Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2024 11:07 Kjörseðillinn í Maricopa er engin smásmíði að þessu sinni; tvö A4 blöð, prentuð báðum megin. Kosið er um forseta, þingmenn, ýmis embætti og nefndarsæti og fjölda tillagna, meðal annars er varða þungunarrof. AP/Matt York Allur viðbúnaður í Maricopa-sýslu í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið aukinn fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í dag, eftir ásakanir um kosningasvindl 2020. Að sögn Nate Young, sem fer fyrir upplýsingamálum hjá skjaladeild sýslunnar, sem annast meðal annars utankjörfundaratkvæðagreiðslur, hefur verið unnið markvisst að því að upplýsa kjósendur um framkvæmd kosninganna. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember. Á vefsíðu Maricopa má finna svör við ýmsum spurningum sem vöknuðu í kjölfar ásakana Repúblikana árið 2020 en að auki er nú streymt í beinni úr salnum þar sem talninginn fer fram og hægt að fylgjast með í gegnum yfir 20 myndavélar. Þá hafa starfsmenn sýslunnar unnið þrælsniðugt myndskeið, þar sem ferðalagi utankjörfundaratkvæðis er fylgt eftir, frá því að það er sent út og þar til það er talið. Hugað að öryggi kjósenda og starfsmanna Íbúar Maricopa-sýslu telja um 4,4 milljónir, eða um 62 prósent íbúa Arizona. Borgin Phoenix tilheyrir meðal annars Maricopa en sýslan er sú þriðja stærsta í Bandaríkjunum og fjölmennari en 24 ríki. Starfsmenn á kjördag verða tæplega 3.000 talsins en auk þess að auka enn frekar gagnsæi í talningarferlinu hefur verið unnið markvisst að því að tryggja öryggi þeirra og annarra á kjörstað, eftir að starfsmönnum var hótað 2020. Fá þeir meðal annars sérstaka þjálfun í viðbrögðum við ógnunum, auk þess sem sérstök miðstöð mun fylgjast með því sem fram fer á hinum ýmsu kjörstöðum og lögreglumenn frá ýmsum embættum, meðal annars Alríkislögreglunni, grípa inn í ef ástandið þykir ótryggt. Vegna áreitis hefur starfsmönnum verið ráðlagt að halda sig til hlés á samfélagsmiðlum yfir kosningarnar og þá hefur reglum verið breytt þannig að ekki er lengur hægt að fá aðgang að persónuupplýsingum starfsmanna, eins og áður var. Hér má finna frétt BBC um framkvæmd kosninganna í Maricopa. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Að sögn Nate Young, sem fer fyrir upplýsingamálum hjá skjaladeild sýslunnar, sem annast meðal annars utankjörfundaratkvæðagreiðslur, hefur verið unnið markvisst að því að upplýsa kjósendur um framkvæmd kosninganna. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember. Á vefsíðu Maricopa má finna svör við ýmsum spurningum sem vöknuðu í kjölfar ásakana Repúblikana árið 2020 en að auki er nú streymt í beinni úr salnum þar sem talninginn fer fram og hægt að fylgjast með í gegnum yfir 20 myndavélar. Þá hafa starfsmenn sýslunnar unnið þrælsniðugt myndskeið, þar sem ferðalagi utankjörfundaratkvæðis er fylgt eftir, frá því að það er sent út og þar til það er talið. Hugað að öryggi kjósenda og starfsmanna Íbúar Maricopa-sýslu telja um 4,4 milljónir, eða um 62 prósent íbúa Arizona. Borgin Phoenix tilheyrir meðal annars Maricopa en sýslan er sú þriðja stærsta í Bandaríkjunum og fjölmennari en 24 ríki. Starfsmenn á kjördag verða tæplega 3.000 talsins en auk þess að auka enn frekar gagnsæi í talningarferlinu hefur verið unnið markvisst að því að tryggja öryggi þeirra og annarra á kjörstað, eftir að starfsmönnum var hótað 2020. Fá þeir meðal annars sérstaka þjálfun í viðbrögðum við ógnunum, auk þess sem sérstök miðstöð mun fylgjast með því sem fram fer á hinum ýmsu kjörstöðum og lögreglumenn frá ýmsum embættum, meðal annars Alríkislögreglunni, grípa inn í ef ástandið þykir ótryggt. Vegna áreitis hefur starfsmönnum verið ráðlagt að halda sig til hlés á samfélagsmiðlum yfir kosningarnar og þá hefur reglum verið breytt þannig að ekki er lengur hægt að fá aðgang að persónuupplýsingum starfsmanna, eins og áður var. Hér má finna frétt BBC um framkvæmd kosninganna í Maricopa.
Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26 Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
„Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. 4. nóvember 2024 11:26
Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16
„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03