjóra til að sjá það. Í skáldverkinu er því haldið fram að um sé að ræða sérhagsmuni Mjólkursamsölunnar. Þetta fyrirtæki bænda ber ábyrgð á söfnun og úrvinnslu allrar kúamjólkur í landinu og hefur ekkert um verðlag unninna vara þess að segja í mörgum tilfellum. MS er ekki rekið í því skyni að hámarka arðsemi til að geta greitt út háar arðgreiðslur til eigenda líkt og mörg einkafyrirtæki, enda getur hver sem er séð að þannig hefur reksturinn ekki verið. Sérhagsmunirnir í málinu liggja hjá innflytjanda umrædds mjólkurosts sem ekki kemst upp með að fara í kringum tollalög, bindandi álit Skattsins og margítrekaða dóma dómsstóla í málinu. Almannahagsmunir eru hinsvegar þeir að í landinu sé rekin blómleg framleiðsla matvæla eftir háum gæðastöðlum og um leið að sú framleiðsla sé ekki drepin niður vegna sérhagsmuna fáeinna innflytjenda. Ef sá sem skrifaði títtnefnda ævintýraskáldsögu í Viðskiptablaðinu hefði haft fyrir því að miða fremur við staðreyndir málsins en að snúa sannleikanum á hvolf í þágu innflytjanda mjólkurosts hefði trúverðugleiki hans ekki beðið þá hnekki sem nú blasa við líkt og opið beinbrot. Þá má bæta við að sóðaleg árás miðilsins á gæði íslenskrar framleiðslu osta ásamt myndbirtingu af viðbrenndri flatböku máli sínu til stuðnings ber ekki vott um mikinn sjálfsaga þegar geyst er fram á ritvöllinn með sinn vonda málstað. Fullyrðingar um að að íslenskir veitingamenn vilji ekki nota íslenskan ost vegna þess að hann sé myglaður, stökkur og þvíumlíkt er auðvitað ekki svaravert, enda þekkja allir íslendingar gæði íslenskra osta sem og annarra íslenskra landbúnaðarafurða. Þá má velta fyrir sér hver tilgangurinn sé með rangfærslum ritstjórnar Viðskiptablaðsins um að gengið sé gegn alþjóðasamningum og Evrópusambandinu með því að framfylgja gildandi og margstaðfestri tollflokkun umrædds pítsaosts. Það er von undirritaðs að pistlar og greinar í annars áhugaverðu og skemmtilegu Viðskiptablaði muni í framtíðinni byggjast meira á staðreyndum og minna á blindri hagsmunagæslu sérhagsmunaafla með möguleg ítök eða kunningsskap að baki. Það yki vegsemd og virðingu miðilsins sem væri vel. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Högni Elfar Gylfason Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið gengið á í fjölmiðlum hérlendis varðandi tollflokkun osta sem fluttir eru til landsins. Mörg orð úr ýmsum áttum hafa verið látin falla og oft á tíðum hefur sannleikurinn verið látinn víkja fyrir skoðunum og hagsmunum skrifara eða hagsmunaaðila að baki skrifunum. Undirritaður á það til að lesa fréttir og greinar sem skrifaðar eru um málefni íslenskrar matvælaframleiðslu, væntingar og áskoranir sem að greininni steðja. Á vegi mínum varð kraftmikill ritstjórnarpistill í Viðskiptablaðinu þar sem fram á ritvöllinn geystist andlitslaus pistlahöfundur undir dulnefninu Týr. Nafn pistla og greina eru oftast lýsandi fyrir innihald þeirra, en í þessu tilfelli var þó farin sú leið að snúa innihaldinu á hvolf, en fyrirsögnin gerð til að vekja upp hughrif hjá lesendum sem hentuðu fyrirframgefinni niðurstöðu skáldsins. Umræddur ritstjórnarpistill var nefndur “Sérhagsmunir Hönnu Katrínar” og ber hann öll merki pantaðra skrifa frá hagsmunaaðilum í innflutningi. Þannig er látið að því liggja að stjórnmálaflokkurinn Viðreisn sé fremur hlynntur innlendri framleiðslu en hagsmunum innflytjenda landbúnaðarvara þegar allir vita að því er öfugt farið. Hverjir aðrir en Viðreisn settu það fremst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar að breyta tollflokkun mjólkurosts með örlitlu af íblandaðri pálmaolíu í þeim tilgangi að engir tollar yrðu lagðir á við innflutning þeirra? Auðvitað er fráleitt að 10% af innihaldi vöru breyti raunverulegu innihaldi og heiti hennar í þeim eina tilgangi að komast hjá umsömdum og eðlilegum tollum. Mjólkurostur með 10% íblandaðri pálmaolíu er ekki jurtaostur frekar en að lambalæri í jurtaolíukryddlegi sé jurtalæri. Ef svo væri gæti næsta krafan verið sú að allt kjöt af grasbítum yrði kallað jurtakjöt vegna þeirrar staðreyndar að grasbítar éta jú fyrst og fremst gras. Það þarf ekki hámenntaðan ritstjóra til að sjá það. Í skáldverkinu er því haldið fram að um sé að ræða sérhagsmuni Mjólkursamsölunnar. Þetta fyrirtæki bænda ber ábyrgð á söfnun og úrvinnslu allrar kúamjólkur í landinu og hefur ekkert um verðlag unninna vara þess að segja í mörgum tilfellum. MS er ekki rekið í því skyni að hámarka arðsemi til að geta greitt út háar arðgreiðslur til eigenda líkt og mörg einkafyrirtæki, enda getur hver sem er séð að þannig hefur reksturinn ekki verið. Sérhagsmunirnir í málinu liggja hjá innflytjanda umrædds mjólkurosts sem ekki kemst upp með að fara í kringum tollalög, bindandi álit Skattsins og margítrekaða dóma dómsstóla í málinu. Almannahagsmunir eru hinsvegar þeir að í landinu sé rekin blómleg framleiðsla matvæla eftir háum gæðastöðlum og um leið að sú framleiðsla sé ekki drepin niður vegna sérhagsmuna fáeinna innflytjenda. Ef sá sem skrifaði títtnefnda ævintýraskáldsögu í Viðskiptablaðinu hefði haft fyrir því að miða fremur við staðreyndir málsins en að snúa sannleikanum á hvolf í þágu innflytjanda mjólkurosts hefði trúverðugleiki hans ekki beðið þá hnekki sem nú blasa við líkt og opið beinbrot. Þá má bæta við að sóðaleg árás miðilsins á gæði íslenskrar framleiðslu osta ásamt myndbirtingu af viðbrenndri flatböku máli sínu til stuðnings ber ekki vott um mikinn sjálfsaga þegar geyst er fram á ritvöllinn með sinn vonda málstað. Fullyrðingar um að að íslenskir veitingamenn vilji ekki nota íslenskan ost vegna þess að hann sé myglaður, stökkur og þvíumlíkt er auðvitað ekki svaravert, enda þekkja allir íslendingar gæði íslenskra osta sem og annarra íslenskra landbúnaðarafurða. Þá má velta fyrir sér hver tilgangurinn sé með rangfærslum ritstjórnar Viðskiptablaðsins um að gengið sé gegn alþjóðasamningum og Evrópusambandinu með því að framfylgja gildandi og margstaðfestri tollflokkun umrædds pítsaosts. Það er von undirritaðs að pistlar og greinar í annars áhugaverðu og skemmtilegu Viðskiptablaði muni í framtíðinni byggjast meira á staðreyndum og minna á blindri hagsmunagæslu sérhagsmunaafla með möguleg ítök eða kunningsskap að baki. Það yki vegsemd og virðingu miðilsins sem væri vel. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun