Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 09:04 Ískjarni úr borun vísindamannanna á Little Dome C á austanverðu Suðurskautslandinu. AP/PNRA/IPEV Beyond Epica Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur náð að sækja eitt elsta ískjarnasýni í heimi djúpt úr Suðurskautslandsísnum. Ísinn er sagður að minnsta kosti 1,2 milljóna ára gamall. Hann getur varpað skýrara ljósi á hvernig lofthjúpur og loftslag jarðar hefur breyst. Það tók hóp sextán vísindamanna fjögur sumur að bora 2,8 kílómetra niður á berggrunn til þess að sækja sér sýnið. Hitinn var að meðaltali um -35 gráður á Celsíus á meðan á verkinu stóð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sam hópur hafði áður náð um 800.000 ára gömlum ískjarna. Loftslagsvísindamenn nota svokölluð veðurvitni eins og ískjarna til þess að rannsaka hvernig lofthjúpurinn og loftslag jarðar hefur breyst. Í ísnum má finna bólur af lofti frá þeim tíma sem ísinn fraus. Þannig er hægt að mæla efnasamsetningu þess, meðal annars styrk gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings og metans. „Þökk sé ískjarnanum munum við geta skilað hvað hefur breyst með gróðurhúsalofttegundir, efni og ryk í lofthjúpnum,“ segir Carlo Barbante, ítalskur jöklafræðingur og einn stjórnenda teymisins sem boraði eftir kjarnanum. Rannsóknir hópsins á fyrri ískjarnanum sýna að styrkur koltvísýrings hefur ekki verið eins hár í lofthjúpi jarðar og nú í að minnsta kosti hundruð árþúsunda. „Nú sjáum við styrk koltvísýrings sem er fimmtíu prósent hærri en hæstu gildin sem við höfum séð síðustu 800.000 árin,“ segir Barbante. Richard Alley, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskóla Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segir sérstaklega spennandi að teymið hafi borað alla leið niður á berggrunn suðuskautslandsins. Mögulega muni menn þá læra meira um sögu jarðar en bara af ískjörnunum. „Þetta er virkilega, virkilega ótrúlega stórkostlegt. Þau eiga eftir að komast að stórkostlegum hlutum,“ segir Alley sem tengist hópnum ekki. Loftslagsmál Vísindi Suðurskautslandið Tengdar fréttir Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Það tók hóp sextán vísindamanna fjögur sumur að bora 2,8 kílómetra niður á berggrunn til þess að sækja sér sýnið. Hitinn var að meðaltali um -35 gráður á Celsíus á meðan á verkinu stóð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sam hópur hafði áður náð um 800.000 ára gömlum ískjarna. Loftslagsvísindamenn nota svokölluð veðurvitni eins og ískjarna til þess að rannsaka hvernig lofthjúpurinn og loftslag jarðar hefur breyst. Í ísnum má finna bólur af lofti frá þeim tíma sem ísinn fraus. Þannig er hægt að mæla efnasamsetningu þess, meðal annars styrk gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings og metans. „Þökk sé ískjarnanum munum við geta skilað hvað hefur breyst með gróðurhúsalofttegundir, efni og ryk í lofthjúpnum,“ segir Carlo Barbante, ítalskur jöklafræðingur og einn stjórnenda teymisins sem boraði eftir kjarnanum. Rannsóknir hópsins á fyrri ískjarnanum sýna að styrkur koltvísýrings hefur ekki verið eins hár í lofthjúpi jarðar og nú í að minnsta kosti hundruð árþúsunda. „Nú sjáum við styrk koltvísýrings sem er fimmtíu prósent hærri en hæstu gildin sem við höfum séð síðustu 800.000 árin,“ segir Barbante. Richard Alley, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskóla Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segir sérstaklega spennandi að teymið hafi borað alla leið niður á berggrunn suðuskautslandsins. Mögulega muni menn þá læra meira um sögu jarðar en bara af ískjörnunum. „Þetta er virkilega, virkilega ótrúlega stórkostlegt. Þau eiga eftir að komast að stórkostlegum hlutum,“ segir Alley sem tengist hópnum ekki.
Loftslagsmál Vísindi Suðurskautslandið Tengdar fréttir Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01