Segir persónulegan metnað ekki mega standa í vegi fyrir lýðræðinu Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2024 23:30 Úr ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að klára kjörtímabil sitt. Hins vegar væri komin tími til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu af honum. Þetta kom fram í ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar sem hófst á miðnætti á íslenskum tíma. „Á undanförnum vikum hefur það skýrst fyrir mér að ég þarf að sameina flokkinn minn á þessum mikilvægu tímamótum. Ég trúi því að frammistaða mín sem forseti og sýn mín fyrir framtíð Ameríku réttlætu annað kjörtímabil. En ekkert má koma í veg fyrir að við björgum lýðræðinu. Þar með talið er persónulegur metnaður. Þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að besta niðurstaðan sé að afhenda kyndilinn nýrri kynslóð. Það er besta leiðin til að sameina þjóð okkar,“ sagði Biden. „Það er staður og stund fyrir mikla reynslu af því að vera opinber persóna. En það er líka staður og stund fyrir nýjar raddir, ferskar raddir, yngri raddir. Sá tími er runninn upp.“ Ávarpið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Fór fögrum orðum um Kamölu Harris „Ég hef tekið ákvörðun og gert skoðun mína ljósa almenningi,“ sagði Biden þegar hann vék máli sínu að Kamölu Harris, varaforseta og líklegu forsetaefni Demókrataflokksins. Í umræddri ræðu lýsti hann ekki beinlínis yfir stuðningi við hana, en vísaði í raun til þess að hann væri búinn að því. „Mig langar að þakka frábærum varaforseta Kamölu Harris,“ sagði Biden. „Hún er reynd, hörð af sér, og hæf. Hún hefur verið frábær félagi minn og leiðtogi fyrir þjóðina okkar,“ sagði hann. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði tíma til kominn fyrir nýjar og ferskar raddir.Getty Þá lagði Biden áherslu á að það væri í höndum bandarísku þjóðarinnar að bjarga lýðveldi Bandaríkjanna, og gaf til kynna að það fælist í því að kjósa frambjóðanda Demókrata, en ekki Donald Trump fyrrverandi forseta. Mörg mál framundan Í ávarpinu ræddi Biden þau mörgu verkefni sem eru á borði Bandaríkjaforseta. Hann fjallaði um efnahagsmál, hnattræna hlýnun og fleira. Þá minntist hann sérstaklega á stríðið í Úkraínu annars vegar og stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hins vegar. Í báðum málum sagðist hann ætla að vinna að því að binda endi á átökin. „Það hefur verið mesti heiður ævi minnar að fá að sinna þessari þjóð í rúmlega fimmtíu ár. Hvergi annars staðar í heiminum hefði krakki með stama sem fékk lítillátt uppeldi í Delaware í Pennsylvaníuríki getað endað hér, bakvið skrifborðið í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu sem forseti Bandaríkjanna. En hér er ég. Þetta gerir Bandaríkin svo sérstök,“ sagði Biden sem minntist ítrekað á þakklæti sitt í garð þjóðarinnar. „Vinnum saman, verndum lýðveldið okkar. Megi guð blessa ykkur og vernda hermennina okkar,“ voru lokaorð ræðurnnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Þetta kom fram í ávarpi Joe Biden til bandarísku þjóðarinnar sem hófst á miðnætti á íslenskum tíma. „Á undanförnum vikum hefur það skýrst fyrir mér að ég þarf að sameina flokkinn minn á þessum mikilvægu tímamótum. Ég trúi því að frammistaða mín sem forseti og sýn mín fyrir framtíð Ameríku réttlætu annað kjörtímabil. En ekkert má koma í veg fyrir að við björgum lýðræðinu. Þar með talið er persónulegur metnaður. Þess vegna hef ég komist að þeirri niðurstöðu að besta niðurstaðan sé að afhenda kyndilinn nýrri kynslóð. Það er besta leiðin til að sameina þjóð okkar,“ sagði Biden. „Það er staður og stund fyrir mikla reynslu af því að vera opinber persóna. En það er líka staður og stund fyrir nýjar raddir, ferskar raddir, yngri raddir. Sá tími er runninn upp.“ Ávarpið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Fór fögrum orðum um Kamölu Harris „Ég hef tekið ákvörðun og gert skoðun mína ljósa almenningi,“ sagði Biden þegar hann vék máli sínu að Kamölu Harris, varaforseta og líklegu forsetaefni Demókrataflokksins. Í umræddri ræðu lýsti hann ekki beinlínis yfir stuðningi við hana, en vísaði í raun til þess að hann væri búinn að því. „Mig langar að þakka frábærum varaforseta Kamölu Harris,“ sagði Biden. „Hún er reynd, hörð af sér, og hæf. Hún hefur verið frábær félagi minn og leiðtogi fyrir þjóðina okkar,“ sagði hann. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði tíma til kominn fyrir nýjar og ferskar raddir.Getty Þá lagði Biden áherslu á að það væri í höndum bandarísku þjóðarinnar að bjarga lýðveldi Bandaríkjanna, og gaf til kynna að það fælist í því að kjósa frambjóðanda Demókrata, en ekki Donald Trump fyrrverandi forseta. Mörg mál framundan Í ávarpinu ræddi Biden þau mörgu verkefni sem eru á borði Bandaríkjaforseta. Hann fjallaði um efnahagsmál, hnattræna hlýnun og fleira. Þá minntist hann sérstaklega á stríðið í Úkraínu annars vegar og stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hins vegar. Í báðum málum sagðist hann ætla að vinna að því að binda endi á átökin. „Það hefur verið mesti heiður ævi minnar að fá að sinna þessari þjóð í rúmlega fimmtíu ár. Hvergi annars staðar í heiminum hefði krakki með stama sem fékk lítillátt uppeldi í Delaware í Pennsylvaníuríki getað endað hér, bakvið skrifborðið í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu sem forseti Bandaríkjanna. En hér er ég. Þetta gerir Bandaríkin svo sérstök,“ sagði Biden sem minntist ítrekað á þakklæti sitt í garð þjóðarinnar. „Vinnum saman, verndum lýðveldið okkar. Megi guð blessa ykkur og vernda hermennina okkar,“ voru lokaorð ræðurnnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira