Brady samþykktur en þarf að fylgja ströngum reglum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 11:02 Tom Brady þarf heldur betur að passa hvað hann segir á Fox Sports. Getty/ Kevin Sabitus Tom Brady var í gær samþykktur sem nýr hluteigandi í NFL félaginu Las Vegas Raiders. Það mun þó trufla starfið hans sem sjónvarpslýsenda. Brady er lifandi goðsögn og er að flestum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Hann setti skóna upp á hillu eftir 2022 tímabilið eftir að hafa unnið sjö NFL-titla á 23 tímabilum. Brady starfar nú sem lýsandi hjá Fox Sports en hann fékk 375 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða 51 milljarð íslenskra króna. Brady hagnaðist líka vel á ferli sínum og hefur verið að fjárfesta í íþróttafélögum eins og sem dæmi enska fótboltafélaginu Birmingham. Þar sem að Brady er orðinn eigandi að Raiders þá fær hann ekki lengur að halda fjölmiðlaaðgengi sínu. Lýsendur hjá stóru stöðvunum í Bandaríkjunum hafa mikið aðgengi að æfingum og leikmönnum félagana dagana fyrir útsendingu. Það er núna úr sögunni hjá Brady nú þegar hann tengist einu félaginu. Brady þarf því hér eftir að fylgja mjög ströngum reglum og það er ekki hægt að sjá annað en að það muni hafa mikil áhrif á það sem hann segir í lýsingum sínum. Brady má ekki koma inn í höfuðstöðvar annarra félaga og má ekki fylgjast með æfingum annarra liða. Hann má heldur ekki taka þátt í fundum með leikmönnum og þjálfurum liða í aðdraganda útsendinga. Hann má heldur ekki gagnrýna dómara eða önnur félög. Hann verður líka að passa hvað hann segir því hann má ekki nota vettvang sinn til að reyna að veiða leikmenn í sitt félag. Reglurnar má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NFL Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Sjá meira
Brady er lifandi goðsögn og er að flestum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Hann setti skóna upp á hillu eftir 2022 tímabilið eftir að hafa unnið sjö NFL-titla á 23 tímabilum. Brady starfar nú sem lýsandi hjá Fox Sports en hann fékk 375 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða 51 milljarð íslenskra króna. Brady hagnaðist líka vel á ferli sínum og hefur verið að fjárfesta í íþróttafélögum eins og sem dæmi enska fótboltafélaginu Birmingham. Þar sem að Brady er orðinn eigandi að Raiders þá fær hann ekki lengur að halda fjölmiðlaaðgengi sínu. Lýsendur hjá stóru stöðvunum í Bandaríkjunum hafa mikið aðgengi að æfingum og leikmönnum félagana dagana fyrir útsendingu. Það er núna úr sögunni hjá Brady nú þegar hann tengist einu félaginu. Brady þarf því hér eftir að fylgja mjög ströngum reglum og það er ekki hægt að sjá annað en að það muni hafa mikil áhrif á það sem hann segir í lýsingum sínum. Brady má ekki koma inn í höfuðstöðvar annarra félaga og má ekki fylgjast með æfingum annarra liða. Hann má heldur ekki taka þátt í fundum með leikmönnum og þjálfurum liða í aðdraganda útsendinga. Hann má heldur ekki gagnrýna dómara eða önnur félög. Hann verður líka að passa hvað hann segir því hann má ekki nota vettvang sinn til að reyna að veiða leikmenn í sitt félag. Reglurnar má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NFL Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Sjá meira