Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar 1. nóvember 2024 08:33 Þátttaka atvinnulífsins á COP29, aðildarríkjafundi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þingið fer að þessu sinni fram í Bakú, Aserbaísjan undir yfirskriftinni „In solidarity for a greener world,“ enda er það siðferðileg skylda allra þjóða að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu markið. Þó að mörgu hefur verið áorkað frá undirritun Parísarsamkomulagsins 2015, þá eru blikur á lofti og mikilvægt að vinna áfram að settu marki. Til að draga markvisst úr losun gróðurhúsaloftegunda þarf samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs í innleiðingu loftslagslausna á áður óþekktum skala. Tími aðgerða er nú. Áhersla síðasta loftslagsþings, COP28, var meðal annars á orkumál og útfösun jarðefnaeldsneytis. Á þessu þingi verður sérstökum sjónum beint að fjárfestingum í innviðum og nýsköpun en líka hvernig vinna megi að innleiðingu umfangsmikilla kerfisbreytinga, þvert á greinar, samfélög og þjóðir. Hér verða allar þjóðir að leggja sitt af mörkum svo vinna megi að nýjum leiðum að settu marki. Þegar kemur að loftslagsmálum og grænum lausnum stendur Ísland framar flestum þjóðum. Við höfum þegar lokið orkuskiptum í rafmagni og húshitun og til þess þurfti samstöðu og framsýni. Fjárfestingar okkar á þessum sviðum lögðu grunninn að því velferðarsamfélagi sem við búum við í dag. Það umhverfi hefur skapað grunn fyrir grósku nýsköpunar á sviði loftslagslausna og því eru grænar lausnir Íslands í dag eftirsóknarverðar um allan heim. Þá horfa aðrar þjóðir ekki síður til þess hvaða lærdóm megi draga af vegferð Íslands. Við búum yfir einstakri þekkingu og reynslu á sviði nýtingar jarðvarma og vatnsafls, föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis og græns hugvits. Þess vegna skiptir máli að íslenskt atvinnulíf haldi áfram að sækja fram og kynni sínar lausnir á alþjóðlegum vettvangi sem þessum. Skilaboð íslensku viðskiptasendinefndarinnar á COP29 eru skýr: Sjálfbær framtíð byggir á öflugu samstarfi sem stuðlar að grósku nýsköpunar og þýðingarmiklum loftslagsaðgerðum fyrir komandi kynslóðir. Með þátttöku sinni eru íslensk fyrirtæki að sýna í verki að þau séu ekki bara áhorfendur í loftslagsbaráttunni heldur leiðtogar sem knýja áfram lausnirnar sem við þurfum. Ef Ísland getur það, geta aðrar þjóðir. Sýnum öðrum þjóðum hugrekkið og hugvitið sem í okkur býr. Um Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna og viðskiptasendinefnd atvinnulífsins á COP29 COP er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Undanfarin ár hefur Ísland sent viðskiptasendinefnd á COP, samhliða samninganefnd Íslands. Viðburðurinn hefur þróast í þá átt að vera ekki eingöngu samningavettvangur aðildarríkjanna, heldur innleiðingarvettvangur þar sem áherslan er á lausnamiðað samtal, þekkingarmiðlun og samstarf um leiðir að settu marki. Íslenskum fyrirtækjum gefst því tækifæri til að kynna sig, sækja sér þekkingu og finna samstarfsaðila. Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar á COP29. Sendinefndin samanstendur af 8 íslenskum fyrirtækjum og nánar má lesa um þátttöku íslensku viðskiptasendinefndarinnar hér. Allur kostnaður er hlýst af þátttöku fyrirtækjanna og fulltrúa þeirra greiðist af fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Þátttaka atvinnulífsins á COP29, aðildarríkjafundi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þingið fer að þessu sinni fram í Bakú, Aserbaísjan undir yfirskriftinni „In solidarity for a greener world,“ enda er það siðferðileg skylda allra þjóða að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu markið. Þó að mörgu hefur verið áorkað frá undirritun Parísarsamkomulagsins 2015, þá eru blikur á lofti og mikilvægt að vinna áfram að settu marki. Til að draga markvisst úr losun gróðurhúsaloftegunda þarf samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs í innleiðingu loftslagslausna á áður óþekktum skala. Tími aðgerða er nú. Áhersla síðasta loftslagsþings, COP28, var meðal annars á orkumál og útfösun jarðefnaeldsneytis. Á þessu þingi verður sérstökum sjónum beint að fjárfestingum í innviðum og nýsköpun en líka hvernig vinna megi að innleiðingu umfangsmikilla kerfisbreytinga, þvert á greinar, samfélög og þjóðir. Hér verða allar þjóðir að leggja sitt af mörkum svo vinna megi að nýjum leiðum að settu marki. Þegar kemur að loftslagsmálum og grænum lausnum stendur Ísland framar flestum þjóðum. Við höfum þegar lokið orkuskiptum í rafmagni og húshitun og til þess þurfti samstöðu og framsýni. Fjárfestingar okkar á þessum sviðum lögðu grunninn að því velferðarsamfélagi sem við búum við í dag. Það umhverfi hefur skapað grunn fyrir grósku nýsköpunar á sviði loftslagslausna og því eru grænar lausnir Íslands í dag eftirsóknarverðar um allan heim. Þá horfa aðrar þjóðir ekki síður til þess hvaða lærdóm megi draga af vegferð Íslands. Við búum yfir einstakri þekkingu og reynslu á sviði nýtingar jarðvarma og vatnsafls, föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis og græns hugvits. Þess vegna skiptir máli að íslenskt atvinnulíf haldi áfram að sækja fram og kynni sínar lausnir á alþjóðlegum vettvangi sem þessum. Skilaboð íslensku viðskiptasendinefndarinnar á COP29 eru skýr: Sjálfbær framtíð byggir á öflugu samstarfi sem stuðlar að grósku nýsköpunar og þýðingarmiklum loftslagsaðgerðum fyrir komandi kynslóðir. Með þátttöku sinni eru íslensk fyrirtæki að sýna í verki að þau séu ekki bara áhorfendur í loftslagsbaráttunni heldur leiðtogar sem knýja áfram lausnirnar sem við þurfum. Ef Ísland getur það, geta aðrar þjóðir. Sýnum öðrum þjóðum hugrekkið og hugvitið sem í okkur býr. Um Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna og viðskiptasendinefnd atvinnulífsins á COP29 COP er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Undanfarin ár hefur Ísland sent viðskiptasendinefnd á COP, samhliða samninganefnd Íslands. Viðburðurinn hefur þróast í þá átt að vera ekki eingöngu samningavettvangur aðildarríkjanna, heldur innleiðingarvettvangur þar sem áherslan er á lausnamiðað samtal, þekkingarmiðlun og samstarf um leiðir að settu marki. Íslenskum fyrirtækjum gefst því tækifæri til að kynna sig, sækja sér þekkingu og finna samstarfsaðila. Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar á COP29. Sendinefndin samanstendur af 8 íslenskum fyrirtækjum og nánar má lesa um þátttöku íslensku viðskiptasendinefndarinnar hér. Allur kostnaður er hlýst af þátttöku fyrirtækjanna og fulltrúa þeirra greiðist af fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun