Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2024 14:33 Rashad Sweeting stal senunni í Ally Pally í gær. getty/Steven Paston Þrátt fyrir að Rashad Sweeting hafi tapað fyrir Jeffrey De Graaf á HM í pílukasti í gær er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn hjá áhorfendum í Alexandra höllinni í London. Sweeting varð í gær fyrsti keppandinn frá Bahaeyjum til að taka þátt á HM. Hann gekk inn í Alexandra höllina á meðan lagið „I'm a Bahamian (That's What I Like)“ með Nakhaz hljómaði. Sweeting var þó eitthvað áttavilltur í Ally Pally því hann villtist á leið sinni upp á sviðið. Starfsmaður vísaði honum síðan á réttan stað. Þegar uppi á sviðið var komið sýndi Sweeting góða takta. Hann vann fyrsta settið og fékk gott tækifæri til að vinna annað settið. Sweeting tapaði því hins vegar, 3-2. Hann náði þó 180 í oddaleggnum og fagnaði eins og Cole Palmer, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, við mikinn fögnuð viðstaddra. Seinna kom í ljós að hann hafði orðið við ósk aðdáanda um að nota fagnið. First 180 on the World Champs stage followed by the Cold Palmer celebration 🧊😂Who cares if it leaves double seven... An Ally Pally legend is born in Rashad Sweeting 🇧🇸👏 pic.twitter.com/1DPynnbfps— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2024 Eftir þessa góðu byrjun Sweetings reyndist hinn sænski De Graaf sterkari og vann leikinn, 3-1. Sweeting fangaði samt hug og hjörtu áhorfenda í Ally Pally sem vonast væntanlega til að sjá hann aftur á stóra sviðinu að ári. Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Sweeting varð í gær fyrsti keppandinn frá Bahaeyjum til að taka þátt á HM. Hann gekk inn í Alexandra höllina á meðan lagið „I'm a Bahamian (That's What I Like)“ með Nakhaz hljómaði. Sweeting var þó eitthvað áttavilltur í Ally Pally því hann villtist á leið sinni upp á sviðið. Starfsmaður vísaði honum síðan á réttan stað. Þegar uppi á sviðið var komið sýndi Sweeting góða takta. Hann vann fyrsta settið og fékk gott tækifæri til að vinna annað settið. Sweeting tapaði því hins vegar, 3-2. Hann náði þó 180 í oddaleggnum og fagnaði eins og Cole Palmer, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, við mikinn fögnuð viðstaddra. Seinna kom í ljós að hann hafði orðið við ósk aðdáanda um að nota fagnið. First 180 on the World Champs stage followed by the Cold Palmer celebration 🧊😂Who cares if it leaves double seven... An Ally Pally legend is born in Rashad Sweeting 🇧🇸👏 pic.twitter.com/1DPynnbfps— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2024 Eftir þessa góðu byrjun Sweetings reyndist hinn sænski De Graaf sterkari og vann leikinn, 3-1. Sweeting fangaði samt hug og hjörtu áhorfenda í Ally Pally sem vonast væntanlega til að sjá hann aftur á stóra sviðinu að ári.
Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira