Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 10:00 Mark Andrews er hér búinn að missa boltann á lokasekúndum leiksins og Baltimore Ravens var þar með úr leik í úrslitakeppni NFL. Getty/Kevin Sabitus Það er því miður alltof algengt að skúrkar í íþróttum verði fórnarlamb netníðs og hótanna. Fréttir frá Buffalo í Bandaríkjunum eru því jákvætt innlegg í baráttuna gegn slíkum ósóma. Mark Andrews, innherji Baltimore Ravens, missti boltann á úrslitastund í leik Ravens og Buffalo Bills í úrslitakeppni NFL deildarinnar um síðustu helgi. Ósáttir stuðningsmenn hans liðs úthúðuðu honum með miður skemmtilegum hætti á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Hann og fjölskylda hans fengu einnig líflátshótanir eftir leikinn. Amdrews fékk aftur á móti mikla samúð frá stuðningsmönnum mótherjanna í Buffalo Bills. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rRR9RXXzteU">watch on YouTube</a> Baltimore Ravens hefur verið eitt allra besta lið NFL deildarinnar síðustu ár en aldrei gengið vel í úrslitakeppninni. Þarna rann því enn eitt tímabilið þeim úr greipum. Hefði Andrews gripið boltann þá hefði liðið jafnað leikinn og tryggt sér framlengingu. Þess í stað fagnaði Buffalo Bills 27-25 sigri og mætir Kansas City Chief í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar um komandi helgi. Liðið er nú bara einum sigri frá Super Bowl. Stuðningsmenn Bills vildu sýna leikmanninum stuðning í verki og fóru eftir leikinn að safna pening fyrir góðgerðasamtök leikmannsins á GoFundMe vefnum. Bandarískir miðlar segja að það hafi nú safnast meira en 75 þúsund Bandaríkjadalir fyrir samtökin eða meira en tíu og hálf milljón íslenskra króna. Góðgerðasamtök Andrews styðja sjálf við bakið á fólki með sykursýki og leitast eftir því að auðvelda fórnarlömbum sjúkdómsins lífið. View this post on Instagram A post shared by TSN (@tsn_official) NFL Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Mark Andrews, innherji Baltimore Ravens, missti boltann á úrslitastund í leik Ravens og Buffalo Bills í úrslitakeppni NFL deildarinnar um síðustu helgi. Ósáttir stuðningsmenn hans liðs úthúðuðu honum með miður skemmtilegum hætti á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Hann og fjölskylda hans fengu einnig líflátshótanir eftir leikinn. Amdrews fékk aftur á móti mikla samúð frá stuðningsmönnum mótherjanna í Buffalo Bills. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rRR9RXXzteU">watch on YouTube</a> Baltimore Ravens hefur verið eitt allra besta lið NFL deildarinnar síðustu ár en aldrei gengið vel í úrslitakeppninni. Þarna rann því enn eitt tímabilið þeim úr greipum. Hefði Andrews gripið boltann þá hefði liðið jafnað leikinn og tryggt sér framlengingu. Þess í stað fagnaði Buffalo Bills 27-25 sigri og mætir Kansas City Chief í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar um komandi helgi. Liðið er nú bara einum sigri frá Super Bowl. Stuðningsmenn Bills vildu sýna leikmanninum stuðning í verki og fóru eftir leikinn að safna pening fyrir góðgerðasamtök leikmannsins á GoFundMe vefnum. Bandarískir miðlar segja að það hafi nú safnast meira en 75 þúsund Bandaríkjadalir fyrir samtökin eða meira en tíu og hálf milljón íslenskra króna. Góðgerðasamtök Andrews styðja sjálf við bakið á fólki með sykursýki og leitast eftir því að auðvelda fórnarlömbum sjúkdómsins lífið. View this post on Instagram A post shared by TSN (@tsn_official)
NFL Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira