Aðeins æft í þrjú ár en stefnir á Íslandsmetið: „Ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. ágúst 2024 08:06 Heru hefur ekki æft kringlukast nema í þrjú ár en stefnir fljótt að Íslandsmetinu sem hefur ekki verið slegið síðan 1989. vísir / ívar Hera Christensen hefur bætt aldursflokkamet fjórum sinnum á þessu ári og stefnir hraðbyri að Íslandsmetinu. Framundan er svo heimsmeistaramót í Perú hjá þessari miklu vonarstjörnu í kringlukasti. Hera er 19 ára gömul og hefur tekið gríðarlegum framförum að undanförnu. Hún hefur samt bara æft frjálsar íþróttir í fimm ár og fann ekki kringlukastið fyrr en fyrir þremur árum, í raun af slysni. „Það var bara fyrir tilviljun, það vantaði í liðið á bikarkeppninni. Þjálfarinn henti mér bara í kringluna og ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan.“ Hera varð á dögunum Norðurlandameistari annað árið í röð með kasti upp á 50,62 metra. „Ég náði markmiði mínu að verja Norðurlandameistaratitilinn og mig langaði einnig að kasta yfir 50 metrana, sem að tókst. Þannig að ég er mjög sátt með mótið, það er allt á uppleið og mjög gaman að sjá árangurinn.“ Það gefst annað tækifæri til að bæta persónulega metið þegar Hera keppir á heimsmeistaramóti í Perú og Íslandmetið, sem er 54,69 metrar og hefur ekki verið slegið síðan 1989, er henni vel innan seilingar. „Akkúrat, stærsta sviðið, heimsmeistaramót. Vonandi nær maður einni bætingu í viðbót og þá mögulega að reyna við Íslandsmetið.“ Á útleið Ljóst er að framtíðin liggur fyrir Heru og kringlukastið á hug hennar allan, hún stefnir langt og skoðar nú tilboð frá skólum og frjálsíþróttafélögum erlendis. „Ég er ennþá að skoða með Bandaríkin, til dæmis að fara á skólastyrk. Svo er ég einnig að skoða Norðurlöndin, æfa þar og vera í skóla samhliða. Allt opið fyrir því.“ Skammt að sækja góð ráð Ljóst er líka að hún getur sótt góð ráð hjá afreksstjóra Íþrótta- og Ólympíusambandsins, Vésteini Hafsteinssyni, sem er fyrrum kringlukastari og hefur þjálfað fjölda fólks í allra fremstu röð í faginu. „Hann hefur ekki skipt sér mikið af, hingað til, en vonandi nær maður að fá fleiri ráð núna á komandi tímum.“ Viðtalið við Heru var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá í spilaranum að ofan. Frjálsar íþróttir FH Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Hera er 19 ára gömul og hefur tekið gríðarlegum framförum að undanförnu. Hún hefur samt bara æft frjálsar íþróttir í fimm ár og fann ekki kringlukastið fyrr en fyrir þremur árum, í raun af slysni. „Það var bara fyrir tilviljun, það vantaði í liðið á bikarkeppninni. Þjálfarinn henti mér bara í kringluna og ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan.“ Hera varð á dögunum Norðurlandameistari annað árið í röð með kasti upp á 50,62 metra. „Ég náði markmiði mínu að verja Norðurlandameistaratitilinn og mig langaði einnig að kasta yfir 50 metrana, sem að tókst. Þannig að ég er mjög sátt með mótið, það er allt á uppleið og mjög gaman að sjá árangurinn.“ Það gefst annað tækifæri til að bæta persónulega metið þegar Hera keppir á heimsmeistaramóti í Perú og Íslandmetið, sem er 54,69 metrar og hefur ekki verið slegið síðan 1989, er henni vel innan seilingar. „Akkúrat, stærsta sviðið, heimsmeistaramót. Vonandi nær maður einni bætingu í viðbót og þá mögulega að reyna við Íslandsmetið.“ Á útleið Ljóst er að framtíðin liggur fyrir Heru og kringlukastið á hug hennar allan, hún stefnir langt og skoðar nú tilboð frá skólum og frjálsíþróttafélögum erlendis. „Ég er ennþá að skoða með Bandaríkin, til dæmis að fara á skólastyrk. Svo er ég einnig að skoða Norðurlöndin, æfa þar og vera í skóla samhliða. Allt opið fyrir því.“ Skammt að sækja góð ráð Ljóst er líka að hún getur sótt góð ráð hjá afreksstjóra Íþrótta- og Ólympíusambandsins, Vésteini Hafsteinssyni, sem er fyrrum kringlukastari og hefur þjálfað fjölda fólks í allra fremstu röð í faginu. „Hann hefur ekki skipt sér mikið af, hingað til, en vonandi nær maður að fá fleiri ráð núna á komandi tímum.“ Viðtalið við Heru var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá í spilaranum að ofan.
Frjálsar íþróttir FH Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira