Úrvalsdeildin hefst á Selfossi í kvöld: „Erum að breiða út fagnaðarerindið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2024 10:02 Matthías Örn Friðriksson mætir Lukasz Knapik í 1. umferð fyrsta keppniskvölds úrvalsdeildarinnar í pílukasti. íps Sextán fremstu pílukastarar landsins munu leiða saman hesta sína í úrvalsdeildinni í pílukasti sem hefst í kvöld. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í ár. Alls eru keppniskvöldin í úrvalsdeildinni sjö. Fimm þeirra fara fram á Bullseye við Snorrabraut en eitt í Sjallanum á Akureyri og í kvöld liggur leiðin svo á Sviðið á Selfossi þar sem keppni í úrvalsdeildinni hefst. Sem fyrr sagði er fyrirkomulagið með öðru sniði en í fyrra. Ekki verður keppt í riðlum heldur er keppendum skipt í átta manna hópa sem raðað er í samkvæmt fjórum styrkleikaflokkum. Keppendur safna stigum og freista þess fyrst að komast í undanúrslit og svo úrslitin sem fara fram á Bullseye laugardaginn 7. desember. Matthías Örn Friðriksson hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga. Ekki einungis við að undirbúa sig fyrir að keppa á fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar heldur einnig að skipuleggja hana en hann er formaður stjórnar Íslenska pílukastssambandsins. „Við erum að prófa nýtt og fara á aðra staði og reyna að búa til gott partí,“ sagði Matthías í samtali við Vísi. Meiri tími í sjónvarpi fyrir hvern og einn En hvernig virkar þetta nýja fyrirkomulag? „Við fækkuðum aðeins í hópnum. Í fyrra vorum við með 32 keppendur og skiptum þeim niður, þannig að hver keppandi fékk bara eitt kvöld til að reyna að koma sér á úrslitakvöldið,“ sagði Matthías. „Núna eru keppendur sextán talsins og við gefum þeim meiri tíma í sjónvarpi. Þeir fá að lágmarki tvö kvöld þar sem þeir spila. Ef þeir safna nógu mörgum stigum á þessum tveimur kvöldum og lenda í topp átta halda þeir áfram og topp fjórir fara svo í úrslit. Í fyrra var þetta riðlakeppni en núna er þetta útsláttarkeppni. Á hverju kvöldi eru spiluð átta manna úrslit, undanúrslit og úrslit,“ sagði Matthías. Þessir mætast í kvöld Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Spenntur fyrir Selfossi og Akureyri „Við erum að breiða út fagnaðarerindið,“ sagði Matthías um þá ákvörðun að spila á Selfossi og Akureyri. Keppniskvöldin sjö.íps „Þetta verður svaka stuð. Vinir okkar á Akureyri eru þekktir fyrir að búa til gott partí. Shally Pally í fyrra heppnaðist fáránlega vel og aðra eins stemmningu hefur maður ekki upplifað sem keppandi. Þeir munu pottþétt endurtaka leikinn.“ Vilja stækka píluna enn frekar Matthías segir að pílusambandið sé alltaf að leita leiða til að gera íþróttina sýnilegri og auka útbreiðslu hennar. „Úrvalsdeildin er alltaf í þróun hjá okkur og búin að vera allt frá því við byrjuðum. Það er líka geggjað að hafa Stöð 2 Sport í þessu með okkur. Þetta gerir svo rosalega mikið fyrir sportið og stækkar það,“ sagði Matthías. „Pílan er á fleygiferð, búin að vera undanfarna mánuði og er ekkert að fara að hætta. Við viljum bara halda áfram og stækka píluna enn frekar, koma henni í fleiri skóla og ný félög eru alltaf að verða til. Það eru bara spennandi tímar framundan.“ Bein útsending frá fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Alls eru keppniskvöldin í úrvalsdeildinni sjö. Fimm þeirra fara fram á Bullseye við Snorrabraut en eitt í Sjallanum á Akureyri og í kvöld liggur leiðin svo á Sviðið á Selfossi þar sem keppni í úrvalsdeildinni hefst. Sem fyrr sagði er fyrirkomulagið með öðru sniði en í fyrra. Ekki verður keppt í riðlum heldur er keppendum skipt í átta manna hópa sem raðað er í samkvæmt fjórum styrkleikaflokkum. Keppendur safna stigum og freista þess fyrst að komast í undanúrslit og svo úrslitin sem fara fram á Bullseye laugardaginn 7. desember. Matthías Örn Friðriksson hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga. Ekki einungis við að undirbúa sig fyrir að keppa á fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar heldur einnig að skipuleggja hana en hann er formaður stjórnar Íslenska pílukastssambandsins. „Við erum að prófa nýtt og fara á aðra staði og reyna að búa til gott partí,“ sagði Matthías í samtali við Vísi. Meiri tími í sjónvarpi fyrir hvern og einn En hvernig virkar þetta nýja fyrirkomulag? „Við fækkuðum aðeins í hópnum. Í fyrra vorum við með 32 keppendur og skiptum þeim niður, þannig að hver keppandi fékk bara eitt kvöld til að reyna að koma sér á úrslitakvöldið,“ sagði Matthías. „Núna eru keppendur sextán talsins og við gefum þeim meiri tíma í sjónvarpi. Þeir fá að lágmarki tvö kvöld þar sem þeir spila. Ef þeir safna nógu mörgum stigum á þessum tveimur kvöldum og lenda í topp átta halda þeir áfram og topp fjórir fara svo í úrslit. Í fyrra var þetta riðlakeppni en núna er þetta útsláttarkeppni. Á hverju kvöldi eru spiluð átta manna úrslit, undanúrslit og úrslit,“ sagði Matthías. Þessir mætast í kvöld Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Spenntur fyrir Selfossi og Akureyri „Við erum að breiða út fagnaðarerindið,“ sagði Matthías um þá ákvörðun að spila á Selfossi og Akureyri. Keppniskvöldin sjö.íps „Þetta verður svaka stuð. Vinir okkar á Akureyri eru þekktir fyrir að búa til gott partí. Shally Pally í fyrra heppnaðist fáránlega vel og aðra eins stemmningu hefur maður ekki upplifað sem keppandi. Þeir munu pottþétt endurtaka leikinn.“ Vilja stækka píluna enn frekar Matthías segir að pílusambandið sé alltaf að leita leiða til að gera íþróttina sýnilegri og auka útbreiðslu hennar. „Úrvalsdeildin er alltaf í þróun hjá okkur og búin að vera allt frá því við byrjuðum. Það er líka geggjað að hafa Stöð 2 Sport í þessu með okkur. Þetta gerir svo rosalega mikið fyrir sportið og stækkar það,“ sagði Matthías. „Pílan er á fleygiferð, búin að vera undanfarna mánuði og er ekkert að fara að hætta. Við viljum bara halda áfram og stækka píluna enn frekar, koma henni í fleiri skóla og ný félög eru alltaf að verða til. Það eru bara spennandi tímar framundan.“ Bein útsending frá fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport.
Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua
Pílukast Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira