Nítján ára skíðakona látin eftir slys á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 06:33 Matilde Lorenzi hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt í næsta mánuði. x Ítalska skíðakonan Matilde Lorenzi lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í gær eftir að hafa fallið illa á æfingu. Lorenzi var enn bara nítján ára gömul en hún hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt 15. nóvember næstkomandi. Slysið varð á æfingu á norður Ítalíu. Lorenzi var efnileg skíðakona en hún féll mjög illa í G1 brekkunni á Val Senales skíðasvæðinu í suður Týrol. Lorenzi missti stjórn á sér í ferð niður brekkuna og skall mjög illa með höfuðið í harðan snjóinn. Henni var strax komið til bjargar og flutt á sjúkrahús en það var strax ljóst að meiðsli hennar voru mjög alvarleg. Seinna bárust síðan fréttir af því að ekki hafi tekist að bjarga lífi hennar á sjúkrahúsinu. Meðal þeirra sem sendu samúðarkveðjur var bandaríska skíðagoðsögnin Lindsey Vonn. „Þetta er mjög sorglegt og mikill missir. Ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar,“ skrifaði Lindsey Vonn í sögu á Instagram reikningi sínum. Það eru fleiri skíðastjörnur sem hafa minnst hennar eins og ítalski Ólympíufarinn Luca De Aliprandini, spænski Ólympíufarinn Juan del Campo og svissneski Ólympíufarinn Michelle Gisin. Það gerði líka hin bandaríska stórstjarnan Mikaela Shiffrin. „Sendi alla mína ást til fjölskyldu hennar, vina og liðsfélaga,“ skrifaði Shiffrin. Lorenzi var ítalskur unglingameistari á síðasta ári og hún endaði í sjötta sæti í bruni á HM unglinga í fyrra og í áttunda sæti í stórsvigi. Hún sérhæfði sig í hraðagreinunum. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Skíðaíþróttir Andlát Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Lorenzi var enn bara nítján ára gömul en hún hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt 15. nóvember næstkomandi. Slysið varð á æfingu á norður Ítalíu. Lorenzi var efnileg skíðakona en hún féll mjög illa í G1 brekkunni á Val Senales skíðasvæðinu í suður Týrol. Lorenzi missti stjórn á sér í ferð niður brekkuna og skall mjög illa með höfuðið í harðan snjóinn. Henni var strax komið til bjargar og flutt á sjúkrahús en það var strax ljóst að meiðsli hennar voru mjög alvarleg. Seinna bárust síðan fréttir af því að ekki hafi tekist að bjarga lífi hennar á sjúkrahúsinu. Meðal þeirra sem sendu samúðarkveðjur var bandaríska skíðagoðsögnin Lindsey Vonn. „Þetta er mjög sorglegt og mikill missir. Ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar,“ skrifaði Lindsey Vonn í sögu á Instagram reikningi sínum. Það eru fleiri skíðastjörnur sem hafa minnst hennar eins og ítalski Ólympíufarinn Luca De Aliprandini, spænski Ólympíufarinn Juan del Campo og svissneski Ólympíufarinn Michelle Gisin. Það gerði líka hin bandaríska stórstjarnan Mikaela Shiffrin. „Sendi alla mína ást til fjölskyldu hennar, vina og liðsfélaga,“ skrifaði Shiffrin. Lorenzi var ítalskur unglingameistari á síðasta ári og hún endaði í sjötta sæti í bruni á HM unglinga í fyrra og í áttunda sæti í stórsvigi. Hún sérhæfði sig í hraðagreinunum. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Skíðaíþróttir Andlát Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira