Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 08:01 Matilde Lorenzi hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt eftir rúmar tvær vikur. @mati.lorenzi Faðir hinnar nítján ára gömlu Matilde Lorenzi hefur tjáð sig um fráfall dóttur sinnar en ítalska skíðakonan lést eftir fall á æfingu eins og kom fram á Vísi í gær. Faðir hennar heitir Adolfo Lorenzi og hann ræddi við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport. Adolfo segir fjölskyldu hennar ætla að berjast fyrir betra öryggi skíðafólks í framtíðinni. Þau vilja passa upp á að dauði hennar sé ekki til einskis og að hann kalli fram nauðsynlegar breytingar fyrir ungt skíðafólk. Það fer ekkert á milli mála að hann kennir skorti á öryggisatriðum um dauða dóttur sinnar. „Við viljum ekki sjá blóm í jarðarförinni hennar. Blóm endast bara í viku en verkefni eins og þetta lifir lengi,“ sagði Adolfo Lorenzi við La Gazzetta dello Sport. Hann ætlar að safna peningum í nafni dóttur sinnar en í þessu verkefni vill hann virkja háskóla og fyrirtæki með það að augum að auka öryggi fyrir ungt skíðafólk. Stefnan er meðal annars að bæta búnað skíðafólksins þannig að það sé ekki eins berskjaldað þegar það dettur í brekkunni. „Þetta var slys sem enginn átti að lenda í. Við erum samt sannfærð um það að hún hafi fengið bestu umönnun í boði í sjúkraþyrlunni og höfum yfir engu að kvarta þar. Við þurfum samt að gera betur til að verja skíðafólkið okkar,“ sagði Adolfo. Adolfo lýsir dóttur sinni sem algjörum demanti sem var forvitin um heiminn og sólgin í að læra. Auk þess að vera skíðakona þá stundaði hún einnig nám í sálfræði og var þegar komin með próf í bæði ensku og frönsku. «Questo è un momento terribile, pieno di emozioni. C’è una cosa, però, che terrei a dire. Per il funerale di Matilde non vogliamo nessun tipo di fiore. In queste ore stiamo cercando di organizzare una raccolta di fondi da destinare al miglioramento della sicurezza degli atleti… pic.twitter.com/z7EYMpgyTa— La Stampa (@LaStampa) October 29, 2024 Skíðaíþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Faðir hennar heitir Adolfo Lorenzi og hann ræddi við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport. Adolfo segir fjölskyldu hennar ætla að berjast fyrir betra öryggi skíðafólks í framtíðinni. Þau vilja passa upp á að dauði hennar sé ekki til einskis og að hann kalli fram nauðsynlegar breytingar fyrir ungt skíðafólk. Það fer ekkert á milli mála að hann kennir skorti á öryggisatriðum um dauða dóttur sinnar. „Við viljum ekki sjá blóm í jarðarförinni hennar. Blóm endast bara í viku en verkefni eins og þetta lifir lengi,“ sagði Adolfo Lorenzi við La Gazzetta dello Sport. Hann ætlar að safna peningum í nafni dóttur sinnar en í þessu verkefni vill hann virkja háskóla og fyrirtæki með það að augum að auka öryggi fyrir ungt skíðafólk. Stefnan er meðal annars að bæta búnað skíðafólksins þannig að það sé ekki eins berskjaldað þegar það dettur í brekkunni. „Þetta var slys sem enginn átti að lenda í. Við erum samt sannfærð um það að hún hafi fengið bestu umönnun í boði í sjúkraþyrlunni og höfum yfir engu að kvarta þar. Við þurfum samt að gera betur til að verja skíðafólkið okkar,“ sagði Adolfo. Adolfo lýsir dóttur sinni sem algjörum demanti sem var forvitin um heiminn og sólgin í að læra. Auk þess að vera skíðakona þá stundaði hún einnig nám í sálfræði og var þegar komin með próf í bæði ensku og frönsku. «Questo è un momento terribile, pieno di emozioni. C’è una cosa, però, che terrei a dire. Per il funerale di Matilde non vogliamo nessun tipo di fiore. In queste ore stiamo cercando di organizzare una raccolta di fondi da destinare al miglioramento della sicurezza degli atleti… pic.twitter.com/z7EYMpgyTa— La Stampa (@LaStampa) October 29, 2024
Skíðaíþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira