Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. „Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði?” spyr 59 ára karl. Hann, líkt og fleiri lesendur, sendi mér þessa spurningu í gegnum spurningaboxið sem er að finna neðst í öllum greinunum hjá mér. Sumar spurningar fæ ég aftur og aftur, frá lesendum þessa pistils, og frá skjólstæðingum í viðtölum. Ein af þessum spurningum er; „Erum við að gera það nógu oft? Hvað eru aðrir að gera það oft? Hvað er eðlilegt?” Sannleikurinn er samt bara þessi; Það er ekkert eitt rétt svar! Hversu oft par stundar kynlíf segir ekki endilega til um hversu gott kynlífið er. Sum pör stunda kynlíf oft í viku og eru sátt með sitt kynlíf á meðan önnur stunda kynlíf 1 -2 í mánuði og eru alveg jafn ánægð. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í greininni. Allskonar pör stunda allskonar kynlíf á allskonar tíma. Vísir/Getty Frekar en að mæla gæði kynlífs út frá því hversu oft þið stundið kynlíf er betra að mæla það út frá unaði. „Pleasure is the measure” eins og Emily Nagoski bendir á bók sinni Come Together: The Science (and Art!) of Creating Lasting Sexual Connection (2024) sem fjallar um kynlíf para í langtímasambandi. Frekar en að bera þitt samband saman við önnur myndi ég spyrja þig og maka þinn: Hversu ánægð eruð þið með kynlífið sem þið stundið? Í hlaðvarpsþættinum Kynlífið fjölluðum við Indíana Rós, kynfræðingur, nýlega um kynlíf og langtímasambönd. Um þetta málefni höfðum við svo mikið að segja að efninu var að lokum skipt niður í tvo þætti. Hlustið endilega á bæði hluta 1 og 2. En fyrri þáttinn má nálgast hér: Kynlíf í langtímasambandi Það er skiljanlegt að vera forvitin um það hversu oft önnur pör stunda kynlíf í mánuði eða hvað sé eðlilegt. Pör sem eru óánægð með það kynlíf sem þau eru að stunda verða oft uppteknari af kynlífi en pör sem eru ánægðari. Ef þú ert að bera saman eigið kynlíf við annarra vegna þess að þú ert óánægður með það hversu oft þið stundið kynlíf er gott að skoða nokkra þætti. Talið saman um kynlíf Pör sem tala um kynlíf sitt eru almennt kynferðislega sáttari og líklegri til að fá fullnægingu í kynlífi. Hversu oft langar ykkur að stunda kynlíf? Hver á oftast frumkvæði? Það getur hjálpað að finna ólíkar leiðir til að eiga frumkvæði og gera það þannig að bæði upplifi sig örugg í því hlutverki. Hversu ánægð eru þið með kynlífið? Myndu þið vilja að kynlífið ykkur væri fjölbreyttara eða öðruvísi? Taktu ábyrgð á eigin kynlöngun Hvert og eitt okkar ber ábyrgð á okkur sem kynveru. Kynlöngun í langtímasamband er oftast ólík kynlönguninni sem við finnum fyrir í byrjun sambands. Hvenær kviknar á kynlöngun hjá þér? Hvað ertu oftast að gera þegar þú finnur fyrir kynlöngun? Þegar við skiljum betur hvað við þurfum til að kveikja á kynlöngun er auðveldara að komast þangað! Byrjaðu á unaði og svo kemur kynlöngun Frekar en að hugsa að fyrst þurfir þú að finna fyrir kynlöngun til að vera tilbúinn fyrir unað, er oft hjálplegra að snúa þessu við. Með því að setja fókus á unað, sem getur verið kossar, snerting, að liggja hlið við hlið, nudda eða strjúka hvort öðru náið þið að snúa þessu við. Þegar við byrjum á unaði getum við séð hvort kynlöngun kvikni smátt og smátt, auðvitað alltaf án þess að það sé krafa um kynlöngun eða kynlíf. Kynntu þér þínar bremsur og kveikjur Algjört lykilatriði er að kveikja á þér fyrir þig! Hvað kveikir í þér? Hvað slekkur á þér? Gerðu meira af því sem kveikir á þinni kynlöngun og reyndu að draga úr því sem slekkur á henni! Það er ekkert eitt ráð sem virkar fyrir okkur öll. En það er skemmtilegt ferðalag að finna út úr því hvað eykur löngun og unað! Kveikjur geta verið lykt, snerting, heit skilaboð, erótísk bók, fatnaður, slökun, tilfinningaleg nánd, að sjá eitthvað sem þér finnst sexí eða spennandi! Bremsur eru síðan allt það sem slekkur á kynlöngun eins og pressa, vond lykt, mikið drasl, verkir, skortur á tilfinningalegri nánd, vanlíðan, að upplifa ójafnvægi í sambandinu, þreyta og streita. Því betur sem við þekkjum okkur sjálf og okkar langanir því einfaldara er að vita hvað okkur finnst gott í kynlífi og hvað ekki.Vísir/Getty Því betur sem við þekkjum okkur og okkar þarfir því auðveldara er að flæða úr hversdeginum yfir í nánd og unað! Ég skil vel að mörg séu forvitin um það hvort þeirra kynlíf sé eins og annarra en þegar uppi er staðið skiptir í raun bara máli hvort þið séuð ánægð! Gangi þér vel <3 Allar greinar eftir Aldísi má finna á sama stað á Vísi. Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira
Sumar spurningar fæ ég aftur og aftur, frá lesendum þessa pistils, og frá skjólstæðingum í viðtölum. Ein af þessum spurningum er; „Erum við að gera það nógu oft? Hvað eru aðrir að gera það oft? Hvað er eðlilegt?” Sannleikurinn er samt bara þessi; Það er ekkert eitt rétt svar! Hversu oft par stundar kynlíf segir ekki endilega til um hversu gott kynlífið er. Sum pör stunda kynlíf oft í viku og eru sátt með sitt kynlíf á meðan önnur stunda kynlíf 1 -2 í mánuði og eru alveg jafn ánægð. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í greininni. Allskonar pör stunda allskonar kynlíf á allskonar tíma. Vísir/Getty Frekar en að mæla gæði kynlífs út frá því hversu oft þið stundið kynlíf er betra að mæla það út frá unaði. „Pleasure is the measure” eins og Emily Nagoski bendir á bók sinni Come Together: The Science (and Art!) of Creating Lasting Sexual Connection (2024) sem fjallar um kynlíf para í langtímasambandi. Frekar en að bera þitt samband saman við önnur myndi ég spyrja þig og maka þinn: Hversu ánægð eruð þið með kynlífið sem þið stundið? Í hlaðvarpsþættinum Kynlífið fjölluðum við Indíana Rós, kynfræðingur, nýlega um kynlíf og langtímasambönd. Um þetta málefni höfðum við svo mikið að segja að efninu var að lokum skipt niður í tvo þætti. Hlustið endilega á bæði hluta 1 og 2. En fyrri þáttinn má nálgast hér: Kynlíf í langtímasambandi Það er skiljanlegt að vera forvitin um það hversu oft önnur pör stunda kynlíf í mánuði eða hvað sé eðlilegt. Pör sem eru óánægð með það kynlíf sem þau eru að stunda verða oft uppteknari af kynlífi en pör sem eru ánægðari. Ef þú ert að bera saman eigið kynlíf við annarra vegna þess að þú ert óánægður með það hversu oft þið stundið kynlíf er gott að skoða nokkra þætti. Talið saman um kynlíf Pör sem tala um kynlíf sitt eru almennt kynferðislega sáttari og líklegri til að fá fullnægingu í kynlífi. Hversu oft langar ykkur að stunda kynlíf? Hver á oftast frumkvæði? Það getur hjálpað að finna ólíkar leiðir til að eiga frumkvæði og gera það þannig að bæði upplifi sig örugg í því hlutverki. Hversu ánægð eru þið með kynlífið? Myndu þið vilja að kynlífið ykkur væri fjölbreyttara eða öðruvísi? Taktu ábyrgð á eigin kynlöngun Hvert og eitt okkar ber ábyrgð á okkur sem kynveru. Kynlöngun í langtímasamband er oftast ólík kynlönguninni sem við finnum fyrir í byrjun sambands. Hvenær kviknar á kynlöngun hjá þér? Hvað ertu oftast að gera þegar þú finnur fyrir kynlöngun? Þegar við skiljum betur hvað við þurfum til að kveikja á kynlöngun er auðveldara að komast þangað! Byrjaðu á unaði og svo kemur kynlöngun Frekar en að hugsa að fyrst þurfir þú að finna fyrir kynlöngun til að vera tilbúinn fyrir unað, er oft hjálplegra að snúa þessu við. Með því að setja fókus á unað, sem getur verið kossar, snerting, að liggja hlið við hlið, nudda eða strjúka hvort öðru náið þið að snúa þessu við. Þegar við byrjum á unaði getum við séð hvort kynlöngun kvikni smátt og smátt, auðvitað alltaf án þess að það sé krafa um kynlöngun eða kynlíf. Kynntu þér þínar bremsur og kveikjur Algjört lykilatriði er að kveikja á þér fyrir þig! Hvað kveikir í þér? Hvað slekkur á þér? Gerðu meira af því sem kveikir á þinni kynlöngun og reyndu að draga úr því sem slekkur á henni! Það er ekkert eitt ráð sem virkar fyrir okkur öll. En það er skemmtilegt ferðalag að finna út úr því hvað eykur löngun og unað! Kveikjur geta verið lykt, snerting, heit skilaboð, erótísk bók, fatnaður, slökun, tilfinningaleg nánd, að sjá eitthvað sem þér finnst sexí eða spennandi! Bremsur eru síðan allt það sem slekkur á kynlöngun eins og pressa, vond lykt, mikið drasl, verkir, skortur á tilfinningalegri nánd, vanlíðan, að upplifa ójafnvægi í sambandinu, þreyta og streita. Því betur sem við þekkjum okkur sjálf og okkar langanir því einfaldara er að vita hvað okkur finnst gott í kynlífi og hvað ekki.Vísir/Getty Því betur sem við þekkjum okkur og okkar þarfir því auðveldara er að flæða úr hversdeginum yfir í nánd og unað! Ég skil vel að mörg séu forvitin um það hvort þeirra kynlíf sé eins og annarra en þegar uppi er staðið skiptir í raun bara máli hvort þið séuð ánægð! Gangi þér vel <3 Allar greinar eftir Aldísi má finna á sama stað á Vísi.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í greininni.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira