„Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. október 2024 21:55 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Tindastóll vann ellefu stiga útisigur gegn ÍR 82-93 í 2. umferð Bónus deildar karla. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var þó ósáttur með spilamennsku liðsins. „Þetta hefur verið pirrandi hvernig við spilum fyrri hálfleik í fyrstu tveimur umferðunum. Við rífum okkur alltaf í gang í hálfleik og ætlum að ýta á einhvern takka en þetta var vondur fyrri hálfleikur,“ sagði Benedikt Guðmundsson og hélt áfram að tala um lélegan fyrri hálfleik Tindastóls. „Ég var ofboðslega ósáttur með fyrri hálfleikinn. Þetta var virkilega lélegt og við áttum tvo, þrjá gíra inni. Það gengur ekki að við séum að mæta svona mjúkir inn í leikinn. Við verðum að vera grjótharðir í 40 mínútur og þegar við rifum okkur í gang í seinni hálfleik vorum við að loka á sendingar og skot og það er það sem ég er að óska eftir í 40 mínútur.“ Tindastóll gekk frá ÍR í fjórða leikhluta þar sem heimamenn gerðu aðeins eitt stig á átta mínútum á meðan Tindastóll gerði 19 stig. „Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota og það hefur verið einkenni Tindastóls að vera grjótharðir og pínu villtir í gegnum tíðina. Ég er bara að reyna finna þetta einkenni og vonandi finnum við það fljótlega og verðum með í vetur.“ Eftir tvær umferðir hefur Tindastóll unnið einn leik og tapað einum leik gegn KR og ÍR sem komu úr næst efstu deild. Að mati Benedikts vantar margt upp á frammistöðu liðsins eftir tvær umferðir. „Við höfum átt hræðilega kafla þar sem við litum út eins og við höfum aldrei hist áður og svo höfum við átt frábæra kafla. Við erum að æfa hluti alla daga vikunnar og þó menni klikki á þessu í byrjun október er bara partur af þessu. Við erum að reyna bæta þetta og láta þetta vera gott eftir því sem líður á tímabilið. „Ég vil þó sjá þennan anda og sjá að menn hafi gaman af þessu og séu tilbúnir að gefa allt í þetta og taka við höggum og gefa högg. Það er það sem vantar ennþá en við höfum séð smá af því en það þarf að vera miklu meira,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Tindastóll Bónus-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
„Þetta hefur verið pirrandi hvernig við spilum fyrri hálfleik í fyrstu tveimur umferðunum. Við rífum okkur alltaf í gang í hálfleik og ætlum að ýta á einhvern takka en þetta var vondur fyrri hálfleikur,“ sagði Benedikt Guðmundsson og hélt áfram að tala um lélegan fyrri hálfleik Tindastóls. „Ég var ofboðslega ósáttur með fyrri hálfleikinn. Þetta var virkilega lélegt og við áttum tvo, þrjá gíra inni. Það gengur ekki að við séum að mæta svona mjúkir inn í leikinn. Við verðum að vera grjótharðir í 40 mínútur og þegar við rifum okkur í gang í seinni hálfleik vorum við að loka á sendingar og skot og það er það sem ég er að óska eftir í 40 mínútur.“ Tindastóll gekk frá ÍR í fjórða leikhluta þar sem heimamenn gerðu aðeins eitt stig á átta mínútum á meðan Tindastóll gerði 19 stig. „Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota og það hefur verið einkenni Tindastóls að vera grjótharðir og pínu villtir í gegnum tíðina. Ég er bara að reyna finna þetta einkenni og vonandi finnum við það fljótlega og verðum með í vetur.“ Eftir tvær umferðir hefur Tindastóll unnið einn leik og tapað einum leik gegn KR og ÍR sem komu úr næst efstu deild. Að mati Benedikts vantar margt upp á frammistöðu liðsins eftir tvær umferðir. „Við höfum átt hræðilega kafla þar sem við litum út eins og við höfum aldrei hist áður og svo höfum við átt frábæra kafla. Við erum að æfa hluti alla daga vikunnar og þó menni klikki á þessu í byrjun október er bara partur af þessu. Við erum að reyna bæta þetta og láta þetta vera gott eftir því sem líður á tímabilið. „Ég vil þó sjá þennan anda og sjá að menn hafi gaman af þessu og séu tilbúnir að gefa allt í þetta og taka við höggum og gefa högg. Það er það sem vantar ennþá en við höfum séð smá af því en það þarf að vera miklu meira,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Tindastóll Bónus-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira