Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 09:03 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu. AP/Embætti forseta Suður-Kóreu Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. Lögregluþjónum hefur enn ekki tekist að framkvæma húsleit á skrifstofum forsetans, sem öryggisverðir embættisins hafa komið í veg fyrir. Fyrst var það reynt í gær og aftur í morgun. Í sjónvarpsávarpi sem birt var í morgun sagði Yoon að forseti Suður-Kóreu hefði vald til að lýsa yfir herlögum og að hann hefði beitt því valdi sínu til að „verja þjóðina“ og blása lífi í ríkisstjórn ríkisins sem hefði verið lömuð af stjórnarandstöðunni. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Suður-Kóreu er með 171 þingmann af þrjú hundruð. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni lýsti hann ákvörðun sinni sem vel ígrundaðri pólitískri ákvörðun. Þá sagði hann einnig að það gæti ekki verið landráð að senda hermenn til að loka þinghúsinu á tímum herlaga. Umræddir hermenn reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn Suður-Kóreu gætu samþykkt ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Yoon sagði að þingið, þar sem stjórnarandstaðan væri með yfirráð, hefði breyst í skrímsli sem hefði rústað lýðræðinu í Suður-Kóreu. Þá sagðist hann einnig hafa skipað Kim Yong Hyun, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að rannsaka kerfi yfirkjörstjórnar Suður-Kóreu vegna ásakana um að tölvuþrjótar frá Norður-Kóreu hefðu komist þar inn. Kim hefur verið ákærður fyrir landráð. Hann sagðist eingöngu hafa sent um tvö hundruð óvopnaða hermenn til þingsins til að tryggja öryggi. Um þrjú hundruð hermenn voru sendir á aðra staði sem tengjast yfirkjörstjórninni. Ávarpið í morgun var í fyrsta sinn í fimm daga sem Yoon sést opinberlega. Eftir eina misheppnaða tilraun stendur til að greiða aftur atkvæði á laugardaginn um að ákæra Yoon fyrir embættisbrot. Fyrir ávarpið lýsti leiðtogi stjórnmálaflokks Yoon því yfir að þingmenn flokksins ættu að greiða atkvæði samkvæmt eigin samvisku. Áður hafði hann sagt að ekki ætti að víkja Yoon úr embætti. Að minnsta kosti sex þingmenn úr flokknum hafa lýst yfir stuðningi við að víkja forsetanum úr embætti en átta atkvæði þarf til að ákæran verði samþykkt. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Seoul, þar sem þúsundir hafa komið saman til að krefjast þess að Yoon segi af sér. Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Lögregluþjónum hefur enn ekki tekist að framkvæma húsleit á skrifstofum forsetans, sem öryggisverðir embættisins hafa komið í veg fyrir. Fyrst var það reynt í gær og aftur í morgun. Í sjónvarpsávarpi sem birt var í morgun sagði Yoon að forseti Suður-Kóreu hefði vald til að lýsa yfir herlögum og að hann hefði beitt því valdi sínu til að „verja þjóðina“ og blása lífi í ríkisstjórn ríkisins sem hefði verið lömuð af stjórnarandstöðunni. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Suður-Kóreu er með 171 þingmann af þrjú hundruð. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni lýsti hann ákvörðun sinni sem vel ígrundaðri pólitískri ákvörðun. Þá sagði hann einnig að það gæti ekki verið landráð að senda hermenn til að loka þinghúsinu á tímum herlaga. Umræddir hermenn reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn Suður-Kóreu gætu samþykkt ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Yoon sagði að þingið, þar sem stjórnarandstaðan væri með yfirráð, hefði breyst í skrímsli sem hefði rústað lýðræðinu í Suður-Kóreu. Þá sagðist hann einnig hafa skipað Kim Yong Hyun, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að rannsaka kerfi yfirkjörstjórnar Suður-Kóreu vegna ásakana um að tölvuþrjótar frá Norður-Kóreu hefðu komist þar inn. Kim hefur verið ákærður fyrir landráð. Hann sagðist eingöngu hafa sent um tvö hundruð óvopnaða hermenn til þingsins til að tryggja öryggi. Um þrjú hundruð hermenn voru sendir á aðra staði sem tengjast yfirkjörstjórninni. Ávarpið í morgun var í fyrsta sinn í fimm daga sem Yoon sést opinberlega. Eftir eina misheppnaða tilraun stendur til að greiða aftur atkvæði á laugardaginn um að ákæra Yoon fyrir embættisbrot. Fyrir ávarpið lýsti leiðtogi stjórnmálaflokks Yoon því yfir að þingmenn flokksins ættu að greiða atkvæði samkvæmt eigin samvisku. Áður hafði hann sagt að ekki ætti að víkja Yoon úr embætti. Að minnsta kosti sex þingmenn úr flokknum hafa lýst yfir stuðningi við að víkja forsetanum úr embætti en átta atkvæði þarf til að ákæran verði samþykkt. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Seoul, þar sem þúsundir hafa komið saman til að krefjast þess að Yoon segi af sér.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32
Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52
Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“