„Þetta var erfiður leikur eins og við vissum“ Andri Már Eggertsson skrifar 20. ágúst 2024 20:50 Pétur Pétursson, þjálfari Vals. Vísir/Anton Brink Valur vann 2-0 sigur gegn Fylki í 17. umferð Bestu deildar kvenna. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, átti von á því að þetta yrði erfiður leikur þar sem Valskonur voru bikarmeistarar um síðustu helgi. „Þetta var erfiður leikur eins og við vissum. Mér fannst Fylkir spila þennan leik mjög vel og við getum þakkað fyrir að hafa tekið þrjú stig hérna í kvöld, “ sagði Pétur Pétursson eftir leik. Pétur var ekki ánægður með frammistöðu liðsins. Fyrri hálfleikur var lokaður og staðan var markalaus í hálfleik. „Þær lokuðu leiknum mjög vel og mér fannst við ekki vera á okkar leik í kvöld, engan veginn en sem betur fer gekk það upp að skora tvö mörk og við tókum þrjú stig.“ „Mér fannst boltinn lélegur hjá okkur og mér fannst allt sem við höfum verið að gera undanfarið ekki nógu gott. Ég ætla ekki að taka neitt af Fylki og þær gerðu þetta vel og áttu skilið eitthvað meira en núll stig út úr þessu.“ Staðan var markalaus í tæplega 82 mínútur og þrátt fyrir að Tinna Brá Magnúsdóttir, markmaður Fylkis, væri að verja mjög vel hafði Pétur ekki áhyggjur af því að þetta yrði einn af þeim leikjum sem boltinn vildi ekki inn. „Ekkert þannig. Þessi leikur hefði getað 0-0 og hvort þetta hafi verið sanngjarnt veit ég ekki en sem betur fer náðum við að skora tvö mörk.“ Í seinni hálfleik gerði Pétur taktískar breytingar og fór í þriggja manna varnarlínu sem honum fannst heppnast. „Við prófuðum að fara í þriggja manna vörn og bæta við í framlínunni. Auðvitað komast opnanir einhversstaðar sem mér fannst ganga upp og um leið og við skoruðum fyrsta markið fórum við aftur í fjögurra manna varnarlínu,“ sagði Pétur Pétursson að lokum. Valur Besta deild kvenna Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur eins og við vissum. Mér fannst Fylkir spila þennan leik mjög vel og við getum þakkað fyrir að hafa tekið þrjú stig hérna í kvöld, “ sagði Pétur Pétursson eftir leik. Pétur var ekki ánægður með frammistöðu liðsins. Fyrri hálfleikur var lokaður og staðan var markalaus í hálfleik. „Þær lokuðu leiknum mjög vel og mér fannst við ekki vera á okkar leik í kvöld, engan veginn en sem betur fer gekk það upp að skora tvö mörk og við tókum þrjú stig.“ „Mér fannst boltinn lélegur hjá okkur og mér fannst allt sem við höfum verið að gera undanfarið ekki nógu gott. Ég ætla ekki að taka neitt af Fylki og þær gerðu þetta vel og áttu skilið eitthvað meira en núll stig út úr þessu.“ Staðan var markalaus í tæplega 82 mínútur og þrátt fyrir að Tinna Brá Magnúsdóttir, markmaður Fylkis, væri að verja mjög vel hafði Pétur ekki áhyggjur af því að þetta yrði einn af þeim leikjum sem boltinn vildi ekki inn. „Ekkert þannig. Þessi leikur hefði getað 0-0 og hvort þetta hafi verið sanngjarnt veit ég ekki en sem betur fer náðum við að skora tvö mörk.“ Í seinni hálfleik gerði Pétur taktískar breytingar og fór í þriggja manna varnarlínu sem honum fannst heppnast. „Við prófuðum að fara í þriggja manna vörn og bæta við í framlínunni. Auðvitað komast opnanir einhversstaðar sem mér fannst ganga upp og um leið og við skoruðum fyrsta markið fórum við aftur í fjögurra manna varnarlínu,“ sagði Pétur Pétursson að lokum.
Valur Besta deild kvenna Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira