Það getur reynst erfitt að aka bílaleigubíl í nýju landi og virðist ferðamaðurinn hafa ruglast á bensíngjöf og bremsu á bílastæðinu. Um er að ræða beinskiptan Kia fólksbíl á leigu hjá Bílaleigu Flugleiða.
Lynn Collins, bandarískur ferðamaður, sótti Bláa lónið heim á sínum síðasta degi á Íslandi. Hún varð vör við vandræðin, festi þau á filmu og deildi í grúppunni Stupid things people do in Iceland sem mætti þýða Heimskulegir hlutir sem fólk gerir á Íslandi.
„Það er sannur heiður að geta deilt þessari mynd með ykkur á síðasta degi okkar á Íslandi,“ segir Collins.