Gaf dýrunum verðlaunaféð sitt frá Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 23:15 Yaroslava Mahuchikh varð Ólympíumeistari í hástökki í París og hún er einnig eigandi heimsmetsins síðan fyrr í sumar. Getty/Pascal Le Segretain Úkraínski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn Yaroslava Mahuchikh fór öðruvísi leið þegar kom að verðlaunafé hennar frá Ólympíuleikunum í París. Mahuchikh vann Ólympíugullið í hástökki eftir að hafa fengið brons á ÓL í Tókýó þremur árum fyrr. Hún er líka heimsmeistari síðan í Búdapest í fyrra. Mánuði fyrir Ólympíuleikana sló Mahuchikh eitt elsta heimsmetið í bókinni þegar hún hoppaði yfir 2,10 metra. Gamla metið var frá árinu 1987 eða fjórtán árum áður en hún sjálf fæddist. Mahuchikh fylgdi þessu svo eftir með sannfærandi sigri í hástökkinu á Ólympíuleikunum. Hún var ein af þremur gullverðlaunahöfum Úkraínu á leikunum. Að þessu sinni ákvað Alþjóða frjálsíþróttasambandið að gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum á leikunum í París fengu ekki aðeins verðlaunapening um hálsinn heldur einnig verðlaunafé. Allir gullverðlaunahafar á leikunum fengu fimmtíu þúsund Bandaríkjadali eða meira en 6,9 milljónir króna. Mahuchikh er mikill dýravinur og hún ákvað að dýrin fengju vænan skammt af verðlaunafé hennar frá París. Hún er aðeins 22 ára gömul en er með hjartað á réttum stað. „Það er mikið af flækingsdýrum í Úkraínu núna og dýraathvörfin þurfa stuðning til að geta séð um þau öll,“ sagði Yaroslava Mahuchikh í frétt á síðum UAnimals. Hún er mikill dýravinur og hefur sjálf tekið að sér flækingsdýr. Peningurinn fór því til dýraverndunarsamtaka og fjögurra dýraathvarfa. Hluti af peningunum fór svo líka til úkraínskra þjóðernissinna í baráttunni gegn innrás Rússa í landið. „Ég vil líka þakka liði mínu, úkraínska fólkinu og stuðningsaðilum mínum sem sáu öll til þess að ég gæti náð gullinu. Þess vegna vil ég líka gefa hluta af verðlaunafé mínu frá Ólympíuleikunum til hersins og í sjóð sem veitir fólki nauðsynlegan sálfræðistuðning á þessum erfiðu tímum,“ sagði Mahuchikh. Hún hefur talað opinskátt gegn innrásinni og það er líka ómetanlegt fyrir úkraínska fólkið að sjá hana vinna afrek á alþjóðlegum vettvangi. View this post on Instagram A post shared by Business | Motivation | Technology (@wealth) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira
Mahuchikh vann Ólympíugullið í hástökki eftir að hafa fengið brons á ÓL í Tókýó þremur árum fyrr. Hún er líka heimsmeistari síðan í Búdapest í fyrra. Mánuði fyrir Ólympíuleikana sló Mahuchikh eitt elsta heimsmetið í bókinni þegar hún hoppaði yfir 2,10 metra. Gamla metið var frá árinu 1987 eða fjórtán árum áður en hún sjálf fæddist. Mahuchikh fylgdi þessu svo eftir með sannfærandi sigri í hástökkinu á Ólympíuleikunum. Hún var ein af þremur gullverðlaunahöfum Úkraínu á leikunum. Að þessu sinni ákvað Alþjóða frjálsíþróttasambandið að gullverðlaunahafar í frjálsum íþróttum á leikunum í París fengu ekki aðeins verðlaunapening um hálsinn heldur einnig verðlaunafé. Allir gullverðlaunahafar á leikunum fengu fimmtíu þúsund Bandaríkjadali eða meira en 6,9 milljónir króna. Mahuchikh er mikill dýravinur og hún ákvað að dýrin fengju vænan skammt af verðlaunafé hennar frá París. Hún er aðeins 22 ára gömul en er með hjartað á réttum stað. „Það er mikið af flækingsdýrum í Úkraínu núna og dýraathvörfin þurfa stuðning til að geta séð um þau öll,“ sagði Yaroslava Mahuchikh í frétt á síðum UAnimals. Hún er mikill dýravinur og hefur sjálf tekið að sér flækingsdýr. Peningurinn fór því til dýraverndunarsamtaka og fjögurra dýraathvarfa. Hluti af peningunum fór svo líka til úkraínskra þjóðernissinna í baráttunni gegn innrás Rússa í landið. „Ég vil líka þakka liði mínu, úkraínska fólkinu og stuðningsaðilum mínum sem sáu öll til þess að ég gæti náð gullinu. Þess vegna vil ég líka gefa hluta af verðlaunafé mínu frá Ólympíuleikunum til hersins og í sjóð sem veitir fólki nauðsynlegan sálfræðistuðning á þessum erfiðu tímum,“ sagði Mahuchikh. Hún hefur talað opinskátt gegn innrásinni og það er líka ómetanlegt fyrir úkraínska fólkið að sjá hana vinna afrek á alþjóðlegum vettvangi. View this post on Instagram A post shared by Business | Motivation | Technology (@wealth)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira