Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2024 12:02 Leikföng liggja meðal braks eftir loftárás Ísraela við Muwassi flóttamannabúðirnar nærri Khan Younis á Gasa í morgun. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa lést að minnsta kosti 21 í árásinni. vísir/AP Ísraelar hafa framið hópmorð af ásettu ráði á Gasa samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna segir gögn og vitnisburði sýna ótvírætt fram á þetta og kallar eftir sterkum viðbrögðum alþjóðasamfélagsins og íslenskra stjórnvalda. Í nýrri skýrslu Amnesty International kemur fram að Ísraelar hafi framið verknaði sem bannaðir eru samkvæmt sáttmála um ráðstafanir gegn hópmorði og refsingar fyrir hópmorð með það að markmiði að útrýma Palestínubúum á Gasa. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna, segir skýrsluna marka tímamót. „Í skýrslunni má lesa glöggt og rannsóknin sýnir það að um ásetning er að ræða. Ísrael hafi bæðið drepið og skaðað óbreytta borgara á Gasa en líka þröngvað upp á þá lífsskilyrðum sem með tímanum útrýma þeim,“ segir Anna. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.vísir/Vilhelm Þar er vísað til þess að Ísraelar hafi stöðvað og stýrt aðgangi að orkugjöfum og eldsneyti, hindrað mannúðaraðstoð, sprengt upp innviði á borð við sjúkrahús, notað óhóflega stórar sprengjur og skapað hungursneyð á svæðinu. Skýrslan byggir á níu mánaða rannsókn; fjölda viðtala við þolendur og vitni auk þess sem myndefni var rýnt og orðræða háttsettra ísraelskra embættismanna greind. „Amnesty greindi það að í aðdraganda margra ólögmætra aðgerða og ólögmætra árasa höfðu ísraelsir embættismenn verið með orðfæri þar sem í raun var kallað eftir aðgerðum og verknaði sem er skilgreint sem hópmorð og þar getur Amnesty sýnt fram á að um ásetning var að ræða,“ segir Anna og ítrekar að það sé um lykilatriði að ræða. Ísraelar hafa sagt skýrsluna byggða á lygum en Anna vísar gagnrýninni á bug og segir hana ekki efnislega á neinn hátt. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að yfir fjörutíu og tvö þúsund Palestínumenn hafi látið lífið á Gaza og þar af rúmlega þrettán þúsund og þrjú hundruð börn. Börn bíða eftir mataraðstoð á Gasa. Í skýrslunni er hindrun á mannúðaraðstoð sögð hluti af hópmorðsaðgerðum Ísreala á Gasa. vísir/AP Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum. „Við viljum að ríki, og sérstaklega þessir sterku bandamenn sem hafa stutt við bakið á Ísraelum sama hvað, grípi til brýnna og þýðingarmikilla aðgerða til að þrýsta á Ísrael um að hætta hópmorðsaðgerðum sínum gegn Palestínumönnum á Gasa. Það þarf að þrýsta á Ísrael að samþykkja vopnahlé og við viljum sjá ríki stöðva alla vopnaflutninga til Ísrael því án vopnaflutninga geta þessar árásir ekki haldið áfram,“ segir Anna. Amnesty boðar til mótmælafundar við Alþingi í hádeginu á mánudag. Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum íslenskra stjórnvalda.vísir/Vilhelm „Varðandi Ísland að þá myndum við vilja sjá þau fordæma hópmorð Ísraela á Palestínubúum á Gasa. Við viljum líka sjá að Ísland fordæmi aðskilnaðarstefnu Ísraels sem hefur verið þar við lýði. Þetta er ólögmætt og grimmilegt kerfi sem byggir á mismunun. Við viljum að Ísland noti hvert tækifæri á alþjóðavettvangi til þess að koma á vopnahléi og að bundinn verði endir á hópmorðið,“ segir Anna. Samtökin hafa boðið til mótmælafundar fyrir utan Alþingi í hádeginu á mándag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mannréttindi Palestína Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Í nýrri skýrslu Amnesty International kemur fram að Ísraelar hafi framið verknaði sem bannaðir eru samkvæmt sáttmála um ráðstafanir gegn hópmorði og refsingar fyrir hópmorð með það að markmiði að útrýma Palestínubúum á Gasa. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna, segir skýrsluna marka tímamót. „Í skýrslunni má lesa glöggt og rannsóknin sýnir það að um ásetning er að ræða. Ísrael hafi bæðið drepið og skaðað óbreytta borgara á Gasa en líka þröngvað upp á þá lífsskilyrðum sem með tímanum útrýma þeim,“ segir Anna. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.vísir/Vilhelm Þar er vísað til þess að Ísraelar hafi stöðvað og stýrt aðgangi að orkugjöfum og eldsneyti, hindrað mannúðaraðstoð, sprengt upp innviði á borð við sjúkrahús, notað óhóflega stórar sprengjur og skapað hungursneyð á svæðinu. Skýrslan byggir á níu mánaða rannsókn; fjölda viðtala við þolendur og vitni auk þess sem myndefni var rýnt og orðræða háttsettra ísraelskra embættismanna greind. „Amnesty greindi það að í aðdraganda margra ólögmætra aðgerða og ólögmætra árasa höfðu ísraelsir embættismenn verið með orðfæri þar sem í raun var kallað eftir aðgerðum og verknaði sem er skilgreint sem hópmorð og þar getur Amnesty sýnt fram á að um ásetning var að ræða,“ segir Anna og ítrekar að það sé um lykilatriði að ræða. Ísraelar hafa sagt skýrsluna byggða á lygum en Anna vísar gagnrýninni á bug og segir hana ekki efnislega á neinn hátt. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að yfir fjörutíu og tvö þúsund Palestínumenn hafi látið lífið á Gaza og þar af rúmlega þrettán þúsund og þrjú hundruð börn. Börn bíða eftir mataraðstoð á Gasa. Í skýrslunni er hindrun á mannúðaraðstoð sögð hluti af hópmorðsaðgerðum Ísreala á Gasa. vísir/AP Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum. „Við viljum að ríki, og sérstaklega þessir sterku bandamenn sem hafa stutt við bakið á Ísraelum sama hvað, grípi til brýnna og þýðingarmikilla aðgerða til að þrýsta á Ísrael um að hætta hópmorðsaðgerðum sínum gegn Palestínumönnum á Gasa. Það þarf að þrýsta á Ísrael að samþykkja vopnahlé og við viljum sjá ríki stöðva alla vopnaflutninga til Ísrael því án vopnaflutninga geta þessar árásir ekki haldið áfram,“ segir Anna. Amnesty boðar til mótmælafundar við Alþingi í hádeginu á mánudag. Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum íslenskra stjórnvalda.vísir/Vilhelm „Varðandi Ísland að þá myndum við vilja sjá þau fordæma hópmorð Ísraela á Palestínubúum á Gasa. Við viljum líka sjá að Ísland fordæmi aðskilnaðarstefnu Ísraels sem hefur verið þar við lýði. Þetta er ólögmætt og grimmilegt kerfi sem byggir á mismunun. Við viljum að Ísland noti hvert tækifæri á alþjóðavettvangi til þess að koma á vopnahléi og að bundinn verði endir á hópmorðið,“ segir Anna. Samtökin hafa boðið til mótmælafundar fyrir utan Alþingi í hádeginu á mándag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mannréttindi Palestína Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira