Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. mars 2025 15:33 Kirkjukór Lágafellssóknar syngur fyrir kirkjugesti fyrir einhverjum árum síðan. Nú ríkir óvissa með það hvort kirkjukórinn starfi áfram. Lágafellskirkja Formaður kirkjukórs Lágafellssóknar segist vera í öngum sínum yfir því að organisti kirkjunnar skyldi gera kórnum að hætta. Hún segist ekki álasa organistanum en ljóst sé að hann hafi ekki ráðið við kórinn. Bæjarblaðið Mosfellingur greindi frá því í morgun að organisti Lágafellskirkju hefði tilkynnt kórfélögum í Kirkjukór Lágafellssóknar á kóræfingu þann 11. febrúar að kórinn skyldi hætta þar sem hann væri orðinn gamall og lélegur. „Ég er alveg í öngum mínum yfir þessu öllu og líður illa yfir því að þetta skyldi fara svona,“ segir Valgerður Magnúsdóttir, formaður Kirkjukórs Lágafellssóknar. Organistinn fínasti drengur en ekki tæklað kórinn rétt Þó fundurinn hafi átt sér stað í byrjun febrúar segir Valgerður aðdragandann vera mun lengri og nái aftur til ráðningar organistans, Árna Heiðars Karlssonar. „Það var ráðinn nýr organisti 2023 og fljótlega fórum við að finna fyrir samstarfsörðugleikum við hann. Þetta er fínasti drengur, ég er ekki að álasa honum fyrir eitt eða neitt, en hann bara náði ekki að tækla þennan gamla kór,“ segir Valgerður. Valgerður viðurkennir að kórinn sé orðinn býsna fullorðinn. Þrátt fyrir það séu ungar raddir inn á milli hinna öldruðu og kórinn geti alveg sungið fyrir því. „Við erum búin að syngja þarna mörg í mörg ár. En svo allt í einu núna treysti hann okkur ekki. Þá byrjar svona ólga og leiðindi sem enduðu svona, því miður,“ segir hún. Sjötíu ára söngafmæli í hættu Lítil endurnýjun og nýliðun hefur verið í kórnum undanfarin ár og segir Valgerður bæði kórfélaga og organista bera þar ábyrgð. Lágafellskirkja í Mosfellsbæ þar sem kirkjukórinn hefur sungið frá 1948.Vísir/Vilhelm „Okkur hefur gengið illa að fá karla inn í kórinn þannig við höfum verið að berjast við að hafa einn til tvo tenóra. Og okkur hefur alls ekki gengið að fá nýtt fólk inn í kórinn,“ segir Valgerður. Kórinn var stofnaður árið 1948, hefur starfað samfellt síðan og hafa margir meðlimir sungið með kórnum í áratugi. Valgerður er búin að vera í kórnum í 39 ár og einn félagi hennar hefði haldið upp á stórafmæli í haust. „Við erum með einn sem hefði haldið upp á 70 ára kórafmæli næsta haust. Hann var bara drengur þegar hann byrjaði í kórnum og hefur gert allt mögulegt í kirkjunni, hann hefur verið kirkjuvörður, grafartökumaður og í öllu mögulegu,“ segir Valgerður. „Hann er bassi og hann getur alveg sungið þó hann sé orðinn fullorðinn,“ segir hún. Haldist staðan óbreytt muni hann þó ekki geta haldið upp á sjötíu ára söngafmælið í haust. „Þá stóðu allir upp og fóru“ Organistinn hafði fundað með öðrum fulltrúum kirkjunnar morguninn áður en hann tilkynnti kórnum að best væri að hann myndi starfa fram á vor og hætta svo. Kórfélagar hafi spurt hann hvers vegna þeir ættu að hætta í vor. „Umræður fóru þá af stað sem enduðu þannig að hann óskaði eftir því að við hættum bara núna. Og þar með tókum við því sem brottrekstri,“ segir hún. „Þá stóðu allir upp og fóru.“ Síðan þá hafi kórinn ekki komið saman. „Ég er mjög leið yfir þessu öll og finnst ömurlegt að þetta skuli hafa endað svona. Eins og ég hef sagt er Árni alls ekki slæmur maður, ég er ekki að alla á hann en hann bara náði ekki tökum á kórnum,“ segir hún. Allir farið sáttir frá borði af fundi Ekki er þó öll von úti því það hafa verið haldnir fundir með kórnum af hálfu safnaðarstjórnar kirkjunnar. „Við erum að reyna að leysa þetta sem ég vona að takist því það finnst öllum innan kórsins þetta sorglegt og enginn hafði trú á því að þetta færi svona,“ segir Valgerður. Mosfellingur hefur eftir sóknarnefnd kirkjunnar að sáttafundur milli hlutaðeigandi aðila hafi verið árangursríkur og tekur Valgerður undir það. „Ég var mjög ánægð með þann fund og allir sem voru á fundinum voru það. Svo vinna þau úr því, sáttasemjararnir,“ segir hún. Allir hafi farið sáttar frá þeim fundi að sögn Valgerðar „Það svíður öllum að þetta hafi farið svona. Því það hefði ekkert þurft að fara svona ef hlustað hefði verið fyrr á kórinn þegar kvartað var undan samskiptum,“ segir hún að lokum. Ekki náðist í Árna Heiðar Karlsson, organista við Lágafellskirkju. Mosfellsbær Kórar Eldri borgarar Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Bæjarblaðið Mosfellingur greindi frá því í morgun að organisti Lágafellskirkju hefði tilkynnt kórfélögum í Kirkjukór Lágafellssóknar á kóræfingu þann 11. febrúar að kórinn skyldi hætta þar sem hann væri orðinn gamall og lélegur. „Ég er alveg í öngum mínum yfir þessu öllu og líður illa yfir því að þetta skyldi fara svona,“ segir Valgerður Magnúsdóttir, formaður Kirkjukórs Lágafellssóknar. Organistinn fínasti drengur en ekki tæklað kórinn rétt Þó fundurinn hafi átt sér stað í byrjun febrúar segir Valgerður aðdragandann vera mun lengri og nái aftur til ráðningar organistans, Árna Heiðars Karlssonar. „Það var ráðinn nýr organisti 2023 og fljótlega fórum við að finna fyrir samstarfsörðugleikum við hann. Þetta er fínasti drengur, ég er ekki að álasa honum fyrir eitt eða neitt, en hann bara náði ekki að tækla þennan gamla kór,“ segir Valgerður. Valgerður viðurkennir að kórinn sé orðinn býsna fullorðinn. Þrátt fyrir það séu ungar raddir inn á milli hinna öldruðu og kórinn geti alveg sungið fyrir því. „Við erum búin að syngja þarna mörg í mörg ár. En svo allt í einu núna treysti hann okkur ekki. Þá byrjar svona ólga og leiðindi sem enduðu svona, því miður,“ segir hún. Sjötíu ára söngafmæli í hættu Lítil endurnýjun og nýliðun hefur verið í kórnum undanfarin ár og segir Valgerður bæði kórfélaga og organista bera þar ábyrgð. Lágafellskirkja í Mosfellsbæ þar sem kirkjukórinn hefur sungið frá 1948.Vísir/Vilhelm „Okkur hefur gengið illa að fá karla inn í kórinn þannig við höfum verið að berjast við að hafa einn til tvo tenóra. Og okkur hefur alls ekki gengið að fá nýtt fólk inn í kórinn,“ segir Valgerður. Kórinn var stofnaður árið 1948, hefur starfað samfellt síðan og hafa margir meðlimir sungið með kórnum í áratugi. Valgerður er búin að vera í kórnum í 39 ár og einn félagi hennar hefði haldið upp á stórafmæli í haust. „Við erum með einn sem hefði haldið upp á 70 ára kórafmæli næsta haust. Hann var bara drengur þegar hann byrjaði í kórnum og hefur gert allt mögulegt í kirkjunni, hann hefur verið kirkjuvörður, grafartökumaður og í öllu mögulegu,“ segir Valgerður. „Hann er bassi og hann getur alveg sungið þó hann sé orðinn fullorðinn,“ segir hún. Haldist staðan óbreytt muni hann þó ekki geta haldið upp á sjötíu ára söngafmælið í haust. „Þá stóðu allir upp og fóru“ Organistinn hafði fundað með öðrum fulltrúum kirkjunnar morguninn áður en hann tilkynnti kórnum að best væri að hann myndi starfa fram á vor og hætta svo. Kórfélagar hafi spurt hann hvers vegna þeir ættu að hætta í vor. „Umræður fóru þá af stað sem enduðu þannig að hann óskaði eftir því að við hættum bara núna. Og þar með tókum við því sem brottrekstri,“ segir hún. „Þá stóðu allir upp og fóru.“ Síðan þá hafi kórinn ekki komið saman. „Ég er mjög leið yfir þessu öll og finnst ömurlegt að þetta skuli hafa endað svona. Eins og ég hef sagt er Árni alls ekki slæmur maður, ég er ekki að alla á hann en hann bara náði ekki tökum á kórnum,“ segir hún. Allir farið sáttir frá borði af fundi Ekki er þó öll von úti því það hafa verið haldnir fundir með kórnum af hálfu safnaðarstjórnar kirkjunnar. „Við erum að reyna að leysa þetta sem ég vona að takist því það finnst öllum innan kórsins þetta sorglegt og enginn hafði trú á því að þetta færi svona,“ segir Valgerður. Mosfellingur hefur eftir sóknarnefnd kirkjunnar að sáttafundur milli hlutaðeigandi aðila hafi verið árangursríkur og tekur Valgerður undir það. „Ég var mjög ánægð með þann fund og allir sem voru á fundinum voru það. Svo vinna þau úr því, sáttasemjararnir,“ segir hún. Allir hafi farið sáttar frá þeim fundi að sögn Valgerðar „Það svíður öllum að þetta hafi farið svona. Því það hefði ekkert þurft að fara svona ef hlustað hefði verið fyrr á kórinn þegar kvartað var undan samskiptum,“ segir hún að lokum. Ekki náðist í Árna Heiðar Karlsson, organista við Lágafellskirkju.
Mosfellsbær Kórar Eldri borgarar Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira