Íslendingar tilnefndir til Emmy-verðlauna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júlí 2024 18:50 Atli á BAFTA-veðlaununum í apríl. Skjáskot/Youtube Íslenska tónskáldið Atli Örvarsson er tilnefndur til Emmy-verðlauna í flokki framúrskarandi tónverka fyrir sjónvarpsþættina Silo. Tilnefningar til verðlaunanna voru tilkynntar síðdegis. Atli er tilnefndur fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Silo, sem sýndir eru á streymisveitunni Apple TV+. Tónskáld fimm annarra tónverka eru tilnefnd í sama flokki. Þar á meðal fyrir tónlistina í The Crown, Mr. & Mrs. Smith og Shōgun. Í apríl hlaut Atli BAFTA-verðlaunin fyrir tónlist sína í sömu þáttum. Nokkrir í hópi tilnefndra vegna True Detective Fréttastofu barst ábending um að fleiri Íslendingar hafi hlotið tilnefningu, fyrir þættina True Detective: Night Country. Þættirnir voru teknir upp á Íslandi og eru meðal annars sýndir á Stöð 2+. Íslendingarnir eru í hópi fólks sem hljóta sömu tilnefninguna í viðkomandi flokki. Skúli Helgi Sigurgíslason er tilnefndur í flokki framúrskarandi hljóðblöndunar, Alda B. Gudjónsdóttir í flokki leikaravals, Rebekka Jónsdóttir í flokki búninga, Flóra Karítas Buenaño og Hafdís Pálsdóttir í flokki förðunar og Eggert „Eddi“ Ketilsson í flokki tæknibrella. Emmy-sjónvarpsverðlaunin fara fram þann 15. september í Los Angeles. Sjónvarpsþættirnir Shōgun hlutu flestar tilnefningar að þessu sinni, eða 25 tilnefningar. The Bear hlaut næstflestar tilnefningar, 23 talsins. Lista yfir tilnefningar til Emmy-verðlaunanna má nálgast hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Emmy-verðlaunin Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tilnefningar til verðlaunanna voru tilkynntar síðdegis. Atli er tilnefndur fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Silo, sem sýndir eru á streymisveitunni Apple TV+. Tónskáld fimm annarra tónverka eru tilnefnd í sama flokki. Þar á meðal fyrir tónlistina í The Crown, Mr. & Mrs. Smith og Shōgun. Í apríl hlaut Atli BAFTA-verðlaunin fyrir tónlist sína í sömu þáttum. Nokkrir í hópi tilnefndra vegna True Detective Fréttastofu barst ábending um að fleiri Íslendingar hafi hlotið tilnefningu, fyrir þættina True Detective: Night Country. Þættirnir voru teknir upp á Íslandi og eru meðal annars sýndir á Stöð 2+. Íslendingarnir eru í hópi fólks sem hljóta sömu tilnefninguna í viðkomandi flokki. Skúli Helgi Sigurgíslason er tilnefndur í flokki framúrskarandi hljóðblöndunar, Alda B. Gudjónsdóttir í flokki leikaravals, Rebekka Jónsdóttir í flokki búninga, Flóra Karítas Buenaño og Hafdís Pálsdóttir í flokki förðunar og Eggert „Eddi“ Ketilsson í flokki tæknibrella. Emmy-sjónvarpsverðlaunin fara fram þann 15. september í Los Angeles. Sjónvarpsþættirnir Shōgun hlutu flestar tilnefningar að þessu sinni, eða 25 tilnefningar. The Bear hlaut næstflestar tilnefningar, 23 talsins. Lista yfir tilnefningar til Emmy-verðlaunanna má nálgast hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Emmy-verðlaunin Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira