Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar 4. febrúar 2025 14:30 Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar í dag um tillögu borgarstjórans um stórfellda hækkun gatnagerðargjalda í borginni. Hækkun gjaldsins fyrir fjölbýlishús verður 85%. Sennilegt er að afleiðingar þessarar skattahækkunar verði að verð fyrir íbúð í fjölbýlishúsi hækki að meðaltali um tvær milljónir króna. Húsnæðisvandi og hátt íbúðaverð hefur verið eitt meginviðfangsefni stjórnmálanna undanfarin ár og eitt af aðalumræðuefnunum fyrir hvort heldur er sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningar. Það vekur óneitanlega furðu ef borgarstjórn Reykjavíkur ætlar í dag að taka ákvörðun, sem mun stuðla að hækkun íbúðaverðs og frekari húsnæðisvanda. Borgin leggur hærri kvaðir á húsbyggjendur Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að gatnagerðargjöld standi í dag ekki undir kostnaði við gatnagerð og muni heldur ekki gera það eftir hækkun. Þá verði gjaldskráin bara svipuð og í öðrum sveitarfélögum. Þá gleymist að nefna að Reykjavíkurborg gengur á mörgum öðrum sviðum miklu lengra í gjaldtöku og kvöðum á húsbyggjendur en önnur sveitarfélög, til dæmis þessum: Borgin leggur kvaðir á byggingarfélög um að félagsíbúðir séu 5% nýrra íbúða, en önnur sveitarfélög gera ekki sömu kröfur. Söluverð á þessum íbúðum er fyrirfram ákveðið og vel undir kostnaði, þannig að í því felast álögur á húsbyggjendur. Af sama toga eru kvaðir um að hlutfall leiguíbúða sé 15%. Byggingarréttargjöld eða innviðagjöld eru 17.500 krónur á fermetra í Reykjavík og eiga sér enga hliðstæðu. Reykjavík gerir þá kröfu til lóðarhafa á nýjum skipulagssvæðum að ákveðinni fjárhæð sé varið í listsköpun í almenningsrýmum, en það gera önnur sveitarfélög ekki. Á sumum nýjum þróunarreitum í borginni er kostnaður við uppbyggingu innviða á höndum lóðarhafa og má þar nefna Kringlureitinn og Skeifuna 7-9. Húsnæðisumbætur ríkisstjórnarinnar núllaðar út? Það vekur ekki síður furðu að á sama tíma og borgarstjórn Reykjavíkur ræðir hækkun byggingarkostnaðar sunnan við Vonarstræti hefur ríkisstjórn, sem er að hluta samansett af sömu stjórnmálaflokkum og borgarstjórnarmeirihlutinn, boðað að norðan götunnar, á Alþingi, verði lagður fram stafli af málum sem eiga að stuðla að því að lækka íbúðaverð og hjálpa fólki að eignast eigin húsnæði. Vonarstrætið er vissulega tvístefnugata - en eigum við að trúa því að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar í borgarstjórn ætli að greiða atkvæði með tillögum sem fara mögulega langt með að núlla út ávinninginn af þingmálum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að húsnæðiskostnaði almennings í stærsta sveitarfélagi landsins? Hér er ástæða fyrir borgarstjórn að staldra við og samþykkja ekki þessar miklu hækkanir á gatnagerðargjöldum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar í dag um tillögu borgarstjórans um stórfellda hækkun gatnagerðargjalda í borginni. Hækkun gjaldsins fyrir fjölbýlishús verður 85%. Sennilegt er að afleiðingar þessarar skattahækkunar verði að verð fyrir íbúð í fjölbýlishúsi hækki að meðaltali um tvær milljónir króna. Húsnæðisvandi og hátt íbúðaverð hefur verið eitt meginviðfangsefni stjórnmálanna undanfarin ár og eitt af aðalumræðuefnunum fyrir hvort heldur er sveitarstjórnar- eða Alþingiskosningar. Það vekur óneitanlega furðu ef borgarstjórn Reykjavíkur ætlar í dag að taka ákvörðun, sem mun stuðla að hækkun íbúðaverðs og frekari húsnæðisvanda. Borgin leggur hærri kvaðir á húsbyggjendur Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að gatnagerðargjöld standi í dag ekki undir kostnaði við gatnagerð og muni heldur ekki gera það eftir hækkun. Þá verði gjaldskráin bara svipuð og í öðrum sveitarfélögum. Þá gleymist að nefna að Reykjavíkurborg gengur á mörgum öðrum sviðum miklu lengra í gjaldtöku og kvöðum á húsbyggjendur en önnur sveitarfélög, til dæmis þessum: Borgin leggur kvaðir á byggingarfélög um að félagsíbúðir séu 5% nýrra íbúða, en önnur sveitarfélög gera ekki sömu kröfur. Söluverð á þessum íbúðum er fyrirfram ákveðið og vel undir kostnaði, þannig að í því felast álögur á húsbyggjendur. Af sama toga eru kvaðir um að hlutfall leiguíbúða sé 15%. Byggingarréttargjöld eða innviðagjöld eru 17.500 krónur á fermetra í Reykjavík og eiga sér enga hliðstæðu. Reykjavík gerir þá kröfu til lóðarhafa á nýjum skipulagssvæðum að ákveðinni fjárhæð sé varið í listsköpun í almenningsrýmum, en það gera önnur sveitarfélög ekki. Á sumum nýjum þróunarreitum í borginni er kostnaður við uppbyggingu innviða á höndum lóðarhafa og má þar nefna Kringlureitinn og Skeifuna 7-9. Húsnæðisumbætur ríkisstjórnarinnar núllaðar út? Það vekur ekki síður furðu að á sama tíma og borgarstjórn Reykjavíkur ræðir hækkun byggingarkostnaðar sunnan við Vonarstræti hefur ríkisstjórn, sem er að hluta samansett af sömu stjórnmálaflokkum og borgarstjórnarmeirihlutinn, boðað að norðan götunnar, á Alþingi, verði lagður fram stafli af málum sem eiga að stuðla að því að lækka íbúðaverð og hjálpa fólki að eignast eigin húsnæði. Vonarstrætið er vissulega tvístefnugata - en eigum við að trúa því að fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar í borgarstjórn ætli að greiða atkvæði með tillögum sem fara mögulega langt með að núlla út ávinninginn af þingmálum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að húsnæðiskostnaði almennings í stærsta sveitarfélagi landsins? Hér er ástæða fyrir borgarstjórn að staldra við og samþykkja ekki þessar miklu hækkanir á gatnagerðargjöldum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun