„Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. október 2024 21:55 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Tindastóll vann ellefu stiga útisigur gegn ÍR 82-93 í 2. umferð Bónus deildar karla. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var þó ósáttur með spilamennsku liðsins. „Þetta hefur verið pirrandi hvernig við spilum fyrri hálfleik í fyrstu tveimur umferðunum. Við rífum okkur alltaf í gang í hálfleik og ætlum að ýta á einhvern takka en þetta var vondur fyrri hálfleikur,“ sagði Benedikt Guðmundsson og hélt áfram að tala um lélegan fyrri hálfleik Tindastóls. „Ég var ofboðslega ósáttur með fyrri hálfleikinn. Þetta var virkilega lélegt og við áttum tvo, þrjá gíra inni. Það gengur ekki að við séum að mæta svona mjúkir inn í leikinn. Við verðum að vera grjótharðir í 40 mínútur og þegar við rifum okkur í gang í seinni hálfleik vorum við að loka á sendingar og skot og það er það sem ég er að óska eftir í 40 mínútur.“ Tindastóll gekk frá ÍR í fjórða leikhluta þar sem heimamenn gerðu aðeins eitt stig á átta mínútum á meðan Tindastóll gerði 19 stig. „Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota og það hefur verið einkenni Tindastóls að vera grjótharðir og pínu villtir í gegnum tíðina. Ég er bara að reyna finna þetta einkenni og vonandi finnum við það fljótlega og verðum með í vetur.“ Eftir tvær umferðir hefur Tindastóll unnið einn leik og tapað einum leik gegn KR og ÍR sem komu úr næst efstu deild. Að mati Benedikts vantar margt upp á frammistöðu liðsins eftir tvær umferðir. „Við höfum átt hræðilega kafla þar sem við litum út eins og við höfum aldrei hist áður og svo höfum við átt frábæra kafla. Við erum að æfa hluti alla daga vikunnar og þó menni klikki á þessu í byrjun október er bara partur af þessu. Við erum að reyna bæta þetta og láta þetta vera gott eftir því sem líður á tímabilið. „Ég vil þó sjá þennan anda og sjá að menn hafi gaman af þessu og séu tilbúnir að gefa allt í þetta og taka við höggum og gefa högg. Það er það sem vantar ennþá en við höfum séð smá af því en það þarf að vera miklu meira,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Tindastóll Bónus-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
„Þetta hefur verið pirrandi hvernig við spilum fyrri hálfleik í fyrstu tveimur umferðunum. Við rífum okkur alltaf í gang í hálfleik og ætlum að ýta á einhvern takka en þetta var vondur fyrri hálfleikur,“ sagði Benedikt Guðmundsson og hélt áfram að tala um lélegan fyrri hálfleik Tindastóls. „Ég var ofboðslega ósáttur með fyrri hálfleikinn. Þetta var virkilega lélegt og við áttum tvo, þrjá gíra inni. Það gengur ekki að við séum að mæta svona mjúkir inn í leikinn. Við verðum að vera grjótharðir í 40 mínútur og þegar við rifum okkur í gang í seinni hálfleik vorum við að loka á sendingar og skot og það er það sem ég er að óska eftir í 40 mínútur.“ Tindastóll gekk frá ÍR í fjórða leikhluta þar sem heimamenn gerðu aðeins eitt stig á átta mínútum á meðan Tindastóll gerði 19 stig. „Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota og það hefur verið einkenni Tindastóls að vera grjótharðir og pínu villtir í gegnum tíðina. Ég er bara að reyna finna þetta einkenni og vonandi finnum við það fljótlega og verðum með í vetur.“ Eftir tvær umferðir hefur Tindastóll unnið einn leik og tapað einum leik gegn KR og ÍR sem komu úr næst efstu deild. Að mati Benedikts vantar margt upp á frammistöðu liðsins eftir tvær umferðir. „Við höfum átt hræðilega kafla þar sem við litum út eins og við höfum aldrei hist áður og svo höfum við átt frábæra kafla. Við erum að æfa hluti alla daga vikunnar og þó menni klikki á þessu í byrjun október er bara partur af þessu. Við erum að reyna bæta þetta og láta þetta vera gott eftir því sem líður á tímabilið. „Ég vil þó sjá þennan anda og sjá að menn hafi gaman af þessu og séu tilbúnir að gefa allt í þetta og taka við höggum og gefa högg. Það er það sem vantar ennþá en við höfum séð smá af því en það þarf að vera miklu meira,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Tindastóll Bónus-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti