Afturkalla átta friðlýsingar Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2024 20:01 Geysir er eitt átta svæða þar sem friðlýsingar hafa verið afturkallaðar. Vísir/Vilhelm Friðlýsingar átta svæða á Íslandi hafa verið afturkallaðar. Var það gert vegna úrskurðar Hæstaréttar Íslands frá því í mars um að friðlýsing verndarsvæðis Jökulsár á Fjöllum frá árinu 2019 hefði verið ólögmæt. Í úrskurði Hæstaréttar segir að Alþingi hefði ekki fjallað um afmörkun verndarsvæðisins eins og lög gera kröfu um. Því komust dómarar Hæstaréttar að þeirri niðurstöður að umhverfis- og auðlindaráðherra hafi ekki verið heimilt að ákvarða friðlýsinguna. Fram kemur í yfirlýsingu frá ráðuneytinu að ráðherra hefði þurft að fara með nýja tillögu til þingsályktunar fyrir Alþingi áður en hægt væri að friðlýsa svæðið. Átta svæði á landinu hafa frá ágúst 2019 til ágúst 2021 verið friðlýst með þeim hætti að afturkalla friðlýsinguna. Þessi svæði eru Jökulsá á Fjöllum, Geysir, Kerlingrafjöll, Brennisteinsfjöll, Gjástykki, Hólmsá, Jökulfall og Hvítá og Tungnaá. Friðlýsing Jökulsár var afturkölluð í sumar og friðlýsing Gjástykkis sömuleiðis. Hinar sex hafa nú einnig verið afturkallaðar. Fram kemur í áðurnefndri yfirlýsingu að eingöngu sé um að ræða friðlýsingar á grundvelli verndarflokks verndar- og orkunýtingaráætlunar. Þær hafa ekki áhrif á friðlýsingu Geysis sem náttúruvættis eða Kerlingarfjalla sem landslagsverndarsvæðis. Þá segir í yfirlýsingunni að ráðherra muni beina því aftur til verkefnisstjórnar að taka þessa virkjunarkosti til mats. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að aðalatriðið sé að enginn muni virkja á Geysi, í Kerlingarfjöllum eða innan þessara svæða. „Í kjölfar afturkallananna munum við einfaldlega beina því til verkefnisstjórnar að taka þessa virkjunarkosti aftur til mats svo Alþingi geti tekið þá til þinglegrar meðferðar með það að lokamarkmiði að verndarsvæðin verði friðlýst aftur á lögmætan hátt þegar bætt hefur verið úr ágalla friðlýsinganna.“ Dómsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Bláskógabyggð Þingeyjarsveit Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Í úrskurði Hæstaréttar segir að Alþingi hefði ekki fjallað um afmörkun verndarsvæðisins eins og lög gera kröfu um. Því komust dómarar Hæstaréttar að þeirri niðurstöður að umhverfis- og auðlindaráðherra hafi ekki verið heimilt að ákvarða friðlýsinguna. Fram kemur í yfirlýsingu frá ráðuneytinu að ráðherra hefði þurft að fara með nýja tillögu til þingsályktunar fyrir Alþingi áður en hægt væri að friðlýsa svæðið. Átta svæði á landinu hafa frá ágúst 2019 til ágúst 2021 verið friðlýst með þeim hætti að afturkalla friðlýsinguna. Þessi svæði eru Jökulsá á Fjöllum, Geysir, Kerlingrafjöll, Brennisteinsfjöll, Gjástykki, Hólmsá, Jökulfall og Hvítá og Tungnaá. Friðlýsing Jökulsár var afturkölluð í sumar og friðlýsing Gjástykkis sömuleiðis. Hinar sex hafa nú einnig verið afturkallaðar. Fram kemur í áðurnefndri yfirlýsingu að eingöngu sé um að ræða friðlýsingar á grundvelli verndarflokks verndar- og orkunýtingaráætlunar. Þær hafa ekki áhrif á friðlýsingu Geysis sem náttúruvættis eða Kerlingarfjalla sem landslagsverndarsvæðis. Þá segir í yfirlýsingunni að ráðherra muni beina því aftur til verkefnisstjórnar að taka þessa virkjunarkosti til mats. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að aðalatriðið sé að enginn muni virkja á Geysi, í Kerlingarfjöllum eða innan þessara svæða. „Í kjölfar afturkallananna munum við einfaldlega beina því til verkefnisstjórnar að taka þessa virkjunarkosti aftur til mats svo Alþingi geti tekið þá til þinglegrar meðferðar með það að lokamarkmiði að verndarsvæðin verði friðlýst aftur á lögmætan hátt þegar bætt hefur verið úr ágalla friðlýsinganna.“
Dómsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Bláskógabyggð Þingeyjarsveit Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira